Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 2
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 14. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR2 m ar kh on nu n. is Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is! Mjódd - Salavegi - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbæ Tilboðin gilda 8. - 11. apríl eða meðan birgðir endast Birt með fyrirvara um prentvillur 1.399 kr/kg áður 1.998 kr/kg 30% afsláttur Nóa BaNaNaspreNgjuís Nóa pippís & Nóa trompís 0,5 ltr. HuNaNgsmelóNa Velkomin í Nettó 46% afsláttur uNgNautaHakk lamBalærissNeiðar BBQ, lamBalærissNeiðar & lamBakótilettur grill 899 kr/kg áður 1.249 kr/kg 1.989 kr/kg áður 2.842 kr/kg 28% afsláttur grísakótilettur HuNaNgslegNar og léttreyktar 30% afsláttur 1.469 kr/kg áður 2.098 kr/kg kjúkliNgur Heill 499 kr/kg áður 768 kr/kg 35% afsláttur 296 kr/pk áður 549 kr/pk 149 kr/kg áður 298 kr/kg grillBorgarar áN Brauða 4 stk. 30% afsláttur 349 kr/kg áður 498 kr/kg lamBalærissNeiðar, lamBasNitsel & lamBakótilettur í raspi, ferskt 50% afsláttur 30% afsláttur Á fundi stjórnar HS Orku í síðustu viku var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 844.551.548 milljónir króna að nafnverði. Tveir stærstu hluthafarnir, Geysir Green Energy og Magma Energy Sweden AB keyptu alla aukninguna á genginu 3 eða fyr- ir rúmlega 2,5 milljarða króna að því er fram kemur á heima- síðu HS Orku. Þar segir jafnframt að nýtt hlutafé verði nýtt til framkvæmda vegna virkjanastarfsemi á Reykjanesi. Eftir hlutafjáraukninguna er Geysir Green Energy sem fyrr stærsti hluthafinn í HS Orku með 55,34% hlut og Magma Energy á 43,19%. Sveitarfélögin Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Garður og Vogar eiga 1,47% hlutafjárins. FRÉTTIR FERÐAÞJÓNUSTA Fors varsmenn Ung-mennafélagsins Þróttar í Vogum hafa ákveðið að sækja ekki um mótshaldið vegna unglingalandsmóts UMFÍ 2012. Undirbúning- ur vegna umsóknarinnar hafði staðið yfir um nokk- urt skeið en Þróttur hugð- ist halda mótið á 80 ára afmæli félagsins. „Hugmynd sú varð að engu er formaður UMFÍ tilkynnti Þrótti eftir fund með fjár- laganefnd ríkisins að ríkið komi ekki til með að styrkja sveitarfélög til framkvæmda við uppbyggingu íþrótta- mannvirkja á þessu ári. Ákvörðun stjórnar Þróttar er því sú að draga umsókn um mótshald til baka og gera ekki kröfu á sveitar- félagið um að auka fjár- magn til framkvæmda við íþróttasvæði umfram það sem nú þegar hefur verið ákveðið,“ segir í tilkynningu frá félaginu sem birt er á heimasíðu bæjarfélagsins. Þróttur hættir við unglinga- landsmótið 2012 GGE og Magma keyptu alla hlutafjáraukningu HS Orku Minnti á gamla tíma Þessi myndarlega biðröð í gamla Grænáshliðinu, sem nú kallast bronshlið Keflavíkurflugvallar, minnti á gamla tíma þegar varn- arliðið leitaði í hverjum bíl. Glöggir lesendur sjá hins vegar mjög marga lögreglubíla í þessari röð. Ekki fékkst önnur skýring á ferðum þeirra en sú en að þeir voru að fara í æfingaaðstöðu rík- islögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. VF-mynd: Hilmar Bragi Gunnuhver opnaður fyrir sumarið Víkingaskipið Íslendingur verður leiksvið í nýju leikhúsi sem hefur starfsemi í Reykjanesbæ í vor í samstarfi við Víkingaheima. Fyrsta sýningin verður hinn rómaði einleikur Ferðir Guðríðar eftir Brynju Benediktsdóttur, í nýrri upp- færslu Maríu Ellingsen. Þórunn Clausen