Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.04.2009, Side 27

Víkurfréttir - 22.04.2009, Side 27
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN 22. APRÍL 2009 27STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Töluvert hefur verið um það undanfarið að foreldrar hafi verið að hringja vegna ung- menna sinna s e m h a f a mælst jákvæð og/eða ver ið í ann ar legu ástandi vegna neyslu áfengis og fíkniefna. Hvað er til ráða, hvað eigum við að gera? Flestir vilja fá einhverja skyndi- lausn en hún er því miður ekki til, láta þar staðar numið. SKÖMM og STOLT gerir það að verkum að fólk fer ekki lengra, ætlar að gera þetta við eldhúsborðið heima á bak við luktar dyr. ENDALAUS FELULEIKUR. Það er ekki lausn heldur gerir bara enn meiri skaða. Það gerist ekkert gott ef fjölskyldumeðlimur, faðir, móðir ætlar að reyna að hjálpa til, þó við vitum að hann meini allt gott með því, það bara gengur ekki. Slæm samviska gerir það að verkum að það reynist erfitt fyrir ein- hvern nákominn að komast þar inn fyrir. Það er ekkert mál að ánetjast eins og ástandið í þjóðfélaginu er í dag en það er fjandi erfitt að koma sér út úr þessu aftur og getur oft tekið mörg ár ef það þá tekst á annað borð. Ekki gera ekki neitt, ekki bíða með að gera eitthvað því það hefur áhrif á allt og alla, sundrar heilu fjölskyldunum því miður, við fáum ekkert að gert. Það getur líka sameinað ef eitthvað er gert strax og gert rétt. Einnig hafa nokkur hringt sjálf og beðið um að hjálpa sér að komast í einhverja með- ferð. Efnin sem þau eru að nota er nánast allt sem þau kom- ast yfir til að komast í breytt ástand. T.D. GAS, BENSÍN, LÍM, LAKK, ÁFENGI, FÍKNI- EFNI, SPRAUTUR, HESTA- LYF AUK SVO KALL AÐS LÆKNADÓPS. Við skulum vona að nýju ríkis- stjórnarflokkarnir endurskoði sína forvarnarstefnu sem snýr að áfengi og fíkniefnum, því hún er nánast ENGIN. Eins og VF hefur skýrt frá mjög reglulega, þá hefur lög- reglan þurft að hafa þó nokkur afskipti af ungu fólki á aldr- inum 15-17 ára í annarlegu ástandi og jafnvel á akandi um götur bæjarins og spá ekkert í afleiðingar þess. Þegar neysla er hins vegar í gangi skiptir ekkert annað máli, algjört siðleysi. Skaða mann og annan, eyðileggja og misnota. HVAÐ MEÐ ÞAÐ, bara gaman, eða þau halda það, þangað til áhrifin dvína og eða morguninn eftir. Oh my god hvað hef ég gert. Svo líður það hjá og neyslan hefst aftur og aftur ef ekkert er að gert, enn meiri kvöl fyrir sig og aðstandendur sína. Lundur nýtur góðrar sam- vinnu við lögreglu, Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja, félags og fræðslusvið Reykjanesbæjar, foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ, Samtakahópinn, Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum og fleiri góðra aðila. Kveðja, Erlingur Jónsson Sími: 772-5463 og 864-5452 lundur@mitt.is www.lundur.net „Sýnum drenglyndi og verum einlægar í vináttu“ Þessi orð eru ein af hvatningarorðum soroptimista og Jóhanna lifði sannarlega með þau að leiðarljósi. Hún var sannur vinur og mannasættir. Hún leysti mál sem upp komu á sinn hæver- ska og hljóðláta hátt og alltaf var stutt í grínið. Jóhanna vildi gera þeim gott sem stóðu á einhvern hátt höllum fæti. Hún var reiðubúin til hjálpar og þjónustu. Henni var líka ofarlega í huga að bæta stöðu kvenna bæði hér heima og erlendis og hafði mikinn áhuga á starfi soroptimista í öðrum löndum. Jóhanna var ein af stofnfélögum Soroptimistaklúbbs Keflavíkur og gegndi mörgum trúnaðarstörfum í klúbbnum m.a. embætti formanns. Hún var ein af þeim sem leiddi klúbbsystur fyrstu skrefin fyrir tæpum þrjátíu og fjórum árum. Hún var ósérhlífin og hvatti aðra til dáða á jákvæðan hátt. Jóhanna gegndi æðsta embætti soroptimista á Íslandi þegar hún var forseti íslenska sambandsins árin 1982-1984. Hún var þá eins og ávallt verðugur fulltrúi okkar allra. Jóhanna var mikil félagsvera og var mjög virk í félagslegu starfi í Keflavík þar sem hún bjó mestan hluta ævi sinnar. Hún lagði þó alltaf mikla áherslu á að hún væri „að norðan“ en hún ólst upp á Akureyri. Hún var sannur Soroptimisti. Klúbbsystur geyma minningu um elskulega bjartsýnissystur. Þín er ljúft að mega minnast mikið gott var þér að kynnast og gaman að fá að finnast og festa vináttunnar bönd. Höf.GJ Kveðja frá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur, Guðrún Jónsdóttir Hvert sem ég fer og hvar sem ég verð þá þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Þessi orð eru mér efst í huga þega ég hugsa til ömmu Gillu, þau eiga svo vel við hana. Ég þurfti fólk eins og hana fyrir fólk eins og mig í líf mitt. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þau 32 ár sem ég átti með henni. Amma Gilla var sú besta hún var sú manneskja sem ég átti skjól hjá og eins hjá afa Bjarna, á þeirra heimili var ég ávallt velkomin. Það streyma yfir mig minningar endalausar minn- ingar, allt frá barnæsku til dagsins í dag, allt ljúfar og fallegar minningar enda var amma ljúf og falleg kona. Hún eignaðist 3 börn, 8 barnabörn og 4 barnabarnabörn og öll vorum við henni svo kær og hún spilaði mikilvægt hlutverk í lífi okkar allra. Ég á eftir að sakna ömmu mikið, ég var svo náin henni, ég hugga mig þó við það að hún er komin til himna og í fangið á afa Bjarna, hún var orðin þreytt og tilbúin að fara yfir móðuna miklu, hún var búin að eiga gott líf, með góðri fjölskyldu og vinum. Hún átti fjöldan allan af vinum enda stundaði hún hin ýmsu félagsstörf af fullum krafti og af miklum áhuga. Það var oft þétt setið í Hátúni 20, mikið af vinum og alltaf gaman, alltaf nóg til af kaffi og með því. Litla hjartargull og litla ömmugull eru orð sem ég geymi ávallt í hjarta mínu, því þetta voru orð ömmu þegar hún talaði til mín, frá því að ég var lítil og til dags- ins í dag. Ég og bróðir minn Gísli áttum margar ógleymanlegar stundir með ömmu, hún gerði allt fyrir okkur og ef eitthvað bjátaði á þá kom amma því í lag, það skipti ekki máli hvað amaði að, amma gat lagað það, annaðhvort í verki eða með hug- hreystandi orðum. Ég á henni svo margt að þakka. Ég á eftir að sakna brosins hennar, hún var alltaf brosandi og þegar ég var lítil þá sat ég í Hátúninu hjá ömmu og minningarnar þaðan eru ómetanlegar, afi spilaði á píanóið, ég að greiða ömmu og punta hana eða pússa silfrið hennar, ég held fast í þessar minningar. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að halda í hönd ömmu þegar hún sofnaði svefninum langa, það var friður og ró yfir ömmu á þeirri stund, sátt var hún og tilbúin að kveðja þennan heim. Ég á tvö börn sem sakna langömmu sinnar mikið, 5 ára sonur minn trúir því að amma Gilla sé komin til himna og sé orðinn engill, í hvítum kjól með vængi, ég trúi því líka, því engill var hún á jörðu. Ég kveð ömmu með sorg í hjarta en þakklát fyrir stundirnar sem ég átti með henni, ég bið guð almáttugan um að geyma hana,blessa og varðveita. Berglind Bjarnadóttir. Minning Jóhanna Geirlaug Pálsdóttir (Gilla) fædd 19. maí 1924 látin 3. apríl 2009. ***** HVAÐ ER AÐ SKE?

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.