Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 7

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 7
EFNISYFIRLIT 8. TBL. 3. ÁRG. DESEMBER 1987 9 INNLENT •Sigrún Stefánsdóttir sjónvarpsfréttamaöur í forsíöuviötali. • Yu Chong Hua blakþjálfari í Neskaup- stað. • Tryggvi Emilsson rithöfundur 85 ára. 23 ERLENT •Stjórnmálin í Finnlandi. • Barnabarsmíöar í Svíþjóö. • Dagur í lífi Derricks; ÞJÓÐLÍF fylgist með upptökum. 33 LISTIR •Uppfærsla Þjóöleikhússins á „Vesalingunum" og Leikfélags Reykjavíkur á „Síldinni". • Lúkar eftir Guðmund Steinsson í Belgíu. • Sögur eftir unga listakonu. Frá ritstjóm ÞVÍ ER STUNDUM haldið fram að fjölmiðl- arnir endurspegli ástand þjóðlífsins í land- inu. Taumlítið kaupæði og verslunarhyggja birtist okkur á margslunginn hátt í innihaldi miðlanna og allri framsetningu. Stéttamis- rétti og kynjamismunun verður að viðtekinni venju í látlausu flæði afþreyingar, skemmti- efnis og snöggsoðinna upplýsinga - þetta kallast að þjóna fólkinu, bera því þann boð- skap sem það sjálft vill fá. Því má þó ekki gleyma að sjálft þjóðlífið dunar á allan máta eftir forskrift fjölmiðl- anna. Fáar valdastofnanir eru áhrifaríkari og það er ekki á valdi neinna annarra en fjöl- miðlamanna sjálfra að stjórna efni sinna miðla, brjótast inn á nýjar og málefnalegri brautir og benda hvarvetna á það sem miður fer. Með mikilli ánægju birtir ÞJÓÐLÍF nú forsíðuviðtal við einhvem reyndasta sjón- varpsmann landsins, Sigrúnu Stefánsdóttur fyrrverandi fréttamann. Sigrún er nýbakað- ur doktor í fjölmiðlafræði frá bandarískum háskóla og það er eftirtektarverð sú gagnrýni sem Sigrún beinir að þróun íslensku fjöl- miðlanna og þeirri vaxandi sölumennsku sem einkennir hana. Sigrún birtir okkur líka glænýjar niðurstöður rannsóknar sem hún hefur gert á stöðu kvenna í íslenskum sjón- varpsfréttum frá upphafi. Þar kemur glöggt fram hve misrétti kynjanna endurspeglast berlega í fréttaviðtölum sjónvarpsins. Sigrún ræðir þessi mál á einlægan og málefnalegan máta. ÞJÓÐLÍF er blað í hröðum vexti og okkur er það líka ánægjuefni að greina frá nýjum starfsmanni á ritstjóm blaðsins. Um þessar mundir er Óskar Guðmundsson, blaða- maður, að hefja störf sem ritstjóri ÞJÓÐLÍFS. Óskar er gamalreyndur í faginu og hefur m.a. verið þingfréttaritari Þjóðvilj- ans og unnið á Flelgarpóstinum. Við bjóðum Óskar velkominn til starfa og væntum góðs af honum í framtíðinni. 43BÖRN •Bergþóra Gísladóttir fræðslustjóri skrifar um uppeldi á íslandi. 44 ATVINNULÍF •Fátt er svo með öllu illt... Kreppan og Bretar. 47 ÍÞRÓTTIR •Rætt við Ingibjörgu Amardóttur, 15 ára sunddrottningu. 50 VÍSINDI •Líftæknin og möguleikar hennar í læknavísindum. Lyfið tPA og blóðtappi. 55 FERÐALÖG •ÞJÓÐLÍF bregður sér til verslunarborgarinnar Glasgow. 58 FÓLK •Sagt frá nýstárlegu kúluhúsi nýreistu á ísafirði. • Á skíðum í Saharaeyðimörkinni. 60 BÍLAR •Ásgeir Sigurgestsson reynsluekur Opel Omega. 62 KROSSGÁTAN BÓKAKYNNING •Síðari hluti veglegrar bókakynningar ÞJÓÐLÍFS. Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752, 121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn Félagsút- gáfunnar: Svanur Kristjánsson (formaður), Bjöm Jónasson (varaformaður), Ásgeir Sigurgestsson, Jóhann Antonsson, Pétur Reimarsson. Varamenn: Ámi Sigurjónsson, Brynjar Guðmundsson. Framkvæmda- Stjóri: Snorri Styrkársson. Ritstjórar Þjóðlífs: Auður Styrkársdóttir, Óskar Guðmundsson. Ritstjórnar- fulltrúi: Ómar Friðriksson. Erlendir fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason(Múnchen)Ásgeir Friðgeirs- son (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Kristófer Már Kristinsson (Brússell), Ragnar Baldursson (Tokyo). Innlendir fréttaritarar: Jóhannes Siguijónsson (Húsavík), Páll Ásgeirsson (ísafjörð- ur), Smári Geirsson (Neskaupstaður), Sveinn Helgason (Selfoss). Útbreiðsiu- og auglýsingastjóri: Guðlaug B. Guðjónsdóttir. Starfsmenn auglýsingadeildar: Bergþóra Ámadóttir, Freyr Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Birgitta Jónsdóttir. Skeyting: Prentlist. Prentun og bókband: Fijáls fjölmiðlun. Áskriftarsími: 91-621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.