Fagnaðarboði - 01.02.1970, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.02.1970, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI 3 sem skilar afköstum. Sem sagt — allt skipulagt og kerfis- bundið, en þegar að er gáð, sést enginn árangur. En öllu þessi vildi ég í lengstu lög komast hjá að svara. Því færi ég að kryfja þetta mál til mergjar, ótt- aðist ég, að samvizku minnar vegna, gæti ég þá ekki lengur gegnt ritarastarfi mínu. Um leið og ég fór þannig undan í flæmingi var ég að svíkja sjálfan mig, þar eð ég reyndi ekki að komast að hinu sanna í málinu. En þá var sem hin frjóa hugkvæmni til framkvæmda sem mér hafði verið gefin í starfi, væri frá mér horfin. Og ég skelfdist, þegar ég fór að gera mér gx-ein fyrir, hvernig fvrir mér var komið. Er ég tók að hugleiða betur þennan tvískinnungshátt minn, leiddi það til þess, að ég fór, strax um kvöldið upp á hótelherbergi Abrahams Vareide og átti þar tal við hann. Vareide er kunnur vegna starfs síns í Washington, þar sem hann hefur náð þeim árangri, að menn koma saman í smáhópa til bænar, þar sem hin ýmsu málefni eru lögð fyrir Drottin. Vareide hefur feng- ið sérstaka köllun frá Drottni, til þess að flytja ráðandi mönnum á sviði heimsmála Orð Fagnaðarerindisins. Og hafði ég kynnzt honum í sambandi við ritarastarf mitt. En hann hefur þann háttinn á, að hann kallar saman ýmsa menn, býður þeim til morgunverðar með sér og ræðir þar við þá. Þannig nær hann til þeirra með vitnis- burðinn um kærleika Guðs í Jesú Kristi. Hafði ég eitt sinn verið gestur hans við slíkt tækifæri. Þegar við nú ræddum saman í hótelherbergi hans þetta kvöld, sagði hann við mig: „Það er sannfæring mín, að Drottinn sé að kalla þig til þeirrar þjónustu að ná til leiðandi manna heims með Orð vitnisburðar síns. Ein- mitt hinum sömu mönnum og þú hefur verið að leita til um liðsinni og fjármagn til kristindómsfræðslu meðal almennings, þeim átt þú að flytja Orð Fagnaðarerindisins og leiða til trúar á Jesúm Krist. Það var komið nokkuð yfir miðnætti, þegar ég kvaddi Vareide og hélt aftur heim. A leið minni fram hjá skýja- kljúfnum „The Empire State Building“, sem er dimm og mannlaus um þennan tíma nætur, beindi ég huga mín- um til Drottins og bar fram þessa spumingu: — Drott- inn minn, hvernig má það verða, að ég geti borið leið- andi mönnum og þjóðhöfðingjum Orð vitnisburðar þíns. Til þess er ég alls óhæfur og ómegnugur. Síðan þuldi ég upp heila runu af vanköntum mínum því til stuðnings, að ég gæti þetta ekki. En þá heyrði ég hljóma til mín rödd, er sagði: Ég hef útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til þess að gera hinum vitru kinnroða. (Les I.Kor. 1. kap. 27. v.) Og nú svaraði ég: Drottinn minn, á þeim eina grund- velli verður mér það mögulegt. Nú fyrst fann ég algera hvíld og frið í hjarta, hvað starfi mínu og þjónustu viðkom. Hingað til hafði ég litið svo á, að allt í starfinu væri undir mínum eigin vitsmunum og hæfni komið. Og stöðugt hafði sá ótti leynzt með mér, að einhvern tíman myndi það koma á daginn, hve lítið ég hefði til brunns að bera og hve mikið skorti á, að ég gæti uppfyllt þær kröfur, sem gerðar væru til mín í starfinu. Verður þess vegna ekki lýst með orðum, hve undur- samlegt það var fyrir mig að skilja nú, að hið eina sem ég þurfti að gera, og af mér var krafizt, var að vera sem bamið, áhyggjulaus um næstu stund og leyfa Drottni mínum, sem allt gerþekkir, að leiða mig að sín- um vilja í einu og öllu í þjónustustarfinu. Næsta morgun, en þá var sunnudagur, var ég við guðsþjónustu í „Glad Tidings Tabernacle“, til þess að nálægja mig þar Drottni, Honum, sem til mín hafði tal- að á næturgöngu minni. Ég get ekki munað nú, út af hvaða texta presturinn lagði. En mér er hins vegar enn í fersku minni, að mönnum var gefinn kostur á að koma upp að altarinu til bænar. í þetta skipti predikaði enskur prestur, sem var þar aðkomandi, og man ég enn vel, er hann sagði: „Sé einhver hér staddur, sem finnur þörf sína, til þess að koma hér fram til bænar, þá stendur það honum til boða.“ Og vissulega var mér fyllilega ljóst, hvað það var, sem ég þarfnaðist, — að öðlast skírn Heil- ags Anda. Ég fór því upp að altarinu. En þar var þá kominn á undan mér gamall skólabróðir minn og her- bergisfélagi frá unglingsárunum. Hann vék sér nú að mér og sagði: Þegar við vorum saman forðum daga, þá átti ég ekki það, sem ég nú á, lífið í Kristi. Hann hefur frelsað mig og skírt í Heilögum Anda. Maður þessi var nú orðinn herprestur á vegum ,As- semblies Of God“ — safnaðanna og kvaðst vera kom- inn til þessarar guðsþjónustu beint af skipsfjöl. Ég er þess fullviss, sagði hann, að Drottinn hefur leitt mig hingað, svo fundum okkar bæri hér saman, og mér gæfist tækifæri, til þess að flytja þér hvatningarorð um að halda áfram að keppa eftir skírn Andans. FÆ H VATNIN GARORÐ FRÁ FORSETA LÚTERSKA KIRKJUSAMBANDSINS Skömmu síðar hringdi ég til forseta lúterska kirkju- sambandsins hér í Bandaríkjunum og átti þá langt tal við hann í síma. Hann gerði sér síðan ferð til mín, og greindi ég honum þá frá öllum málavöxtum, þar með, hvað Drottinn hefði til mín talað. Eftir að hafa hlýtt á mál mitt sagði hann hiklaust: „Hér er sannarlega Drottinn að verki. Og þar, sem Hann opnar þér dyr, skalt þú inn ganga. En gæt þess ávallt að bíða eftir leiðsögn Hans.“ Ég hélt nú til Green Lane í Pennsylvaníu, en þar voru „Assemblies Of God“-söfnuðirnir með tjaldsamkomur

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.02.1970)
https://timarit.is/issue/379424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.02.1970)

Aðgerðir: