Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 13
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 13VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 8. APRÍL 2010 Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Fjármálafræðsla fyrir þig í Hafnarfirði Fjármál heimilanna Í flóknu og breytilegu umhverfi er mikilvægt fyrir alla sem koma að rekstri heimilisins, að hafa haldgóða þekkingu á fjármálum þess. Þá eru allir betur í stakk búnir til að taka fjárhagslegar ákvarðanir fyrir sig og fjölskyldur sínar. Á fræðslufundinum í Hafnarfirði verður fjallað á aðgengilegan hátt um flesta þætti sem snúa að fjármálum heimilisins. Hafnarfjörður - 14. apríl kl. 20 í Hafnarborg Fyrirlesari er Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Fundurinn stendur yfir í 90 mínútur. Skráðu þig á arionbanki.is Allir velkomnir - ókeypis aðgangur. Komdu og njóttu góðra veitinga í bland við fróðleik sem kemur sér vel. Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000. Ég þoli illa sykur, ég fann það vel um páskana þegar ég borðaði meira sætt en venjulega. Ég sem á frekar auðvelt með að vera jákvæð, átti erfiðara með það þeg- ar sykurstuðullinn í blóðinu var hærri en vanalega um hátíðarnar. Ég verð svartsýn (já lygilegt en satt), orkulaus og jafnvel döpur eftir að ég er búin borða sætindi. Þannig vil ég ekki vera. Það er staðreynd hjá mér að sætindi skapa með mér vanlíð- an. Kannski er það svo hjá fleirum? Hefur þú hugleitt hvort sykurneysla hafi áhrif á þig andlega? Fyrir okkur sem viljum vera sólskinsmegin í tilverunni og líða vel andlega, þá verðum við að skoða hvað við borðum. Það er stað- reynd að grænmeti hjálpar okkur að líða betur, vera jákvæðari og orkumeiri. En mat- aræði hefur einnig áhrif á hugsanir okkar og andlega vellíðan. Til að auka vellíðan í huga og líkama, þá þurfum við að taka mataræðið okkar í gegn. Ef þig langar til þess að hreinsa út sykurfíkn þá er t.d. gott að drekka soðið vatn með kreistu af hálfri lime (græn sítróna) tvisvar á dag. Auktu einnig hráa grænmet- isskammtinn þinn með mat og farðu daglega út að ganga, þannig færðu meira súrefni en það styrkir heilbrigðar frumur líkamans og þú hressist. Börn, jafnt og fullorðnir, verða háð sykri og þeim nægir ekki að fá nammi bara á laug- ardögum, heldur vilja þau borða sætt fleiri daga vikunnar þegar sykurfíkn tekur völd- in. Hvernig væri að afnema nammidaga á laugardögum og hafa í staðinn græna laug- ardaga, kenna börnum okkar að borða meira grænmeti og fleiri ávexti, frekar en fylla þau af sælgæti á hverjum laugardegi? Fyrst erum við ekkert voða spennt fyrir þessu hollustu- fæði en það kemur þegar við finnum góðu áhrifin. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna tengsl þunglyndis við lélegt mataræði. Mikil sykurneysla hefur þarna áhrif, einnig áfengi og önnur vímuefni. Það er léttara að vera jákvæður þegar við borðum meira grænt. Góð næringarrík fæða hjálpar okkur að vera jákvæð í hugsun.Grænmeti inni- heldur kraft sólarinnar. Það er auðveldara að hafa stjórn á hugsunum sínum þegar sólin skín innra með manni. Allt er vænt sem vel er grænt. Flóamarkaður Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild Föstudaginn 9. apríl nk. verður haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 - 16:30 Fólk fyllir innkaupapoka af fatnaði og hann kostar kr. 1.000.- Leikfélag Keflavíkur tekur upp sýningar á barnaleikritinu Mér er alveg sama þó einhver sé að hlæja að mér eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Leikritið um tröllastelpuna Lónu sem getin var í Bláa lóninu, byrjaði í skóla í Reykjanesbæ, á foreldra sem eru tröll og lendir í ýmsum ævin- týrum ásamt Fidda feitabollu og fleiri fígúr- um,verður sýnt í Frumleikhúsinu á laugardag og sunnudag kl. 14.00. Sýningin er ætluð yngstu kynslóðinni eða börnum frá 2 ára aldri og full- orðnum þar sem verkið þykir lúmskt fyndið fyrir eldri kynslóðina. Miðapantanir eru í síma 421 2540. MENNING OG MANNLÍF Skemmtileg sýning fyrir yngsta fólkið Þú þarft að auglýsa! Síminn er 421 0001 Tekur þú að þér viðhald fasteigna? Þá þarftu að auglýsa! Síminn er 421 0001 Aukakrónur?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.