Víkurfréttir - 25.08.2011, Qupperneq 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 25. ÁgÚST 2011
Arnar Óskarsson aðstoð-arverslunarstjóri í Byko á
Suðurnesjum og gjaldkeri Stang-
veiðifélags Keflavíkur fékk veiði-
delluna frekar seint en nokkuð
örugglega. „Ég var 19 ára gam-
all og var það eldri bróðir minn
Gunnar sem sá til þess að ég fengi
hana með því að fara með mig
upp í Seltjörn til veiða hluta úr
degi. Þá var nýbúið að sleppa
hundruðum fiska í tjörnina og
Gunni vissi sem var að ég myndi
setja vel í hann, sem og gerðist.
Eftir það varð ekki aftur snúið.“
Uppáhaldsveiðiá:
Mín uppáhaldsá er að sjálfsögðu
Geirlandsá og verð að segja Stóra-
Laxá sv. IV sem heillar mikið.
Fyrsti fiskur á stöng:
Fyrsti fiskurinn var 2 punda regn-
bogasilungur í Seltjörn en fyrsti
straumfiskurinn var sjóbirtingur
af sömu stærð í Vatnamótunum
og ekkert eftirminnilegt við hann
utan smáskjálfta sem ég fann fyrir
í hnjánum því ég hélt að fiskurinn
væri miklu stærri.
Eftirminnilegasta
stund í veiðinni:
Þær eru ansi margar og stikla ég
hér á nokkrum þeirra. Ein af þeim
var þegar farið var í fjölskyldutúr
í Geirlandsá í ágúst fyrir fjórum
árum og börnin mín Ósk, Thelma
og Óskar snöruðu öll Maríulöx-
unum á land, frábær stund.
Einnig þegar við bræðurnir Atli og
Gunni og fórum ásamt föður okkar
Óskari Gunnarssyni uppí Köldu-
kvísl og settum í 26 stórbleikjur,
með “uppstream” aðferðinni á hálf-
um degi, vorum með einnota grill
með okkur ásamt meðlæti og grill-
uðum hluta aflans á bakkanum.
Eitt árið vorum við veiðifélagarnir
í Fiski Á Stöng staddir í Vatnamót-
unum og veiddum vel, í hléinu á
heila deginum segi ég við strákana
að á þeim veiðistað sem ég end-
aði vaktina hafi ég séð risastóran
sjóbirting lyfta sér rólega upp í
vatnsyfirborðið, þetta væri rosaleg-
ur fiskur. Við bræðurnir ákváðum
svo að fara á þennan stað og til að
gera langa sögu stutta þá kastaði
ég út með spón í þá átt sem mér
fannst fiskurinn hafa komið upp
og fékk þessa rosalegu töku sem
endaði með því að 25 mínútum
seinna stóðum við bræðurnir með
með rifinn smáfiskaháf, brotinn
rotara og 18 punda samanrekinn
sjóbirtingshæng í höndunum. Stig-
inn var trylltur dans og ekki kastað
meira út í þá vaktina, þetta yrði
aldrei toppað. Fiskurinn er stof-
ustáss í dag.
Ég verð líka að minnast á þegar ég
kynntist alveg nýrri hlið á konunni
minni þessari “rólegheita” mann-
eskju henni Fanneyju Dóróthe í
veiðitúr um árið uppí gljúfrunum í
Geirlandsá þar sem hún setti í risa-
fisk og eftir um tuttugu mínútna
baráttu, stóð hún alhreistruð upp
fyrir haus með gerfineglurnar læst-
ar á kafi í holdi 15 punda sjóbirt-
ings og öskraði af gleði, framan í
okkur þrjú sem vorum með henni,
svo bergmálaði um allar sveitir.
Ógleymanleg stund.
Uppáhaldsflugan:
Snældurnar í birtinginn, svört
Frances nr. 14 í laxinn og Pheasant
Tail í silunginn.
Stærsti fiskurinn
sem ég hef veitt:
Fyrrgreindur 18 punda sjóbirting-
ur þann 24. ágúst 2001.
Veiðin í sumar 2011:
Geirlandsá, Veiðivötn, Grenlækur
sv. 4 og Reykjadalsá, á suma staðina
oftar en einu sinni.
Flugukastkennsla á Seltjörn 28. maí nk.
Einhendu- og tvíhendukennsla undir
leiðsögn þeirra Klaus Frimor, sem er
einn allra besti kastkennari heims,
Hilmars Hanssonar og Óskars Páls
Sveinssonar.
Flugukofinn, Sólvallagötu 6, Reykjanesbæ, sími 821-4703
Ógleymanleg stund með
konunni í Geirlandsá
Veiðimaður vikunnar
Opið:
Virka daga 14:00-18:00 - Laugardaga 10:00-14:00
AÐ HAFNARGÖTU 21
HÖFUM OPNAÐ
ÚTSÖLUMARKAÐ
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR
Á LJÓSANÓT T er aðalstyrktaraðili tónleikanna
G
ra
fís
k
hö
nn
un
@
Br
ag
i E
In
ar
ss
on
2
01
1
Valdimar
Guðmundsson
Jana María
Guðmundsdóttir
Bríet Sunna
Valdimarsdóttir
Fríða Dís
Guðmundsdóttir
Guðmundur
Hermannsson
Birna
Rúnarsdóttir
Sveinn
Sveinsson
Elmar Þór
Hauksson
Arnar Dór
Hannesson
Guðmundur
Sigurðsson
Miðasala á midi.is
Miðaverð kr. 2.500
Tónlistarstjórn:
Arnór B. Vilbergsson
Handrit og framkvæmdastjórn:
Kristján Jóhannsson
augl_vf_14x20.pdf 1 23.8.2011 16:58
LJÓSANÓTT NÁLGAST!
Tryggðu þér pláss tímanlega í Ljósanæturblaði Víkurfrétta
og dagskrá Ljósanætur!
Hafðu samband við auglýsingadeild Víkurfrétta
í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is