Fagnaðarboði - 01.02.1970, Blaðsíða 1

Fagnaðarboði - 01.02.1970, Blaðsíða 1
Orð Guðs er lífskraftur frá Guði... Því að Orð krossins er lieimska þevm er glatast, en oss sem hóljmir verðum, er það kraftur Guðs; því að ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna; og hyggindi hygg- indamannanna mun ég að engu gjöra. Hvar er vitring- ur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefir Guð ekki gjört að heimsku speki heimsins. Því að þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð i speki Hans, þóknaðist Guði að gjöra hólpna með heimsku prédikunarinnar þá, er trúa; með því að bæði Gyðingar heimta tákn, og Grikkir leita að speki, en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli, en heiðingjum heimsku, en sjálfum hinum kölluðu, hæði. Gyðingum og Grikkjúm, Krist, kraft Guðs og speki Guðs. (1. Kor. 1. kap. 18—24.) Hér færir postulinn fram nokkrar ólíkar myndir af mönnum. Hann talar um spekinga og hyggindamenn, sem augljósir séu í sinni eigin stærð, en sem verði þó af Guði að engu gerð. Menn þessir þjóta sem stormar í öllum sínum fræðum og ráðum. Allt of fáir þekkja fá- nýti þeirra. Menn fylla þeirra ílokk, sníða sér sömu stakkana og þeir og verða því eitt með þeim í þekkingar- leysinu á Guðs dýrð. Til einskis er því að leita skjóls í því, sem þeirra er. Guð eyðir þeirra dýru ráðum, en það, sem Guð eyðir, er ekki frá Honum komið. Síðan dregur postulinn upp aðrar myndir, þegar hann segir Gyðingana heimta tákn en Grikki leita að speki. Allt fer þetta þó á sömu leið. Það hrynur í rúst og eyðist. Þannig leit postulinn heimsdýrðina á sínum dögum, og hann leit hana af þeirri speki, er Guð gaf honum fyrir Anda sinn. — Því að Orð krossins er heimska þeim, er glatast, en oss, sem hólpnir verðum er það kraftur Guðs. Ef til vill hefur einhver þeirra manna, sem uppi voru í söfnuði kristinna á dögum postulans, viljað samrýma speki Guðs og speki manna. Og þannig er því einnig var- ið á okkar dögum. Mannskrafturinn og manna verkin eru iðulega sett ofar Guðs kærleika og náð. Menn spreyta sig í glímunni, þar sem reynt er að eyða speki Guðs, þeirri sönnu speki, sem Hann bjó okkur í lcrossdauða síns elskaða Sonar, Frelsara okkar mannanna. Hér er ekki málum blandað. Hér kemur einungis til greina, hvað hver og einn gerir gagnvart Guðs náð, sem færir okkur speki Hans. Óvinir Guðs telja hana heimsku, allt vegna þess, að þeir þekkja ekki Guð og Hans verlc- andi mátt. Af þessu leiðir að þeir hafa ekki aðgreiningu til þess að þekkja lífgefandi lcraft Guðs frá krafti dauð- ans, krafti óvinarins. Augljóst er, að margir, sem kallast trúmenn, hafa alls eklci smaklcað lcraft Guðs, þar sem þeir eru enn í syndum sínum. Sitjandi við sitt spek- innar borð, hrósa þeir sér í syndinni í stað þess að flýja í lausnarfaðm Frelsarans og veita Hans krafti viðtöku sjálfum sér til nýs lífs í ljósi blessunarinnar. Orð Guðs er lífskraftur frá Guði, ríkjandi í þeim kærleika og réttlæti, sem allt Hans stjórnast af. Dauðinn lýtur ekki lífinu. En LÍFIÐ KRISTUR hef- ur sigrað allt er óvininum tilheyrir. Og Kristur er því sigurvegarinn yfir dauðanum og öllu valdi hans. Þeir, sem lifa Jesú Kristi og auðmýkja sig undir Hans náð, verða hólpnir fyrir Hans eilífa kraft. Þetta er gjöf

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.02.1970)
https://timarit.is/issue/379424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.02.1970)

Aðgerðir: