Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.04.2009, Page 20

Víkurfréttir - 22.04.2009, Page 20
20 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR bilaleiga_atvinnuaugl_vf0409_122x120.pdf 17.4.2009 16:18:42 Virkjun og Upplýsingamiðstöð Reykjaness hafa sett saman dag- skrá með 10 vikulegum gönguferðum með leiðsögn sem hófust mánudaginn 20. apríl. Göngurnar eru öllum opnar. Gengið verður á mánudögum kl. 13:00 og eru gönguferðirnar mismun- andi erfiðar og sérstaklega merktar eftir erfiðleikastigi. Notaðir verða eigin bílar í þær ferðir þar sem því verður við komið, en í nokkrum ferðum mun rúta sækja göngufólk og keyra þau í bílana aftur og til að mæta þeim kostnaði munu þær ferðir kosta kr. 500 og er vel merkt í göngudagskránni hvaða ferðir er um að ræða. Dagskráin er birt í heild sinni á vef Víkurfrétta og gönguferð hvers mánudags verður svo birt vikulega í blaðinu. Með göngukveðju og von um góða þátttöku Rannveig L. Garðarsdóttir, leiðsögumaður Erfiðleikastig: * Stutt ganga, ekki mikið upp í móti ** Lengri ganga, ekki mikið upp í móti *** Fjallganga, lengri ganga og upp í móti 27. apríl ** Stapagatan Gengið frá Innri Njarðvík með ströndinni upp á Grímshól, hæsta punkt á Stapanum. Þaðan verður gengið að gömlum tóftum sem nefnast Hólmabúðir sem standa undir Stapanum og gengið þaðan inn í Voga. Mæting á eigin bílum við bílastæðið við tjarnirnar á Fitjum kl. 13:00 gengið inn í Voga, þaðan verður hópnum ekið í rútu til baka í bílana. Fargjald kr 500. Auðveld ganga og lítil hækkun. Gangan tekur 2-3 klst. Hér fer eftir vindátt hvort gengið verður frá Vogum eða Innri Njarðvík Skór: Strigaskór (eða gönguskór) Virkir göngugarpar Gönguferðir á vegum Virkjunar og Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness Sumarið 2009 Sumarönninn 2009 er hafin hjá Bryn Ballett Akademí- unni hjá öll um hóp um. Enn eru einhver laus pláss í sumum aldurshópum fyrir þá sem hafa áhuga. Nýr dans- tími fyrir byrjendur 16 ára og eldri í ballett og jazz, hefst föstudaginn 8. maí, kl. 18:00- 19:30. Vetrarönninni lauk fyrir páska og stóðu nemendur sig frábær- lega vel á foreldrasýningunum þar sem öllum var boðið að koma í áhorf í enda annar- innar. Nemendur sýndu auk- inn styrkleika, fjölbreytni og skemmtilega tjáningargleði á sínu listformi. Til gamans má geta að Bryn Ballett Akademían er nýkomin á facebook.com. SUMARBALLETT hjá Bryn Ballett akademíunni ÚTKALLSSÍMI VÍKURFRÉTTA LJÓSMYNDARI OG KVIKMYNDATÖKUMAÐUR Á BAKVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN EF ÞÚ VERÐUR VITNI AÐ FRÉTT!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.