Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.01.2009, Side 23

Víkurfréttir - 22.01.2009, Side 23
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 22. JANÚAR 2009 23STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Mik ið um dýrð ir í 50 ára af mæli Stang veiði fé lags Kefla vík ur Nýr erlendur leikmaður körfuknattleiksliðs Njarðvíkur, Kevin Jolley, sem kom til landsins sl. laugardag er farinn aftur til Portúgals, en þar lék hann síðast. Ekki fékkst leikheimild fyrir kraftframherjann sem átti að styrkja lið UMFN. Sigurður H. Ólafsson, formaður Körfuknattleiksdeildar UMFN segir í viðtali við karfan.is að þolinmæði þeirra væri á þrotum og væri leikmaðurinn á heimleið. Hann hefði ekki fengið sig lausan frá liði sínu í Portúgal þar sem hann þurfti að kaupa upp samninginn sem hann var með við liðið. Sigurður sagði að það hefði verið tekin áhætta í þessum málum, að keyra þetta í gegn með hraði en það hefði síðan ekki gengið. Njarðvík myndi þó ekki bera neinn kostnað af þessu brölti. Sigurður sagði óvíst hvort reynt yrði að fá annan leikmann en liðið væri mannfátt og því væri aldrei að vita hvað gerðist, ef eitthvað dytti inn á borðið á góðum kjörum. Keflavík ætlar ekki að fá Kana Vf.is greindi frá áhuga Keflvíkinga á að styrkja lið sitt með tilvitnun í v iðta l v ið stjórnarmann í körfu knattleiksdeildinni. Það vakti nokkra athygli en þar sagði hann að það væri þeirra mat að ekki væri nóg að bæta við tveimur leikmönnum til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og vonast væri til að stúlkurnar myndu standa sig í titilvörninni. Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðsins segir í viðtali við karfan.is að þeir væru ánægðir með hópinn sem þeir hefðu og það væri ekki áhugi á að bæta við leikmanni. Þeir sem sáu Keflvíkinga tapa fyrir KR í Keflavík sl. föstudag telja að ekki þurfi að fá nema einn sterkan leikmann til liðsins til að eiga góða möguleika á titilvörn. En samkvæmt ummælum Sigurðar er ljóst að málið virðist komið á ís þó svo margir áhangendur liðsins myndu vilja sjá styrkingu þar sem bekkurinn hjá liðinu er ekki að skila miklu um þessar mundir. Það sást best í síðustu tveimur leikjum, síðast á móti ÍR en þar skoruðu bekkjarbræður ekkert stig. Keflvíkingar unnu góðan sigur á ÍR í Seljaskóla sl. sunnudag 81-96. Þröstur Jóhannsson og Hörður Axel Vilhjálmsson skoruðu 21 stig hvor, Jón Norðdal var með 20 stig og 12 fráköst. Sigurður Þorsteinsson var með 19 stig og 17 fráköst og Gunnar Einarsson 15 stig. Sem sagt, fimm leikmenn með öll stig Keflavíkur. Bekkurinn með núll stig. Njarðvík og Grindavík unnu Njarðvíkingar unnu Stjörnumenn Teits Örlygssonar í Njarðvík sl. sunnudagskvöld nokkuð örugglega 90-76 í Iceland Express deildinni í körfubolta. Logi Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir heimamenn. Magnús Gunnarsson skoraði mikilvægar körfur í leiknum, alls 18 stig og Friðrik Stefánsson (17 stig), sá þriðji í aðal tríói UMFN, voru að venju burðarásar liðsins. Þrátt fyrir kraftmikla byrjun Stjörnumanna dugði það skammt gegn heimamönnum. Grindvíkingar unnu sannfærandi sigur á heimamönnum á Sauðárkróki 68-94 og lék Nick Bradford sinn fyrsta leik með UMFG. Hann hóf leikinn fyrir þá gulklæddu og