Víkurfréttir - 15.09.2011, Qupperneq 8
8 FIMMTudagurInn 15. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Gistiheimilið 1x6 með sál
Þetta ár lítur vel út og þá sér-staklega sumarið,“ segir
Daníel Hjörtur Sigmundsson
eigandi gistiheimilisins 1x6 við
Vesturgötu í Keflavík. Gistiheim-
ilið hefur hlotið mikla athygli
víða fyrir frumlegar og fallegar
innréttingar og skúlptúra. „Við
ætlum svo að reyna að setja saman
einhvern pakka fyrir veturinn og
trekkja Íslendingana að því það
eru útlendingar sem heimsækja
okkur í nánast 100% tilvika,“
bætir Daníel við.
Daníel Sigmundsson er heilinn á bak við Gistihúsið 1x6
við Vesturgötu í Keflavík þar sem húsgögn og jafnvel loft-
ljós eru skorin út úr við sem að mestu leyti er endurnýttur
eins og annað sem notast er við á gistiheimilinu, s.s viður
úr gömlum rafmagnskeflum, brotnum flísum og málningu
sem var að einhverju leyti gölluð. Linda Mjöll Stefánsdóttir
unnusta Daníels stóð í herlegheitunum með honum og
saman hafa þau skapað sannkallaðan ævintýraheim með
ímyndunaraflið og handlagni að vopni.
Samgöngur mættu vera öflugri á svæðinu
Daníel var atvinnulaus þegar hann hófst handa við að breyta
húsi sínu í gistiheimili. „Í kjölfarið á hruninu sat ég uppi með
húsið sem ég hafði hugsað mér að selja svo eitthvað varð
að gera. Þetta er gott dæmi um það hvað er hægt að gera
þrátt fyrir neikvæða stöðu, að maður geti tekið aðstæður
og snúið þeim sér í hag. Mér finnst að yfirvöld mættu gera
betur og styðja við einstaklingsframtak þrátt fyrir að mikið
hafi verið gert í þeim málum. Hér er ég t.d. að skapa eitt
starf sem kostar nánast ekki neitt en svo kostar eitt starf í
álveri kannski einhverja tugi milljóna, það finnst mér ekkert
rosalega spennandi,“ segir Daníel.
Með því að gera eitthvað einstakt þá hefur maður upp á eitt-
hvað öðruvísi að bjóða. Það hafa komið hingað gestir sem
ætluðu alls ekkert að gista í Keflavík, en þau rákust á okkur
á netinu og ákváðu að gista hérna eina nótt bara til þess eins
að gista hér.
Það er töluvert yfirvald að trekkja fólk hingað niður til Kefla-
víkur frá flugvellinum. Það þyrfti
ekki mikið meira en kannski skilti
við þjóðveginn sem á stæði „Visit
Keflavík“ eða einfaldlega myndir
frá því sem Reykjanesbær hefur
upp á að bjóða. Það tel ég að myndi
án efa hafa mikil áhrif.
Svo er líka pínlegt fyrir mig að segja
við ferðamennina að það fari bara
þrjár rútur á dag í Bláa lónið í þrjá
mánuði á ári. Samgöngur mættu
vera öflugri hérna. Yfir sumartím-
ann eru þrjár rútur frá flugvellinum
hingað niður til Keflavíkur en bara
fyrir hádegi þess utan er ekkert í boði. Það getur því verið
dýrara fyrir ferðamennina að fara til Keflavíkur en til Reykja-
víkur. Það er dýrara að taka leigubíl hingað niðureftir en að
taka rútuna til Reykjavíkur. Mér finnst það skrýtið að rútan
skuli ekki geta haft eitt stopp hérna í Reykjanesbæ.
Ferðamenn segja Reykjanesbæ karakterlausan
Hvernig finnst þér ferðamenn upplifa Reykjanesbæ? „Þeir
hafa alveg látið hafa eftir sér að þetta sé karakterlaus bær,
ekki það að ég sé sammála því en það virðist vanta eitthvað
sem trekkir fólk að. Það litla sem við höfum ættum við líka
að hafa opið, Skessuhellir lokar t.d. klukkan 5 og það er
Securitas sem lokar þessu en þeir geta alveg eins lokað þessu
klukkan 10. Það ætti ekki að skipta þá máli. Orkuverið Jörð