Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.07.2010, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 01.07.2010, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR8 BLÓMSTRANDI TEXTI OG MYNDIR: MARTA EIRÍKSDÓTTIR Hvers vegna Snæfellsnes? „Hann langaði að fara burt og verða bóndi og ég var til“, seg- ir Hrefna. Þau bjuggu ásamt tveimur dætrum sínum í Sand- gerði fram til ársins 1996, þeg- ar þau ásamt öðrum hjónum, keyptu jörð og ákváðu að ger- ast kúabændur á Snæfellsnesi. Þegar þau tóku öll við jörðinni ásamt bústofni, tók það þau nokkurn tíma og reynslu, til að átta sig á því að kúabúið reyndist aðeins nægja einni fjölskyldu til framfærslu. Gísli og Hrefna ákváðu því að selja sig út og tók það fjögur ár. „Þegar maður var búinn að vera til sjós í sautján ár og láta skipa sér fyrir, þá langaði mig að fara burt og láta drauminn um bóndann rætast, ráða mér sjálfur í sveitinni“, segir Gísli kíminn „en svo reyndist búið ekki vera eins gjöfult og látið var uppi við kaupin. En ég hef það fínt í sveitinni í dag og er hálfgerður bóndi“. Þau hjónin eiga og reka Vega- mót en Gísli er einnig umsjón- armaður, með á annað hundr- að hross í sveitinni, sem frí- stundabændur úr höfuðborg- inni eiga. „Fyrir tíu árum var allt að lognast hér út af í sveit- inni en þá komu fjársterkir aðilar inn, sem keyptu jarðir hérna. Þeir sáu tækifærin og smituðu þá, sem ennþá voru með bú en voru að gefast upp og bentu þeim á öll tækifærin sem eru hérna. Þetta var hálf- gerð vítamínsprauta þegar þeir komu hingað með hugmyndir um að gera eitthvað, lífga þetta allt við, sérstaklega hjá yngri bændunum“, segir Gísli. Snæfellsnes hefur nú feng- ið Green globe vottun og yf- irvöld Snæfellsbæjar fylgja Staðardagskrá 21, sem snýst ekki aðeins um umhverfismál heldur einnig um sjálfbærni, um velferð manns og náttúru. Á svæðinu eru t.d. tíu bændur í samvinnu og tilraunaræktun með íslenskt bygg, sem gengur vel. Gripu gæsina! Þau Hrefna og Gísli, keyptu Vegamót árið 1998 en þá voru þau reyndar flutt suður aftur þegar Guðmundur Birkisson, bróðir Hrefnu hringir í þau og segir þeim að sjoppan á vegamótum sé til sölu og hvort þau eigi ekki öll að skella sér á kaupin! „Ég var nýbyrjuð að vinna aftur í bankanum í Sandgerði þegar Gummi bróðir hring- ir“, segir Hrefna, „og ég kunni ekkert að matbúa fyrir heilan dag á svona veitingastað, sem jafnframt var kaupfélagsbúðin í sveitinni þá. Ég var hálfstress- uð en vildi láta slag standa því Gísla langaði hingað aftur. Svo ég ákvað bara að gefa þessu líf og sagði upp aftur í bankanum til að fylgja manninum mínum. Og hérna erum við og okkur líður vel. Ég er svo nægjusöm á félagsskap, mér nægir að umgangast nánustu fjölskyldu mína mestanpart af tímanum en finnst auðvitað gaman að fá gesti. Nú eru stelpurnar okkar, Sigrún Erla og Ólöf, orðnar það stórar og lifa sínu lífi en þær koma alltaf heim og stoppa þá einhverja daga. Það er alltaf mikið fjör hérna á haustin, þegar við förum í réttir en þá fáum við hingað í kringum fimmtíu gesti, sem taka þátt í rekstrinum, allir fá kjötsúpu og gistingu. Við sláum upp balli í lokin með diskótónlist í félagsheimilinu, þar sem ungir og aldnir dansa saman“, segir Hrefna hressilega. Hún situr heldur ekki auðum höndum í sveitinni, þar sem hver manneskja skiptir máli en hún er í hreppsnefnd, í safn- aðarnefnd, er umsjónarkona félagsheimilisins Breiðabliks og sér oft um að útbúa veisl- ur þar. Þau hjónin reka Vega- mót frá aprílbyrjun til fyrsta nóvember en þá loka þau þegar minnsta traffíkin er. „Þá fer ég í andlitsbað og fótsnyrtingu“, segir Hrefna hlæjandi, „nei við Hún er úr Keflavík og hann úr Sandgerði en þau búa á Snæfellsnesi og hafa gert í fjórtán ár eða frá árinu 1996. Hún heitir Hrefna Birkisdóttir og hann Eyjólfur Gísli Garðarsson, alltaf kallaður Gísli og sam- an reka þau veitingasöluna Vegamót. Blaðasnápur var á ferð um Snæfellsnes, að upplifa töfra Snæfellsjökuls, þegar ákveðið var að kíkja við í sjoppunni á Vegamótum en hún liggur þar sem ferða- langar þurfa að ákveða sig, hvort þeir eru á leið til Stykkishólms eða út á Arnarstapa. Frelsið í sveitinni

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.