Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.2011, Side 11

Víkurfréttir - 15.09.2011, Side 11
11VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 15. sepTeMber 2011 HEIMILISTÆKI • FLÍSAR •PARKET • LJÓS • VERKFÆRI • FATNAÐUR • BLÓM • GJAFAVARA • BÚSÁHÖLD •MÁLNING • BLÖNDUNARTÆKI OG MARGT FLEIRA! ÚTSALA ÁRSINS! HEFST FIMMTUDAGINN 15. SEPTEMBER ALLTAF NÓG AÐ GERA Í KAFFINU OG NÚ VANTAR OKKUR LIÐSMENN ATVINNA AÐ BRENNA KAFFI ER LIST LAUS ERU STÖRF AÐSTOÐARBRENNSLUMEISTARA KAFFITÁRS LAGER OG ÚTKEYRSLA     Upplýsingar veitir Björn Kjartansson í síma 696 0737 eða á björn@katar.is   Umsóknarfrestur er til 26. september 2011 Katár Stapabraut 7, 260 Reykjanesbær, sími 4202700 Upplýsingar veitir framleiðslustjóri Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir í síma 664-8851 eða á kristbjörg@katar.is ATVINNA Íslandsbleikja  Grindavík   Íslandsbleikja Grindavík  óskar eftir starfsfólki.  Um er að ræða framtíðarstörf.   Upplýsingar gefur Bergþóra í síma 696-8781 Ágóði af aukasýningu Með blik í auga, sem haldin var í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú sl. föstudagskvöld, verður afhent- ur við guðsþjónustu í Keflavík- urkirkju nk. sunnudag kl. 11:00. Mun ágóðinn renna í Velferð- arsjóð Suðurnesja. Sungin verða lög úr sýningunni við athöfnina. Dagurinn er helgaður kærleiksþjónustu við kirkjur lands- ins. Messuþjónar lesa texta og sjálf- boðaliðar bera fram súpu að messu lokinni gegn vægu gjaldi, en ágóð- inn rennur í barnastarf kirkjunnar. Afhenda ágóða af hátíðar tónleikum í Velferðarsjóð Mikill og almennur áhugi virðist vera á fuglaskoðun. Reykjanes er eitt vinsælasta svæðið á landinu fyrir fuglaáhugafólk. Þess vegna hefur verið ákveðið að stofna Félag fuglaskoðara á Suður- nesjum. Ætlunin er að halda reglulega fundi að vetrarlagi og fá sérfræðinga til að segja frá fuglum og ýmsu tengdu þeim. Náttúru- fræðistofnun Íslands hefur fallist á að senda reglulega til félagsins sérfræðinga sína til skrafs og ráðagerðar. Þá er í bígerð að koma upp fuglaskoðunarhúsum á „heitum“ stöðum fyrir fuglalíf, heyra af ljósmyndun fugla, taka þátt í árlegum fuglatalningardegi. Þá verða skipulagðar fuglaskoðunarferðir um svæðið þannig að almenningur geti lært að þekkja fugla á þeim fjölmörgu stöðum á Suðurnesjum þar sem sjá má fjölbreytt fuglalíf. Stofnfundur félagsins verður í húsakynnum Keilis á Ásbrú fimmtudag- inn 15. september nk. kl. 20. Áhugafólk um fugla er hvatt til að mæta. Gestur fundarins verður dr. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúru- fræðistofnunar Íslands. Upplýsingar og ábendingar má senda á hjalm- ar@keilir.net Félag um fuglaskoðun á Suðurnesjum Nýtt starfsár Karlakórs Keflavíkur hefst með æfingu mánudaginn 19. sept.n.k. Þannig hef- ur það verið síðustu næstum 60 árin og segir sína sögu um þennan félagskap sem stöðugt gengur í endurnýjun lífdaga. Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson og er þetta 7unda starfsár hans. Í vetur verður ráðist í ýmis verkefni, en eitt það fyrsta verður undirbúningur aðventutónleika í desember og svo meginverkefnið sem eru æfingar fyrir vor- tónleika. Fjölmörg önnur verkefni eru á dagskrá kórsins á hverjum vetri og líkur vetrarstarfinu yfirleitt með vorferð þar sem kórfélagar fara ásamt mökum sín- um í helgarferð út á land og þá er blandað saman tónleikahaldi og annarri skemmtun. Sú hefð hefur skapast síðustu árin að bjóða nýliða velkomna í kórinn með því að bjóða þeim til veislu þar sem boðið er upp á mat og drykk, ómældan söng og aðra skemmtun. Þeir sem mætt hafa í þetta hóf hafa mar gir hverjir orðið innmúraðir kórfélagar í kjölfarið. Nú er verið að undirbúa hófið. Sért þú sem ert að lesa karlkyns, hafir gaman af að syngja og hafir áhuga á að starfa í skemmtilegum félagsskap, þá átt þú heima hjá okkur. Vertu ófeiminn að hafa samband við Guðjón í síma 6903079 eða Pál í síma 6996869. Vetrarstarf Karlakórsins að hefjast ›› Söngur og gleði:

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.