skilaði góðu framlagi í leiknum og 13 stigum. Páll Axel Vilbergsson skoraði mest hjá UMFG eða 19 stig. Veitingarekstur í golfskála Golfklúbbs Suðurnesja er til leigu. Áhugasamir sendi inn nafn og nauðsynlegar upplýsingar á netfangið gs@gs.is Veitingarekstur í golfskálanum í Leiru Njarðvíkurstúlkur í 1. deild Íslandsmótsins í körfubolta hafa farið á kostum í deildinni í vetur og sigruðu sl. laugardag lið Þórs frá Akureyri með 100 stigum gegn 71. Þetta er félagsmet hjá UMFN í kvennaflokki. Aldrei áður hefur kvennalið í meistaraflokki skorað 100 stig í leik. Njarðvíkurstúlkur fóru hamförum í upphafi leiks með þristasýningu og góðum leik og leiddu 30-12 eftir fyrsta leikhluta. Munurinn jókst áfram og staðan í hálfleik var 64-36. Í þriðja leikhluta var Dagmar Traustadóttir í miklu stuði og skoraði 14 stig og stal mörgum boltum og breyttist staðan í 90- 50. Norðanstúlkur náðu að laga stöðuna örlítið í lokaumferðinni en lokatölur urðu 100-71. Dagmar skoraði mest 21, Heiða B. Valdimarsdóttir 18, Jóhanna Áslaugsdóttir 12, Sigrún B.Valdimarsdóttir 11 og Ína María Einarsdóttir 9. Njarðvík er í 3. sæti í 1. deildinni með 24 stig. Snæfell er efst með 32 stig og Haukar B eru í 2. sæti með 28 stig. Þessi þrjú lið eru í sérflokki. Njarðvíkurkani kom og fór – hvað gera Keflvíkingar? „Við unnum þær síðast með einhverjum fjörutíu stigum og vorum smá stund að komast í gang. Þrátt fyrir það var þetta mjög sannfærandi sigur hjá okkur,“ sagði Birna Valgarðsdóttir eftir enn einn stórleikinn í öruggum Keflavíkursigri á Hamri í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í Toyota-höllinni í Keflavík á miðvikudagskvöld í sl. viku. Lokatölur urðu 95-79. Birna skoraði 31 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir stóð henni ekki langt að baki og skoraði 27 stig. Keflavíkurliðið hefur verið mjög sannfærandi í undanförnum leikjum og firnasterkt. Fáir veikleikar en í síðustu tveimur leikjum hefur Svava Ósk Stefánsdóttir ekki leikið sökum meiðsla. Bryndís Guðmundsdóttir hefur komið sterk inn eftir hlé og hún skoraði 15 stig, Ingibjörg fyrirliði Vilbergsdóttir var með tíu stig. Birna var í skýjunum með sigurinn og frammistöðu liðsins. - Þú hlýtur að vera sátt þó svo þið hafið verið lengi í gang, ef svo má segja? „Já, það kom okkur líka aðeins á óvart að Julia (Demirer) var með Hamri aftur og það var ljóst að þær ætluðu ekki að láta okkur rúlla yfir sig aftur. En þegar við höfðum aðeins náð áttum, áttu þær ekki möguleika. Við erum í stuði og höfum verið að leika vel í undanförnum leikjum. Við erum með mjög sterkt byrjunarlið og líka góðan bekk. Það getur hver sem er komið inn á.“ - Ertu sátt við að hafa fengið Val í Subway-bikarnum? „Já, það er bara fínt. Við stefnum á sigur í þeirri keppni eins og öðrum“. Grindavíkurstúlkur töpuðu á útivelli fyrir Haukastúlkum 83-68. Þrír leikir voru í deildinni í gærkvöldi. Grindavík fékk Snæfell í heimsókn og Keflavík lék gegn Valsstúlkum. Sjá nánar á vf.is. Njarðvíkurstúlkur skoruðu 100 stig Keflavíkurstúlkur í stuði Nick Bradford lék síðast hér á landi með Keflavík en er nú með UMFG. Sigurður Þorsteinsson lék vel gegn KR. Birna hefur leikið frábærlega með Keflavík í vetur.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.