Fagnaðarboði - 01.02.1970, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI
7
20 dollara seðil úr pappahorninu og stakk honum í vasa
sinn.
— Láttu seðilinn aftur í hornið, skipaði ég þrumandi
röddu.
— Hvað gengur eiginlega að þér, Nicky. Hvað heldur
þú að muni um þetta lítilræði af öllum þessum peningum?
Og þannig héldu þeir áfram að þybbast við. Af göml-
um vana greip ég nú til hnífsins. Ég sýndi þeim hár-
beitt blað hans og sagði við strákinn:
— Ef þú lætur þetta ekki strax aftur í kramarhúsið, er
mér að mæta. Þetta bar tilætlaðan árangur, og hann
setti seðilinn aftur í hornið.
En mér var horfinn allur þessi myndugleiki Mau-Mau-
foringjans, þegar ég stóð frammi fyrir Wilkerson uppi
á sviðinu og afhenti honum, í augsýn alls mannfjöldans,
gjafaféð með þessum orðum:
— Hér afhendi ég þér alla peningana, sem söfnuðust,
herra predikari. Um leið sló í dauðaþögn meðal áheyr-
enda. En Wilkerson horfði beint í augu mér og sagði:
— Ég vissi, að mér var óhætt að treysta þér, Nicky.
Þegar við gengum allir sex aftur til sæta okkar, ríkti
enn sama þögnin.
Wilkerson fór nú að predika og talaði í um það bil
stundarfjórðung. Þó ekki væri nú hávaðanum um að
kenna, fór allt fram hjá mér, sem hann sagði. Hugurinn
var allur bundinn við — þennan vermandi yl, sem farið
hafði um mig, þegar ég afhenti Wilkerson samskota-
peningana. Einhver tilfinning, sem ég hafði aldrei áður
kennt, var vakin með mér, aðkenning góðvildar, ráð-
vendni og réttsýni.
Allt í einu rankaði ég við mér við það, að kyrrðin
var rofin með köllum og háreysti. Mér skildist strax, að
þetta voru viðbrögð fólksins við því, sem fram kom í
ræðu Wilkersons um náungakærleikann, meðal annars,
að menn ættu að elska hver annan án tillits til þjóðernis
og kynþáttar. (Eins og vitað, er kynþáttavandamálið
eitt af hinum miklu deiluefnum í Ameríku). I þeim
glundroða, sem nú varð, var mér litið upp á sviðið. Ég
sá Wilkerson standa þar rólegan og öruggan, varir hans
bærðust, og vissi ég, að hann var að biðja.
Einhver annarleg tilfinning læsti sig um hjarta mitt,
þrýsti þar á eins og þungt farg. Ég leit í eigin barm og
þá vaknaði þessi spuming: — Hver er sannleikurinn
um sjálfan mig? I öllum þessum glundroða sem í kring-
um mig var fór ég að hugsa um það, sem býr hið innra
með manninum — já, sjálfum mér. Eitthvað var mér
brugðið, að ég skyldi ekki henda mér út í hringiðuna.
Ég horfði á predikarann, þennan gi-annvaxna mann,
sem auðsýnilega var ekki með neina krafta í kögglum.
Þarna stóð hann alls óhræddur og rólegur í öllum þess-
um vitfirringslega glundroða. Hvaðan kom honum þessi
styrkur? Hvers vegna var hann ekki hræddur eins og
við hinir. Smánar- og sektarkenndin nagaði mig. Ég
þekkti ekki Guð og Hans mátt. Hið eina, sem ég vissi
um Hann hafði ég lært við að sjá þennan predikara, já
við að hann varð á vegi mínum. Ég hnipraði mig saman
í sæti mínu, en Israel var staðinn upp og kallaði til
fólksins fyrir aftan okkur, að það ætti að hafa hljótt
um sig.
— Við skulum hlusta á það, sem predikarinn ætlar
að segja, kallaði hann til mannfjöldans. Mau-Mau-
flokkurinn settist niður. En ísrael hélt áfram að þagga
niður í fjöldanum. Líkt og hafþokan færðist nú þögnin
hægt og sígandi yfir, þar til allt var orðið kyrrt og
hljótt á ný.
Ég sat sem negldur við bekkinn. Fyrir hugskotssjón-
um mínum sá ég líf mitt allt frá því fyrst ég mundi
eftir mér. Myndunum var brugðið upp fyrir mér hverri
á fætur annarri — af bernsku minni, — af móður minni,
sem ég hataði, — af fyrstu dögum mínum í New York,
þá er ég hagaði mér eins og villidýr nýsloppið úr búri
sínu, — af lífi mínu í stórborginni allt í viðjum glæpa
og lasta. Ég sá þessar myndir, þeim var brugðið upp
fyrir mínum sálarsjónum og ég horfði á þær eins og af
kvikmyndatjaldi. Ógnarþungi sektar og blygðunar ætl-
aði að yfirbuga mig. Þetta var meir en ég gat afborið.
Ég skeytti engu því, sem var að gerast í kringum mig.
Það var eins og ég væri í órafjarlægð frá því öllu.
Wilkerson fór nú aftur að tala til áheyrenda og ræddi
um iðrun syndarans. Það, sem var nú að gerast með
mínum innra manni, var með öllu ofar mínum mannlega
skilningi. Ljóst var, að ég var höndlaður af krafti og
valdi, sem ég megnaði ekki að standa í gegn. Eitt var
það þó, sem ég vissi gjörla, — óttinn var horfinn, og
ég var ekki lengur hræddur. Víst var um það, hvað sem
öðru leið. Ég heyrði einhverja fyrir aftan mig gráta.
En Wilkerson hélt áfram að predika og sagði meðal
annars:
— Hann er hér mitt á meðal okkar, kominn til móts
við þig. Viljir þú að breyting verði í lífi þínu, þá er
nú stund náðarinnar, að svo verði.
Síðan kallaði hann hátt og með myndugleik: — Þið
sem viljið veita Jesú Kristi viðtöku, viljið taka við
Honum inn í líf ykkar svo Hann umbreyti því, rísið
úr sætum ykkar og gangið hér fram.
Ég varð þess nú var, að Israel var staðinn upp, og
ég heyrði hann kalla yfir til strákanna:
— Ég ætla að gefa mig fram, strákar. Hver vill koma
með mér?
Nú reis ég einnig úr sæti mínu, sneri mér til strák-
anna um leið og ég veifaði hendinni og sagði við þá:
— Við förum líka.
Einhver hreyfing komst á flokkinn og innan stundar
höfðu rösklega 25 Mau-Mau-félagar mínir staðið upp.
Ur öðrum óaldarflokkunum, sem sátu aftar, fóru um 30