Fagnaðarboði - 01.02.1970, Blaðsíða 2

Fagnaðarboði - 01.02.1970, Blaðsíða 2
2 FAGNAÐARBOÐI Guðs í náð og sannri elsku, er öllum stendur til boða að þiggja, óhagganlegt og fyrir alla. Hver endurfæddur maður er höndlaður af krafti Guðs. Því það er kraftur Guðs, sem öllu kemur til leiðar, þá er syndarinn gefur sig Guði á vald, og sannfærandi máttur lífsins fyllir hjarta hans trúnni í friði og fögn- uði. Hver leitandi maður, sem biður með þeim einlæga ásetningi að gefast undir Guðs vilja, fær þegar í stað friðarsvarið, með því að verkandi friður og fögnuður Guðs rennur til hans. En aftur á móti hver sá, er í bæn- inni leitar þess eins að fá vilja sínum framgengt til hé- gómlegra verka, finnur engan frið eða fögnuð í hjarta sínu, því honum hefur gleymzt, að samfundir við Guð er líf og elska af Guði gefið hverjum og einum, sem þess leitar og vill það eitt þiggja, sem Guðs er og heldur sig þar við, sæll og glaður í réttlæti Guðs, — réttlætinu, er veitist fyrir Jesúm Krist upprisinn frá dauðum. Allt of oft fyllir kvíðinn og áhyggjurnar hjartað, nag- andi og slítandi. Mennirnir reyna þá að flýja og fela þessar hörmungar fyrir sjálfum sér og öðrum. Allt lífið verður því sífelldur flótti, sem endar í algerri uppgjöf, algerri lömun á sál og líkama og lífið verður örsnautt og tilgangslaust. En margir fyrirverða sig fyrir að flýja til Lausnarans. Þeir fela sig í myrkrunum, þ.e. hégómleg- um og stundlegum fýsnum dauðans, í stað þess að gefa gaum að raustu Frelsarans og flýja til Hans, er segir: — KOMIÐ TIL MÍN ALLIR. Jesús Kristur hefur lausnina á öllum vandamálum mannshjartans . I græðandi Orði krossins felst leyndar- dómurinn. Jesús Kristur var fyrirlitinn, þá er Hann gekk hér um á jörð undir þungri syndabyrði okkar mannanna. Hann er kunnur gjör í upprisudýrð. Hann situr Guði til hægri handar og kemur aftur sem dómari óguðlegra, en sem sigurvegari í dýrð til sinna bama, er lifa Hans réttlæti. Hann kemur þá óþekktur afneiturum og öllum hálfvolg- um, já öllum, sem lifa í sínum dauðu hyggindum, af því að þeir hvorki þekkja né kannast við, hve þurfandi þeir eru gjafa Guðs. Það er sannkallað skálkaskjól að kalla sig kristinn fyrir það eitt að þiggja ytri athafnir manna, sem stríða gegn Guðs verkandi náð. Því hin sanna kristni er að þiggja réttlætið og náðina í hlýðni við Guðs verkandi Orð. Ávöxtur friðarins fyllir allt í öllu með frelsun sál- arinnar fyrir þann sáttmála, er Guð hefur búið og ákveð- ið okkur með endurlausn í Blóði Guðs Sonarins, er fórn- aði sér í sektarfórn öllum mönnum til sáluhjálpar. Friður og náð margfaldist öllum til handa, sem Guð elska í náðarverki Jesú Krists. Guðrún Jónsdóttir. /------------------ ‘pœtlir úr œvi minni Ameríski presturinn, Harald Bredesen, segir frá. Niðurlag. Að loknu námi fannst mér ég í prestsstaríinu vera orð- inn það hnepptur innan banda míns kirkjufélags, að sú spurning var oft farin að koma upp í huga mér, hvort ég í rauninni hefði ekki lengur óskertan ráðstöfunarrétt yf- ir orðum mínum og gerðum. Um andlega líðan mína mætti einna helzt taka sem dæmi unga í eggi, sem verður að brjóta af sér skurnina, eigi hann lífi að halda. Ég tók nú þá ákvörðun að fara til New York. Þar gerðist ég ritari hjá alþjóðlegum samtökum innan kirkj- unnar, sem vinna að kristindómsfræðslu. Þetta var skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina og átti að leita liðsinnis ýmissa valdamanna heims og auðjöfra við upp- byggingu og endurskipulagningu þeirra mála í hinum stríðshrjáðu löndum Evrópu. Mér varð það ágengt í þessu starfi, að aðalritari samtakanna lagði hart að mér að gera þetta ritarastarf að lífsstarfi mínu. Óneitanlega var þetta mjög aðgengilegt tilboð. Hér gafst mér möguleiki, til þess að ferðast land úr landi á ótal ráðstefnur, sem haldnar eru innan þessara samtaka, en þau hafa deildir í 57 ríkjum. Eins og gefur að skilja fannst mér mikið til um að fá þetta tilboð með sínum gullnu tækifærum til frama, þar sem ég hafði fyrrum snúið af menntabraut minni, sem var til undirbúnings glæstri stjórnarerindrekastöðu, þá er ég gerðist hlýðinn köllun minni að þjóna Drottni. Mér varð nú hugsað eitthvað á þessa leið: Jæja þá, svona leiðist þetta allt fram. Nú lætur Drottinn mér standa opnar dyr að öllu því, sem ég áður hafði látið af. Samt sem áður fékk þetta ekki þann hljómgrunn hið innra með mér, sem ætla mætti. Þessi spurning lét mig aldrei í friði: — Er hér verið að vinna að sannri og réttri kristindómsfræðslu? Er þessum óhemju fjárupp- hæðum í raun og veru varið á þann veg, að stefnt sé að því í sannleika að gera Drottin Jesúm vegsamlegan, svo þessi mannanna börn ávinnist til trúar á Hann. Eða er hér eingöngu á ferðinni fræðslukerfi, einskorðað innan eigin takmarka, kerfi, sem mætti einna helzt líkja við hjólasamstæðu, þar sem hvert hjólið grípur inn í annað snýst og snýst án þess að vera í rauninni nokkur vél,

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.02.1970)
https://timarit.is/issue/379424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.02.1970)

Aðgerðir: