Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.10.2009, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 22.10.2009, Blaðsíða 15
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 15VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 22. OKTÓBER 2009 Aníta Lóa Hauks dótt ir, ung ur dans ari úr Njarð vík, varð ásamt dans­ fé laga sín um, Pétri Fann ari Gunn ars syni, sig ur veg ari á International Champ ions hips í Lat in döns um í flokki barna 11 ára og yngi. Keppn in fór fram í Bretalndi í síð ustu viku. Þetta er stór kost leg ur ár ang ur í einni af stærtu keppn um sem hald in er fyr ir þenn an ald ur. Þau æfa með Dans deild HK í Kópa vogi. Með fylgj andi er mynd af þeim við verð launa af end ing una. Við tal við Anítu Lóu verð ur í Vík ur frétt um í næstu viku. Sigr aði í Lat in-dönS um í StærStu danSkeppni heimS Körfuboltatímabilið er hafið á fullu og hafa tvær umferðir verið leiknar í efstu deildum karla og kvenna þar sem nokkur Suðurnesjalið berjast. Njarðvík og Grindavík hafa unnið báða leiki sína en Keflavík er með einn sigurleik og eitt tap. Í kvennadeildinni blæs ekki byrlega fyrir Keflavík sem hefur spilað þrjá leiki og tapað þeim öllum. Njarðvík hefur spilað tvo leiki og tapað þeim báðum. Hins vegar hefur gengið betur hjá Grindavík sem er með einn sigur og eitt tap. Ef litið er á úrslit síðustu leikja verður leikur Grindvíkinga og Fjölnis í karladeildinni að teljast með þeim mest spennandi sem sést hefur lengi. Þegar aðeins hálf mínúta var eftir af leiktímanum náði Grindavík eins stigs forystu eftir að Þorleifur Ólafsson hafði sett niður þriggja stiga körfu. Á ótrúlegum lokasekúndum tókst Grindvíkingum svo að tryggja sér fimm stiga sigur, 90­85. Keflavík beið lægri hlut gegn Stjörnunni þegar liðin áttust við í Ásgarði, 82­73. Njarðvíkingar unnu yfirburðasigur á heimavelli gegn Tindastóli, sem aldrei átti möguleika. Úrslit urðu 108­81. Í kvennadeildinnni mættust Grindavík og Keflavík í síðustu viku. Grindavík hafði betur 67­54. Þá tapaði Keflavík gegn Val á þriðjudagskvöldið, 79­75. Njarðvíkurstúlkur léku á móti Snæfelli og töpuðu með 6 stiga mun, 69­63. Njarðvík og Grindavík með sigra í fyrstu umferðunum SPORT

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.