Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.2011, Síða 15

Víkurfréttir - 15.09.2011, Síða 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 15. sepTeMber 2011 Grindvíkingar tóku á móti Stjörnunni í Pe p s i - d e i l d k a r l a í k n a t t s p y r n u á heimavelli sínum o g n á ð u í s t i g þ e g a r M a g n ú s B j ö r g v i n s s o n j a f n a ð i m e t i n í b l á l o k i n e n lokatölur urðu 2-2. Jóhann L axda l skoraði á 6. mínútu og kom gestunum y f i r e n S c o t t R am s ay j a f n a ð i m e ð g l æ s i l e g u marki strax á 13. mínútu eftir góðan u n d i r b ú n i n g Ó l a Baldurs Bjarnasonar. Rétt fyrir hálfleik var svo dæmt víti á Grindvíkinga þegar boltinn virtist fara í hendina á Scott Ramsay en Halldór Orri Björnsson skoraði af öryggi úr spyrnunni. Rétt fyrir leikslok jafnaði svo Magnús Björgvinsson þegar hann laumaði boltanum framhjá Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar eftir að hafa fengið góða stungusendingu úr vörn Grindvíkinga. Grindvíkingar voru svekktir í leikslok enda léku þeir afar vel í leiknum. „Mér fannst við vera mun betri í fyrri hálfleik og í raun var þetta einn af betri leikjum okkar í sumar. Við lögðum upp með að taka öll stigin úr þessum leik. Þegar við náðum að jafna var það viss léttir en við vorum óánægðir að fá ekki meira út úr þessum leik því við lékum það vel,“ sagði Óli Baldur eftir leikinn. Grind-víkingar eiga e r f i ð a l e i k i f ramundan þar sem þeir leika gegn þ r e m u r efstu liðum dei ldar innar og gegn Frömurum sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. „Mér líst vel á þetta, við höfum ekki tapað í 6 leikjum í röð, þó svo að sigrarnir hafi örlítið staðið á sér og jafnteflin orðin mörg. Við munum leggja allt í sölurnar í næstu leikjum og klára mótið með sæmd. Það væri svo óskandi að við færum taplausir í gegnum seinni hluta mótsins,“ segir Óli léttur í bragði. Þegar Óli er spurður um hans persónulega gengi í sumar þá er hann nokkuð sáttur við seinni hluta móts því hann lék ekki mikið framan af sumri. „Ég kem í raun inn í þetta á fullu eftir hálfnað mót og var ekki búinn að vera að fá þau tækifæri sem mér fannst ég eiga skilið.“ Í síðasta félagsskiptaglugga hugsaði Óli Baldur sér til hreyfings ef ekki yrði breyting á. „Ég ræddi við stjórnina og tjáði þeim það að ég væri á þeim aldri að ég þyrfti að fá að spila og ég er í hörku formi. Stjórnin studdi mig og ég fékk loks að byrja inná og ákvað að leggja mig allan fram, eftir það hef ég verið í liðinu og nú mega mörkin bara fara að detta hjá mér. Ég þarf að vera aðeins yfirvegaðri í kringum mark andstæðinganna,“ sagði Óli Baldur Bjarnason kantmaður Grindvíkinga. Keflavík vann mikilvægan ú t i s i g u r á Va l , 1 : 0 , á Valsvel l inum í Pepsi-dei ld karla í knattspyrnu, en sigurinn lyftir Keflavík aðeins upp úr botnbaráttunni en þeir sitja nú í 7. sæti og eiga leik til góða í þokkabót. Það var Ísak Örn Þórðarson sem skoraði eina mark leiksins á 11. mínútu en Keflvíkingar áttu reyndar möguleika á því að komast tveimur mörkum yfir á 20. mínútu en Haraldur Björnsson varði þá fremur slaka vítaspyrnu Guðmundar Steinarssonar. „Það er frábært að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeild og skora,“ segir Ísak Örn Þórðarson sem var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild. „Ég bjóst nú aldrei við því að vera í byrjunarliðinu í mínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni en mér gekk afar vel í æfingarleik gegn Stjörnunni í landsleikjahléinu og það er kannski ástæðan fyrir því að ég fékk tækifæri gegn Val,“ en Ísak skoraði 4 mörk í umræddum leik sem endaði 7-5 fyrir Keflavíkingum. Ísak segir samkeppnina vera mikla í liðinu og að þetta sé stór og góður hópur af leikmönnum. Ísak hefur verið að jafna sig af meiðslum undanfarið en áður hafði hann verið í láni hjá 1. deildarliði Hauka. „Ég skaddaði liðbönd í ökkla og liðþófa með Haukum og var frá keppni í u.þ.b. mánuð. Það kom mér því töluvert á óvart að fá sénsinn gegn Valsmönnum en ég er allur að koma til eftir meiðslin. Ég vonast svo að sjálfsögðu til þess að vera áfram í liðinu í næsta leik,“ segir Ísak að lokum en Keflvíkingar eiga leik gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld. vf.is Tekst Njarðvík að komast upp um deild? Íslandsmótið 2. deild, síðasti leikur sumarsins Njarðtaksvöllurinn, laugardaginn 17. sept. kl. 14:00 Allir á völlinn! „Frábært að skora í fyrsta leik“

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.