leikur Guðríði, Snorri Freyr Hilmarsson hannar leikmynd, Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir og Filippía Elíasdóttir hannar búninga. Frumsýning verður 9. maí og er miðasala hafin. „Það er gaman að byrja með sögu víkinga- konu og landkönnuðar og þetta einfalda snilldarverk Brynju, Ferðir Guðríðar ligg- ur beint við. Það er líka góð tilfinning að minnast Brynju á þennan hátt. Hún var ávallt að ryðja brautina og ég er viss um að ef hennar nyti við væri hún mætt hér til að opna nýtt leikhús,“ segir María Elling- sen. „Sýningin fór upphaflega í sigurför um Bandaríkin og Kanada í tilefni árþúsunda- mótanna og það sýndi sig að þessi leikræna túlkun var til þess fallin að vekja áhuga á þessum merkilega þætti Íslendingasagn- anna sem tengir okkur og Vesturheim. Ekki er hægt að finna betri stað til að fá að upplifa söguna um Guðríði en um borð í Íslendingi en áhorfendur munu ganga um borð og fara í þetta ferðalag með Guðríði sem gengur um skipið og segir sögu sína sem hefst á ferðalagi frá Íslandi vestur um haf og endum á suðurgöngu Guðríðar, þar sem hún hittir páfann í Róm. Að leikhús- inu standa feðgarnir Einar Benediktsson og Pétur Einarsson og fleiri sem sáu fyrir sér að um borð í víkingaskipinu Íslendingi sem Víkingaheimar eru byggðir í kringum væri upplagt að leika sögur víkinganna og efla þannig menningatengda ferðamennsku á staðnum. Frumsýningin verður 9. maí og munu sýn- ingar standa í sumar og sýnt bæði á íslensku og ensku enda mikill áhugi verið á því hjá erlendum ferðamönnum að sjá Íslending. Það þarf að auglýsa! Síminn er 421 0001 Bílasprautun eða varahlutir? Framkvæmdir eru hafnar við Gunnuhver til að bæta að- gengi ferðafólks að hverasvæð- inu á ný. Almannavarnir lok- uðu svæðinu af öryggisástæð- um fyrir tveimum árum eftir að aukin virkni hljóp í hverinn með þeim afleiðingum að hann breiddi úr sér, eyðilagði útsýn- ispall og tók í sundur veginn. Fe rð amá l as amtök Su ð u r- nesja hafa lagt þunga áherslu á að svæðið yrði opnað að nýju enda dregur Gunnuhver að sér fjölda ferðamanna. HS Orka, Grindavík, Reykjanesbær og Ferðamálastofa koma að endur- bótunum ásamt Ferðamálasam- tökum Suðurnesja. Búið er að leggja göngustíga að svæðinu og lagfæra bílastæði. Á næstunni verður hafist handa við að reisa nýjan útsýnispall. Krist- ján Pálsson, formaður Ferða- málasamtaka Suðurnesja, segir stefnt að því að opna Gunnuhver aftur formlega í maí. Að sögn Kristjáns yrði Gunnu- hver helsta djásnið í jarðminja- garði sem áhugi er fyrir að stofna yst á Reykjanesi og yrði hluti af neti viðurkenndra jarð- minjagarða í Evrópu undir heit- inu European Geoparks. Slíkir garðar hafa mikið aðdráttarafl á ferðamenn en jarðfræðitengd ferðaþjónusta (Geotourism) ryður sér mjög til rúms. „Þetta þarf að undirbúa vel. Fyrst þarf að fá samþykki hagsmuna- aðila eins og t.d. sveitarfélag- anna og landeigenda. Rætt hef- ur verið við þessa aðila og allir tekið vel í þessar hugmyndir. En það þarf að útfæra þetta betur með samþykktum og viljayfir- lýsingum, tryggja fjármagn og almennan rekstrargrundvöll til framtíðar þannig að menn hrista þetta ekki fram úr erm- inni,“ segir Kristján aðspurður um hvort umsóknarferlið sé haf- ið. Hann segir þó stefnt að því að sækja um sem allra fyrst. Íslendingur leiksvið í nýju leikhúsi í Reykjanesbæ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.