Heima og erlendis - 01.06.1946, Blaðsíða 12

Heima og erlendis - 01.06.1946, Blaðsíða 12
HAFNAR-ANNALL F élagsskapur íslendinga í Danmörku mun sjaldan hafa veriö borinn uppi af eídlegum áhuga og brennandi löngun til þess að vera helzt þar, sem Islendingar einir ráða húsum. Flestir þeirra, sem ílendast hér, þreyt- ast til lengdar á að sækja mót Islendinga, eða hverfa þaðan af öðrum ástæðum. þó eru undantekningar hér, eins og á öllum öðrum sviðum. þann liðuga aldarfjórðung, sem eg hefi dvalið hér, minnist eg oft að hafa séð sömu andlitin, fund eftir fund, en þau skifta ekki mörgum tugum. Annar flokkur manna kemur á flest helztu mót Islendinga, eins og á sínum tíma 1. des. og sumardaginn fyrsta eða önnur sérstök tækifæri, þjóðlegs efnis. En bezt sækja þeir fundi Islendinga hér, er nýlega eru komnir að heiman, þá girnir að „sýna sig og sjá aðra", og skulu þeir ávalt vera velkomnir. Og hver er þá félagsskapur Islendinga hér og hvert er markmið hans. Er fyrst að telja elzta félagið og það fjöl- mennasta: Islendingafélagið. Veit enginn með vissu, hve gamalt það er, en þeir sem bezt þykjast vita, telja það vera komið um sjötugt. Tilgangur félagsins er „að gefa ís- lendingum af öllum stéttum, sem i Kaup- mannahöfn dveljast, tækifæri til þess að koma saman þar sem íslenzk tunga sé töluð og íslenzkur andi ríki". þessu leitast félagið við að ná með fræðandi og skemmtandi efni á fundum sínum. AÖ þessu hefir þá líka verið keppt, oftast flytur einhver erindi á fundum þess, þá að- stoðar einhver með söng eða upplestri, en þar er ekki milli margra að velja, því sjald- an er leitað aðstoðar til annara en þess ísl. listafólks, sem hér er að staðaldri, og þó að það sé úrvals fólk á sínu sviði, væri þó oft æskilegt, að hafa fleira að velja um. En stjórn Islendingafélagsins hefir verið svo ein- sýn á þessu sviði, að hún hefir sjaldan viljað leita til danskra listamanna, og tel eg það miður farið. Flestir fundir enda á dansi, og hefir mér ávallt fundist svo, að sá liður dagskrár hefði mestan áhuga fólks; oft er í byrjun fundar aðeins 40—60 manns, en geta orðið 100 — 150 áður en fundi lýkur. Að vísu loðir óstundvísi mjög við Islendinga hér, hverju sem það er að kenna, og getur það átt sinn þátt í því, að menn koma oft ekki á fundina, fyrr en eftir „dúk og disk". Félagið heldur 6—8 mót á ári og oftast er farin skógarför einhvern tíma sumarsins; þá kemur líka fyrir, að félagið efni til kaffi- drykkju, er einhvers sérstaks er að minnast meðal Isl. hér, eins og þegar hið mikla skarð varð í hópinn i fyrra, er loksins rofaði í lofti eftir 5 ára skálmöld, eða ef góða gesti ber að garði heiman af ísl., og verður ekki annað sagt, en að slíkar samkomur séu vel sóttar, eru þar oft 150—200 manns og stund- um þar yfir; félagatalan er uppi við 500. Stjórn félagsins skipa 5 menn og er Agn- ar Tryggvason, framkvæmdarstjóri, formaður þess. Martin Bartels, bankafulltrúi, hefir verið í stjórn félagsins um 20 ár, og mestan þann tíma form. þess, en sagði sig úr stjórn þess síðastliðið haust. Skal í næsta blaði vikið að þeim öðrum félögum, er hér finnast meðal íslendinga. otefán G. Stefánsson, er lengi var aðstoðar- maður og siðar fulltrúi í fjármálaráóuneyt- inu danska, en seinustu 15—20 árin hefir verið amtmannsfulltrúi í Varde á Jótlandi, lét af þeim starfa síöastl. ár, fluttist til Hafn- ar, en býr nú í Holte á Sjálandi. Varð hann sjötugur 13. apríl, en ekki þjáir ellin hann meira en það, að hann brá sér á reiðhjóli sínu til Hafnar alla leið frá Varde. IVlargir íslendingar hafa verið hér á ferð heiman af Islandi, síðan samgöngur hófust að nýju; fæst af þessu fólki mun þó ílengj- ast hér, flest af þvi fer áfram til Svíþjóðar, aðrir dvelja bér stuttan tíma, en hverfa svo heim til Isl. aftur. Við háskólann danska dvelja nú aðeins 8— 10 ísl. stúdentar. Mun langt vera síðan, að svo fáir ísl. hafi verið við þá menntastofnun. Allar greinar i blaðinu að þessu sinni eru skrifaðar af þorf. Kr., þó ekki sé nafn hans undir þeim, nema einni. Næsta tbl. HEIMA OG ERLENDIS kemur út í ágústm.; koma alls 6 tbl. á ári. Prentab hjá S. L. Maller, Raupmannah&fn.

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.