Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.07.2010, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 01.07.2010, Blaðsíða 7
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 7VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 1. JÚLÍ 2010 Við trúum því að það sé sameiginlegt hlutverk okkar sem hér búum að stuðla að hamingju og heilbrigði einstaklinganna, að þeir nái að þroska hæfileika sína, hafi sterka sjálfsmynd og láti drauma sína rætast. LISTASKÓLINN Seinna námskeið sumarsins verður 5. – 23. júlí. Skráning í fullum gangi í síma 898 1202 og í Svarta pakkhúsinu. Sjá nánar á reykjanesbaer.is og í sumarblaði. Menningarsvið SUMARNÁMSKEIÐ FYRIR 7-13 ÁRA SÝNIR HANS KLAUFA LEIKHÓPURINN LOTTA Fimmtudaginn 1. júlí sýnir Leikhópurinn Lotta nýjasta verk sitt, Hans klaufa, í Skrúðgarðinum við Ytri - Njarðvíkurkirkju. Verkið skrifaði Ljóti hálfvitinn Snæbjörn Ragnarsson en auk Hans klaufa koma við sögu aðrar þekktar persónur úr ævintýraheiminum. Þar má til dæmis nefna Öskubusku og froskaprinsinn. Verkið segir frá því þegar Aron prins og aðstoðarmaður hans, Hans klaufi, koma heim úr löngu ferðalagi. Þegar heim kemur komast þeir að því að ekki er allt með felldu. Norn hefur komið þangað í fjarveru þeirra, lagt álög á kóngsríkið og svæft alla þegna þess og til að bæta gráu ofan á svart breytir hún Aroni prins í frosk. Nú eru góð ráð dýr og er það undir Hans klafua komið að aflétta álögunum og bjarga kóngsríkinu. Verst bara hvað hann er mikill klaufi. Áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri, taka teppi til að sitja á og myndavél en börnin fá að hitta persónur úr sýningunni og þá er gaman að festa það á filmu. Miðaverð er 1.500 kr. og hefst sýningin klukkan 18:00. Menningarsvið Í INNRI NJARÐVÍK Upplifið stemningu liðins tíma í Stekkjarkoti á Njarðvíkurfitjum og á heimili Jórunnar Jónsdóttur og Helga Ásbjörnssonar í Innri Njarðvík. Opið á báðum stöðum í sumar frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 13:00 til 17:00. Ókeypis aðgangur. Menningarsvið Sumarlesturinn í fullum gangi, bókaormurinn lengist og lengist. Minnum á sumarsýningar leikskólabarna í allt sumar. Opið virka daga frá kl. 10:00 - 19:00. Lestur er lífsstíll. Menningarsvið BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR NJARÐVÍK OG STEKKJARKOT

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.