Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 14. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR8 Óskum eftir að ráða matreiðslumann eða manneskju vana störfum í stóreldhúsum. Á sama stað óskum við eftir að ráða þjóna eða manneskjur vana framreiðslu. Starfstímabil er frá 1. júní - 15. september. Leitað er að metnaðarfullum og samvisku- sömum einstaklingum með frumkvæði. Aldurstakmark 20 ár. Umsóknir sendist á netfangið info@hotelblafell.is fyrir 15. apríl nk. Hótel Bláfell er vinalegt 25 herbergja hótel á Breiðdalsvík. Hótelið starfrækir veitingahús með 130 sætum sem framreiðir meðal annars íslenskan heimilismat. Hótelið er vinsæll áfangastaður fyrir hópa í hádeginu yfir sumartímann. ATVINNA - ATVINNA YOGA-HÚSIÐ Holtsgötu 6, Njarðvík sími 823 8337 VORNÁMSKEIÐ eru að hefjast eftir helgi. Byrjum endurnærð eftir páskafrí. Veljum vellíðan og jákvæðni í sumar. Innritun er í síma 823 8337 Útgáfufyrirtækið Geimsteinn stendur fyrir tónleikum í Hljómahöllinni þriðju- daginn 13. apríl nk. Júlíus Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgáfunnar, skipulegg- ur þessa uppákomu ásamt bróður sínum Baldri. „Þetta útgáfuár verður eitt það stærsta hjá Geimsteini frá upphafi en fyrirhugað er að gefa út fyrir sumarið diska með Bjartmari Guð- laugssyni og Bergrisunum, Erpi Eyvindarsyni, Deep Jimi and the Zep Creams, Klassart, Lifun, Valdimar og Breiðbandinu. Af þessum hljóm- sveitum eru fimm héðan úr Reykjanesbæ þann- ig að ljóst er að mikil gróska er í tónlistarlífinu hér eins og reyndar alltaf,“ segir Júlíus í samtali við Víkurfréttir. Fyrsti diskurinn sem kemur út verður „Better when we‘re dead“ með Deep Jimi and the Zep Creams og hann kemur einmitt út þann 13. apríl, sama dag og útgáfutónleikarnir fara fram. Síðan koma diskarnir út hver á eftir öðrum og eru að sögn Júlíusar hvert meistaraverkið á fætur öðru. Ástæða þessarar dagsetningar kemur til vegna þess að þetta er afmælisdagur Rúnars Júlíusson- ar heitins en hann hefði orðið 65 ára þennan dag hefði hann lifað. „Pabbi átti stóran þátt í uppbyggingu Hljóma- hallarinnar og því þótti okkur við hæfi að halda tónleikana þar. Þarna munu koma fram þær hljómsveitir sem útgáfan mun gefa út og von- andi koma sem flestir en aðgangur er ókeypis í tilefni dagsins og hefjast tónleikarnir kl. 20:00“. Karl Hermannsson lauk störfum hjá Lögregl-unni á Suðurnesjum eftir 34 ára starf síðasta dag marsmánaðar. Fékk Karl viðeigandi kveðju hjá félögum sínum í lögreglunni eins og sjá má á myndum okkar frá athöfninni. Karl hóf störf hjá lögreglunni 1. febrúar 1976 sem almennur lögreglumaður. Frá árinu 1986 hefur Karl starfað sem yfirmaður, fyrst sem aðstoðaryfirlög- regluþjónn í 16 ár og síðustu átta árin sem yfirlög- regluþjónn. Karl var í gullaldarliði Keflavíkur í knattspyrnu sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum á árunum 1964 til 1975 og einu sinni bikarmeistari. Hann hefur sinnt hestamennsku í frístundum undanfarin ár og ætti að geta haft meiri tíma til þess núna þegar hann er búinn að skila lögguhúfunni. Fleiri skemmtilegar myndir frá kveðjuathöfninni eru í myndasafni Víkurfrétta á vf.is eftir Sölva Logason. Útgáfutónleikar Geimsteins í Hljómahöllinni á þriðjudaginn Suðurnesjamönnum boðið á tónleika á 65. afmælisdegi Rúnars Júl. Karl Hermannsson yfirlögregluþjónn lætur af störfum eftir 34 ár hjá Keflavíkurlögreglunni Úr lögreglubÚningnum í hestagallann AUGLÝSINGASÍMI VÍKURFRÉTTA ER 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.