Fagnaðarboði - 01.01.1958, Qupperneq 1
g bið þess,
minn elskaði,
að þér vegni vel
í öllum hlutum!
öldungurinn til hins élskaða Gajusar, sem eg elska
í sannleika.
Ég bið þess, minn elskaði, að þér vegni vel í öllum
hlutum og að þú sért heill heilsu, eins og sálu þinni
vegnar vel.
Því að ég varð mjög glaður, þegar bræður komu
og báru vitni um trygð þína við sannleikann, hversu
þú framgengur í sannjeika.
Ég hefi enga meiri gleði en þá, að heyra að börnin
mín framgangi í sann'leikanum.
Þú breytir sem trúaður maður, minn elskaði, með
því sem þú vinnur fyrir bræðurna, og það ókunna menn;
þeir hafa vitnað um kærleika þinn fyrir söfnuðinum,
og þú gjörir vel, er þú greiðir för þeirra eins og sam-
boðið er Guði; því að fyrir sakir Nafnsins leggja þeir af
stað, og þiggja ekki neitt af heiðnum mönnum.
Þess vegna ber oss að taka þvílika menn að oss, til
þess að vér verðum samverkamenn sannleikans.
(III br. Jóh. 1—8.)
Aramóiarœða
(sem Guðrún Jónsdóttir flutti síðastliðið gamlárskvöld,
að Austurgötu 6, Hafnarfirði).
Hebr. 1.
Nú halda Islendingar hátíð. Fyrir fáeinum dögum
héldu þeir aðra hátíð — fæðingarhátíð Frelsarans. Nú
halda margir þeirra hátíðina með brennum og brenni-
víni. Þeir hinir sömu gleyma hvar þeir standa. Ef þeir
litu í kringum sig, litu hraunin og hugsuðu um þær
ógnir og skelfingar, sem gengið hafa yfir landið okkar
vegna hamfara elds og brennisteins, þá mundu þeir
ekki leika sér að eldinum og kveikja brennur að heið-
ingja sið. Og þó þeir tækju aðeins iítinn hraunstein,
virtu hann fyrir sér og hugsuðu: „Hvað hefir komið
fyrir þessa litlu steinvölu? Hvað hefur eldurinn, sem
eyddi henni, eytt mörgum forfeðrum okkar?“ Ef þess-
ir menn aðeins vildu leiða hugann að þessu, þá mundu
þeir ekki kveikja eld, til þess aðeins að skemmta sér
við hann.
En nú kemur til okkar. Hvernig höldum við hátíð-
ina? Er hugur okkar heill við að færa Guði þakkar-
gjörð að fórn, af því að við eigum í sannleika Jesúm
Krist sem okkar Frelsara? Hann, sem er okkur lífið
og verður okkur lífið svo lengi, sem við viljum hlýða
Orði Hans. Og færum við Guði lofgjörð fyrir það, að
Drottinn Jesús hefir verið okkur Immanúel og lýsandi
ljós á hinu liðna ári, svo við höfum ekki þurft að ganga
í myrkrinu, heldur mátt ganga við Ijós Hans. Þökk sé
Guði.
Eftir að Guð hafði oftsinnis talað til feðranna og