Fagnaðarboði - 01.02.1970, Blaðsíða 8
8
FAGNAÐARBOÐI
strákar að okkar dænii og gengu fram. Við stóðum nú
þarna fyrir neðan pallinn og horfðum á Wilkerson, sem
stóð þar uppi. Hann lauk nú máli sínu og sleit sam-
komunni, en bað okkur jafnframt að koma með sér inn
í hliðarherbergi, sem var inn af sviðinu. Hann kvaðst
langa til að tala dálítið nánar við okkur. Ekki fór fram
hjá mér, að ísrael, sem stóð fyrir framan mig, hafði
lotið höfði og borið vasaklútinn sinn upp að andlitinu.
Þegar inn í herbergið kom var útskýrður fyrir okkur
með fáum orðum vegur hins trúaða, kristna manns.
Síðan bauð Wilkerson okkur öllum að krjúpa á gólfið
fyrir framan sig. Hvað var maðurinn eiginlega að fara,
hugsaði ég. Hingað til hafði mér aldrei komið til hugar
að krjúpa fyrir framan nokkurn mann. En einhver ósýni-
legur máttur þrýsti mér niður á knén. Ég varð að
lúta, megnaði ekki að standa uppréttur og ég fann, að
kné mín snertu gólfið. En þá var eins og ég rankaði
við mér. Hvað var ég eiginlega að hugsa — að vera hér,
og það að sumarlagi, háannatíma okkar ruplaranna.
Hverju sætti þetta?
Nú varð ég var við, að ísrael, sem kraup við hlið mér,
var að gráta.
— Hættu þessu, sagði ég byrstur. Eg get ekki horft
upp á þig svona. — En þá leit Israel til mín, brosandi
með tárin í augunum. Þegar svo augu okkar mættust,
var mér öllum lokið, og tárin tóku einnig að streyma
niður vanga mína. Frá því ég var barn að aldri heima í
Puerto Rico, hafði ég aldrei vætt kinn — fyrr en nú.
Við horfðum hvor á annan, brosandi í gegnum tárin,
og ég fann vermandi sælutilfinningu fara um mig. Hér
var eitthvað það að gerast, sem ég gat ekki risið gegn,
heldur varð að lúta. Allt í einu fann ég, að Wilkerson
lagði hönd sína á höfuð mér. Hann fór að biðja fyrir
mér. Tár iðrunar og sektar flóðu niður vanga mína, en
um leið fyllti undursamlegur fögnuður endurlausnarinn-
ar hjarta mitt. Wilkerson mælti nú til mín mildur og
skilningsríkur:
— Ilaltu áfram að gráta og úthell hjarta þínu frammi
fyrir Drottni.
Eg opnaði munninn til bænar. Og orðin sem fóru yfir
varir mínar, voru þessi:
— Ó Drottinn minn. Ef þú elskar mig, þá gakk inn í
líf mitt. Ég er orðinn þreyttur á hlaupunum. Eg bið
þig, kom inn í líf mitt og umbreyttu því, og ger mig að
nýjum manni.
Orð mín voru ekki íleiri. En nú var sem ég væri
hrifinn upp úr feni syndar og dauða. Og ekkert af
því, sem ég hafði litið á sem lystisemdir lífsins, gat
komizt í samjöfnuð við þá himnesku sælutilfinning, sem
mi gagntók mig. Eg var fylltur elsku Guðs.
Nú leið dálítil stund, en þá las Wilkerson fyrir okk-
ur úr Heilagri Ritningu, m.a. II. Kor. 5, 17.
Ef þannig einhver er í samfélagi við Krist, er hann
ný skepna, hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið
nýtt.
Nú skildi ég þetta í fvrsta sinn á ævi minni, skildi
sannindin, sem felast í þessum Orðum. Eg var orðinn
ný sköpun í Kristi. Þó var ég enn Nicky. En nú var ég
dauður sjálfum mér og orðinn annar og nýr í nýju líf-
erni, — lífi hamingju, fagnaðar, lausnar og huggunar
frelsisins í Drottni, já, — frelsi hins endurfædda manns.
Ég var hættur hlaupunum, flóttanum. Ilræðslan kvíð-
inn, hatrið, — allt var þetta vikið frá mér. Nú var það
elskan, sem fyllti hjarta mitt, elskan til Guðs og Frels-
ara míns, Jesú Krists, og allra sem í kringum mig voru.
Allt mitt fyrra sjálfshatur var nú einnig horfið.
Ég' fór snemma þetta kvöld upp í herbergi mitt. Nú
heillaði gata stórborgarinnar ekki lengur. Engin löng-
un lengur til þess að sýna sig og láta bera á sér sem Mau-
Mau-foringjanum. Nú þurfti ég ekki að óttast að mín
biði andvökunótt með öllum sínum ógnunum.
Mau-Mau-fötunum tróð ég niður í poka. Aldrei framar
myndi ég klæðast þeim. Af gamalli vanafestu þreif ég
skammbyssuna mína niður af hillunni, hlóð hana og
ætlaði að setja hana á náttborðið mitt til öryggis, þegar
ég allt í einu minntist þess að Jesús myndi vernda mig.
Hann elskar mig. Ég tók nú skotin aftur úr byssunni,
og lagði hana á sinn stað á hillunni. Þar gat hún legið
til morguns. Ég ætlaði þá strax að afhenda hana lög-
reglunni.
Mér var nú litið í spegilinn og ætlaði þá ekki að trúa
mínum eigin augun, er ég sá greinilega birtu leggja af
andliti mínu. Ég kraup nú til bænar við rúmið mitt með
upplyftu höfði, en ég gat ekkert sagt nema Jesús, og
aftur og aftur ákallaði ég Nafn Hans, unz ég loks megnaði
að bæta við orðunum — ég þakka þér, Jesús, — ég þakka
þér.
Síðan lagði ég mig til hvíldar og svaf samfleytt í 9
klukkustundir, djúpum, værum svefni. Engin martröð,
enginn ótti né kvíði, — allt hið gamla orðið að engu, —
allt var orðið nýtt í samfélaginu við Jesúm Krist.
Ofanskráð styðst við frásögn um Nicky Cruz, sem birtist í
tímaritinu „Christ For The Nations“ (des. blaði 1969) og
er úrdráttur úr bók hans „Run Baby Run“.
Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6, Hafn-
arfirði, sími 50075. — Afgreiðsla á sama stað. Argjald
blaðsins 28 kr. en eintakið 7,00 kr. 4 blöð koma út á ári.
2. tbl.
1970
23. árg.