Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.03.2010, Side 22

Víkurfréttir - 04.03.2010, Side 22
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR22 ÍÞRÓTTIR Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010 Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr.1/2010 verður haldinn laugardaginn 6. mars 2010 frá kl. 10:00 – 22:00. Kjörstaður er Grunnskóli Grindavíkur. Kjósendum er bent á að hafa með sér persónuskilríki. Hægt er að skila athugasemdum vegna kjörskrár til bæjarstjórnar. Kjörskráin liggur frammi á bæjarskrifstofunni, Víkurbraut 62 Grindavík, til kjördags. Kjörstjórn Grindavíkur Spútniklið KR sem meðal annars hampaði gömlum knattspyrnukempum með þjálfara FH í fararbroddi, Heimi Guðjónssyni, sigraði á minningarmóti um Ragnar Margeirsson, knattspyrnumann úr Keflavík. Fjórtán lið mættu í tíu ára gamla Reykjaneshöllina og hlupu á grænu gerfigrasinu sl. laugardag. Oft var höfuðið á undan og líkaminn langt á eftir því líkamsástand leikmanna var misjafnt. En hugurinn var til staðar og menn höfðu mjög gaman af. KR vann úrvalslið Guðmundar Torfasonar í úrslitaleik. Í þriðja sæti var Keflavík 1 og Keflavík 2 varð í 4. sæti. Ragnar Margeirsson, heitinn lék með þremur íslenskum félagsliðum í efstu deild, Keflavík, Fram og KR. Hann var atvinnumaður í Belgíu og í Þýskalandi og í Reykjaneshöllinni mátti sjá margar skemmtilegar blaðaúrklippur og myndskeið með Ragnari. Ágóði af mótinu, yfir 100 þús. kr. renna til forvarnarverkefnisins Lundar. Margir kunnir kappar pússuðu skóna og mættu á mótið. Þarna mátti sjá þekkta leikmenn úr gullaldarliði Keflavíkur og fleiri sem léku með Ragnari á sínum tíma. Á Víkurfréttavefnum má sjá fleiri myndir frá mótinu, m.a. af öllum liðunum. KR vann Ragnarsbikarinn FIMM BIKARMEISTARAR Í KÖRFUBOLTA Fimm bikarmeistaratitlar í körfu- knattleik komu til Suðurnesja um helgina en bikarúrslitaleikir KKÍ í yngri flokkum fóru fram í Ljóna- gryfjunni í Njarðvík. Í unglingaflokki kvenna varð Grinda- vík bikarmeistari eftir sigur í mjög spennandi leik gegn Haukum. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar í 10. og 11. flokki karla og Keflavík varð bikarmeistari í 9. og 10. flokki kvenna. 10. flokkur UMFN 11. flokkur UMFN 10. flokkur Keflavíkur 9. flokkur Keflavíkur Unglingaflokkur Grindavíkur Keflavík 1 varð í 3. sæti. Lið KR vann mótið og loks má sjá Steinar Jóhannsson, gullaldarmarkaskorara Keflvíkur. Tugir síðna af úrklippum af glæstum ferli Ragnars var til sýnis. Sjáið fleiri myndir frá mótinu í ljósmyndasafni vf.is Keflavíkurmærin Sandra Þrastardótt- ir var valin besti maður leiksins eftir bikarviðureign Keflavíkur og Hauka í 9. flokki stúlkna. Hún var með 20 stig (af 56 stigum Keflavíkur), 10 fráköst, 6 fiskaðar villur, 5 stolna bolta og 2 stoðsendingar. Hér er hún á ljósmynd Páls Orra að skora í leiknum gegn Haukum. Sandra óstöðvandi

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.