Fagnaðarboði - 01.02.1970, Blaðsíða 6
6
FAGNAÐARBOÐI
sanxkoman hefst kl. 19.30, sagði ísrael. — Ætlar þú ekki
að koma, Nicky?
— Auðvitað kem ég. Heldur þú mig einhvern heigul,
sem þori ekki að koma, eða hvað? Við förum þangað
allir og setjum allt í bál og brand.
ísrael kinkaði kolli til samþykkis. Síðan gekk hann
léttur í spori og að því er virtist einnig léttur í lund,
niður strætið. En ég skreiddist upp í herbergið mitt. Mér
fannst ég vera sjúkur. En á samkomuna varð ég að fara,
því heigulsnafnið vildi ég fyrir alla muni forðast.
Hitinn var mikill þetta júlíkvöld, þegar við stigum upp
í strætisvagninn. Þar voru fyrir tveir menn, snyrtilega
búnir og með hálsbindi. Þeir áttu að sjá um, að allt
færi fram með spekt í vagninum. En þeir hefðu eins vel
getað setið heima, því í vagninum voru ólætin og háreyst-
in ærandi. Þegar flokkurinn gekk inn á leikvanginn, vor-
um við ísrael í fararbroddi. Við tókum eftir því að fólk
sneri sér við, til þess að horfa á okkur. Allir vorum við
klæddir í Mau-Mau-einkennisbúninga okkar.
Þegar við vorum setztir í sætin, sem höfðu verið tekin
frá handa okkur, var mér litið yfir mannfjöldann, sem
þarna var saman kominn. Sá ég þá, að þar voru aðrir
strákahópar, af sama sauðahúsi og okkar flokkur. Leik-
vangurinn var iidlskipaður fólki, og fyrirgangurinn með
hávaða og látum eftir því mikill. Þetta virtist þá ekki
ætla að verða eins afleitt, og við mátti búast, hugsaði ég.
Samkoman hófst nú með því, að ung stúlka fór að
syngja. En lítið eða nær ekkert heyrðist til hennar, sök-
um hávaðans. Því næst gekk Wilkerson fram á sviðið
og ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði:
— Þetta verður síðasta, almenna æskulýðssamkoman,
sem við höldum hér í borg að þessu sinni. Tilhögun verð-
ur með dálítið öðrum liætti, en undanfarið, þar sem ég
ætla í þetta sinn að biðja nokkra vini mína, Mau-Mau-
pilta, að taka við gjafafénu, sem safnast hér í kvöld.
Þegar Wilkerson tilkynnti þetta, gullu við óp og há-
reysti frá áheyrendum, því aðra eins fásinnu var tæpast
unnt að hugsa sér, en þá að biðja Mau-Mau-pilta að
taka við samskotapeningunum. Enginn heilvita maður
myndi treysta slíkum mönnum fyrir neinu verðmæti.
Ég spratt á fætur. Ef manninum væri alvara, sem ég
í rauninni efaðist ekki um, þá skyldi ekki standa á
okkur. Eg kvaddi nú til fimm úr hópnum mér til aðstoð-
ar. Israel var einn þeirra. Við gengum allir sex fram og
stóðum í röð fyrir framan sviðspallinn og snerum baki
að áheyrendum. En úr þeirra röðum heyrðist hvorki
hljóð né stuna. Wilkerson beygði sig nú niður og afhenti
hverjum okkar stórt pappakramarhús um leið og hann
sagði:
— Eg ætla svo að biðja þá, sem eitthvað vilja láta
af mörkum, að koma með það hér fram til ykkar. Meðan
á því stendur, verður leikið á orgelið. Þegar þessu er
lokið, bið ég ykkur að fara hringinn að baki hliðartjald-
anna hingað upp á sviðið til mín. Þar mun ég bíða ykkar,
til þess að taka við því, sem safnazt hefur.
Ilér bar sannarlega vel í veiði. Hvílíkt tækifæri, já,
eiginlega virtist þetta allt vera of upplagt, til þess að
geta verið raunverulegt. Ekki er að efa, að flestir töldu
fyrirfram vitað, hvað við myndum gera, vitaskuld hlaup-
ast á brott með allt saman. Og hverjum strákanna, jafnt
okkar sem hinna flokkanna, er þarna voru, skyldi ekki
hafa verið hugsað sem svo, að sá mætti teljast meira
fíflið, sem notfærði sér ekki slíka aðstöðu.
Samkomugestir voru gjöfulir, og samskotaféð varð því
mikið. Margir hinna fullorðnu létu af hendi töluverðar
upphæðir, ýmist í seðlum eða ávísunum. Ur því okkur
hafði nú einu sinni verið falið það hlutverk að taka á
móti samskotunum, vildi ég stuðla að því, að þau yrðu
sem. mest. Sumir óaldarseggir hinna flokkanna reyndu að
hafa í frammi alls konar brögð, eins og t.d. það að reyna
um leið og þeir þóttust vera að leggja sitt framlag í
kramarhúsin, að hrifsa þá til sín eitthvað upp úr þeim.
en þá var ég fljótur að grípa til minna ráða. Oftast fór
það svo, að þessir hinir sömu urðu að láta eitthvað af
hendi rakna.
Nú var samskotunum lokið. Flestir höfðu lagt eitt-
hvað fram til þeirra. Gaf ég nú merki um, að við skyld-
um allir sex ganga að tjaldabaki hringinn upp á sviðið.
Rétt yfir höfðum okkar, þegar að tjöldunum kom, var
fyrirferðarmikið skilti, sem gaf til kynna, með stórum
rauðum stöfum, að þar væru útgöngudyr. Skilti þetta
blasti við allra augum. Þegar við hurfum nú þar á bak
við tjöldin, kvað við hlátur frá ýmsum í áheyrenda-
röðunum. Nú var ekki að sökum að spyrja. Við mynd-
um stinga af með alla peningana. Þegar við vorum komn-
ir á bak við tjöldin, úr augsýn fjöldans, biðu strákarnir
í ofvæni eftir fyrirskipunnm mínum. Allir stóðu þeir
viðbúnir, gæfi ég merki um að hlaupa í burtu. En með
mínum innra manni hrærðist eitthvað það, sem vann
gegn slíku athæfi. Um tvennt var að velja, vissi ég.
annað hvort að fara þannig að ráði mínu, sem fjöldinn
ætlaði mig ódreng til, eða reynast verðugur þess trausts,
sem Wilkerson hafði sýnt mér. Það var einmitt þessi
óverðskuldaða tiltrú, sem snart mig, tendraði eitthvað
hið innra með mér. Og nú, í stað þess að gefa merki
um að hlaupast á brott, sagði ég með myndugleik:
— Nei! Við höldum áfram og förum með þetta til
Wilkerson. Annað kemur ekki til mála.
Undrun strákanna leyndi sér ekki, þegar ég gaf þeim
þessa fyrirskipun. En þeir vissu, að ekki tjáði annað, en
hlýða. Þó var það nú svo, að þegar við stikuðum upp
þrepin, sem liggja að tjaldabaki upp á sviðið, sá ég að
annar þeirra tveggja, sem á undan mér fóru, nældi sér í