Víkurfréttir - 04.03.2010, Page 23
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 23VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
Keflavíkurstúlkur áttu
slakan leik og misstu af 2.
sæti deildarinnar þegar
þær töpuðu fyrir Hamri.
Hveragerðisliðið endaði í 2.
sæti og Keflavík og Grindavík
leika umspilsleiki um sæti
í úrslitum Iceland Express
deild kvenna í körfubolta.
„Þegar við spilum svona
lélega vörn þá töpum við,“
sagði Svava Stefánsdóttir, ein
lykilkvenna Keflavíkurliðsins
en lokatölur urðu 85-101.
Grindavík tapaði fyrir
KR á útivelli 81-64 og
eru með 24 stig eins og
Keflavík en enduðu í 4. sæti.
Njarðvíkurstúlkur töpuðu líka
sínum leik gegn Haukum 61-
94. Þær enduðu í næst neðsta
sæti deildarinnar með 12 stig.
Keflavík endaði í 3. sæti með
jafn mörg stig og Hamar
en þurftu sigur í fyrrakvöld
til að losna við umspil um
tvö sæti en Keflavík leikur
gegn Snæfelli um það í
tveimur viðureignum.
Grindavík í 4. sæti leikur
umspilsleiki við Hauka. Fyrri
leikirnir verða á morgun.
Metþátttaka á Nettómóti í körfu
Metþátttaka er á Nettómótinu í körfubolta sem verður í
Reykjanesbæ um helgina en þetta er tuttugu ára afmælismót.
Alls hafa 148 lið skráð sig til leiks frá 22 félögum og munu
krakkarnir keppa í öllum íþróttahúsum Reykjanesbæjar. Þessir
þúsund krakkar munu ásamt eitthvað af foreldrum gista í
skólum og víðar í bæjarfélaginu þannig að búast má við að um
tvö til þrjú þúsund manns verði á svæðinu í tengslum við mótið.
Birna Ingibjörg
Valgarðsdóttir er fimmti
stigahæsti leikmaður
kvennakörfunnar í vetur
með 340 stig og í 6. sæti yfir
fjölda stiga að meðaltali í leik
eða 15,35 stig. Hún er efst
allra íslenskra leikmanna í
deildinni og hefur leikið 20
leiki. Á hæla hennar kemur
Bryndís Guðmundsdóttir,
liðsfélagi hennar úr Keflavík
með 247 stig í 3 færri
leikjum en Birna og 14,53
stig að meðaltali í leik.
Njarðvíkurmærin Ólöf Helga
Pálsdóttir er með tólfta
besta meðal stigaskorið
eða 12,95 stig og Petrúnella
Skúladóttir úr Grindavík
er næst á eftir henni með
12,40 stig að meðaltali.
Tvíburasysturnar Helga og
Harpa Hallgrímsdætur eru
í 14. og 15. sæti. Helga sem
leikur með UMFG er með 13
stig en Harpa systir hennar
sem leikur með Njarðvík
(mynd) er með 12,55 stig.
Litlu munar á þeim systrum
sem hafa skorað 260 og
251 stig í 20 leikjum.
Shantrell Moss sem lék
aðeins 13 leiki fyrir Njarðvík
var með 29,77 stig í leik
að meðatali en á toppnum
trónir Haukadaman
Heather Ezell með 29,85
stig að meðaltali.
Keflavík og Grindavík í umspili
um sæti í úrslitakeppninni
Birna best en
tvíburarnir
skora jafn
mikið
Birna Valgarðsdóttir skorar
gegn Hamri í fyrrakvöld.
Hún er með besta árangur
íslenku leikmannanna í
deildinni.