Heima og erlendis - 01.06.1946, Blaðsíða 6

Heima og erlendis - 01.06.1946, Blaðsíða 6
þetta er húsið, stm sendiráöið var i ÍÍKÍO—21. Voriö lí)21 flutti sendiráÖiÖ í hús [jaÖ í Ny Vestergade 21, er )>aö enn er í. Herbergja skipunin er lík hér og á hinum fyrri staÖ; þegar komiÖ er inn úr anddyrinu, kemur maÖur inn í afgreiÖsluna og til vinstri hand- ar inn af henni er svo móttökustofa núver- andi sendiherra, Jakobs Möllers, og var einnig fyrirrennara hans. Til hægri handar viÖ af- greiösluna heiir Jón Krahhe skrifstofu sína. Auk þessa eru hér 3 herbergi önnur og eld- hús. Húsakynni þessi sæma sendiráÓinu hetur í alla staÖi en hin fyrri, enda þótt eg gæti unnt því enn veglegri bústaÖar í náinni framtíÖ. Sendiráösskrifstofan liggur, aÖ heita má, í hjarta bæjarins, og umhverfiÖ fagurt að sumri til. Afast viö þaÖ til hægri handar liggur fundarhús Vísindafélagsins danska og hér komu oft meÖal annara prófessorarnir Finnur Jónsson og þorvaldur Thoroddsen, og á fundi félagsins í húsi þessu veiktist þorvaldur, var fluttur á Ríkissjúkrahúsiö og dó þar eftir fárra daga legu. þá heitir hér Dantes Plads, og viÖ þaÖ liggur Glyploteket, hiö fræga listasafn, er Carl Jacobsen, brugg- ari, byggÖi 1882, héðan til vinstri handar liggur Tivoli, hinn þekkti skemmtigarður bæjarins og til hægri handar er svo RáÖ- liúsiö, og þá erum viÖ á RáÖhústorginu — hjarta liæjarinns. Ollum mun bera saman um þaÖ, aö Is- lendingar hafi veriÖ sérstaklega heppnir í vali á manni í þessa stööu, fyrsta sendiherra Islands. Hann var þá ekki síður heppinn aÖ hafa hér á staðnum völ á úr- valsfólki á skrifstofuna. Jón Krahhe haföi veriö skrifstofu- stjóri Isl. skrifstofunnar síðan 1909, ogTryggvi Sveinhjörns- son og Rannveig þorvaröar- dóttir (nú frú Schmidt) höfÖu einnig veriÖ þar um ára bil, svo aÖ þaö var þaulvant fólk til þeirra starfa, sem sendi- herra fekk sér til aÖstoÓar. Jón Krabhe varÖ sendiráðs fulltrúi og hefir veriÖ þaÖ æ síðan. Tryggvi og Rannveig gegndu almennum ritara- og afgreiöslu störfum. Tryggvi Sveinlýörnsson er nú skip- aöur sendiráÖsritari. Frú Rannveig lét af starfa í sendiráÖ- inu 1924, giftist um líkt leyti og fór af landi burt. Eftir hana kom frk. SigríÓur Björnsdóttir, en var hér aöeins 4 ár, þá tók viÖ frændkona hennar, frk. Anna Stephen- sen, og hefir hún veriÖ á skrifstofunni í 16 ár samfleytt. Ariö 1924 var sendiherraembættiö lagt niður um stund; gegndi Jón Krahhe þá aóalstörfum SendiráÖs Islands þar til áriö 1926, aö Sveinn Björnsson var á ný skipaÖur sendiherra og gegndi nú þeim starfa til vorsins 1940, aö ríkisstjórn íslands kallaöi hann heim, og Jón Krahbe tók þá enn viÖ fulltrúa störfum til haustsins 1945, en þá var Jakob Möller skipaÖur sendiherra. Meö honum kom nýr sendiráðsritari til viól)ótar, sonur hans Baldur Möller, cand. jur. þaÖ er engum vafa undirorpið, aÖ stofnun sendiherraembættisins áriö 1920 varö Islandi hæði til gagns og heiðurs, og mikil heppni fyrir landiÖ aö eiga völ á slíkum manni sem núverandi forseta og hinni gestrisnu konu hans, enda tókst sendiherra fljótt aö afla sendiráðinu álits. Fyrstu árin mun sjaldan hafa veriÖ þörfi á auka-starfsfólki til hinna daglegu starfa á skrifstofunni, en síðan samgöngur hófust aftur milli Danmerkur og Islands, hafa störfin aukist, og vinna nú í sendiráÖinu 6 manns alls. Ekki hefir heyrts kvartað undan óþjálli framkomu starfsfólks skrifstofunnar; viróist mér gæta þar allrar prúömennsku í fram- komu viÖ þá, er erindi eiga þangaö. 2

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.