Heima og erlendis - 01.06.1946, Blaðsíða 11
stétt og bókaiðnaÖ á íslandi yfirleitt. Svo
má heita, aö ísl. prentarar liafi átt hér vísan
samastaÖ meÖ vinnu, er þeir vildu fara
utan. PrentsmiÖjan hafÖi um langt skeiÖ
næga vinnu handa ísl. prenturum, og þótt
hún hefÖi færum dönskum setjurum á aÖ
skipa, er settu ágætlega íslenzku, mun hún
þó aÖ jafnaði heldur liafa kosið Islending.
þetta var ísl. prenturum hagur; þeir fóru oft
aö heiman í þessari von, en heföu oft ella
oröið að vera kyrrir heima. Hér kynntust þeir
svo máli og högum öll-
um og gátu því betur síð-
ar leitað á aðra bithaga,
heföu þeir löngun til.
Oft unnu Jiér áÖur í
prentsmiójunni 2—4 ísl.
prentarar í senn, en síö-
an 1925 þó aÖeins einn,
enda er nú orðið lítiÖ um
prentun ísl. Ijóka liér og
svo er líka farið aö setja
þær í vélum. Flestir ísl.
prentarar, sem hér hafa
unnið, hurfu aftur til Is-
lands og fluttu ýmislegt það með sér heim,
er kom að haldi fyrir þá, er hvergi höfðu
fariö. Fjórir þeirra, er hér hafa dvaliö, hafa
gerst forstöóumenn stærstu prentsmiðjanna
í Reýkjavík. Læt eg fylgja hér nöfn þeirra,
er unniö hafa í prentsmiðjunni. j>ó má vel
vera aö mér hafi skotizt yfir einhvern eÖa
ætlað einhverjum veru þar, sem aldrei hefir
þar komið, enda haft fátt annaö en minni
að fara eftir. Mennirnir eru þessir:
Stefán Eyjólfsson, lærði í Danm., (j' 1913);
Agúst Jósefsson, (1895—05), síöar í Isafoldar-
prentsmiðju, heilhrigðisfulltrúi; Herhert Sig-
mundsson, (1903—05), var forstjóri Isal'oldar-
prentsm., síóar prentsmiöjueigandi, (dáinn);
Stefán Magnússon, vann seinast í ríkisþings-
prentsmiÖjunni, (j' 1942); Steingrímur Guö-
mundsson (1915—18), seinna í Gyldendals-
prentsm. (1920—29), nú forstjóri ríkisprent-
smiðjunnar Gutenherg; Steindór Gunnars-
son (1914—16 0, prentsmiðjueigandi í Reykja-
vík; Arngrímur Ólafsson, nú í Reykjavík;
Jakoh Kristjánsson, fyrsti vélsetjari á Islandi,
nú í Stege á Mon; HailiÖi Bjarnason, vann
í Gutenberg 1905—06, fór svo utan aftur og
dó hér skömmu seinna; Gunnlaugur Bjarna-
son, um skeiö yfirprentari í Félagsprent-
smiöjunni, Reykjavík; Helgi þórðarson, 1908
—0Í), nú næturvöröur og líkberi í Khöfn;
Kristján Guöjónsson, (191(5), um tíma for-
stjóri prentsmiðju í Vestmannaeyjum, vann
siöar í Gutenherg, (j' 1945); Friörik Hall-
dórsson, stuttan tíma (j‘ 1921); Gunnar Ein-
arsson, (1920), forstjóri IsafoldarprentsmiÖju;
Oskar Jónsson, (1920), seinna verkstjóri í
„Eddu'*, dáinn; Björn Benediktsson, (1921),
nú í Gutenberg; Guömundur Guðmundsson,
(1922), nú í Gutenherg og þorfinnur Krist-
jánsson, að mestu síðan haustiö 1918.
Prentsmiója þessi hefir tekiö miklum stakka-
skiftum síÖustu 15 árin. þegar eg kom liér
fyrst, var hún í Hestemollestræde 5, og hafÖi
mestan hluta hússins sjálf. Haustið 1929 fiutti
prentsmiójan svo í Rosenorns Allé 29, þar
sem hún er nú, stórt og mikiö hús, sem þó
er að verÓa of lítiÓ, og hafa eigendur hennar
keypt annaÖ hús hér á lóöinni, til afnota,
þegar um hægir.
Eigendur prentsmiöjunnar eru nú hræÖ-
urnir Henning og Max Moller, sá fyrrnefndi
er forstjóri hennar, maður liölega sextugur.
Eru þaó sonarsynir S. L. Mollers, en faöir
þeirra var Valdemar Moller, og tóku þeir
viÖ prentsmiójunni af honum, er hann lézt,
1922.
Mætti þorsteinn Einarsson Rangel líta upp
úr gröf sinni, mundi hann reka upp stór
augu við að sjá þá breytingu, er oröið hefir
á því iönfyrirtæki, sem hann lagði hornstein-
inn aö. Prentsmiójan hefir nær undantekn-
ingarlaust, allt þaÖ innan veggja sinna, er
heyrir tii nýjunga iunan hókiönaÖar, og nýtt
hætist stööugt við, í ýmsum greinum hók-
iðnaðarins.
Skal í næsta blaði sagt frá þorsteini sjálf-
um og hinni hörðu lífsbaráttu hans.
HEIMA OH ERLENDIS
ÚTtíEFANDI OG RITSTJÓRI:
pORFINNUR KRISTJÁNSSON
ENGTOFTEVEJ 7, KOBENHAVN V.
★
Blaöiö kemur út annan hvern mánuð.
Verð árganiísins í Danm. kr. 4.50, einstök blöö 75 aura.
A íslandi einstök blöð kr. 1.50, árir- kr. 0.00.
Aðalumboð á Islandi: ísafoldarprentsmiðja, hf.
7