Fagnaðarboði - 01.02.1970, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.02.1970, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐAllBOÐI um þær mundir. Að koma þangað orkaði á mig einna líkast því og heí'ði ég náð til „fyrirheitna landsins“. Aldrei fyrr hafði ég litið jafn mörg andlit Ijómandi af kærleika og fögnuði. Mér varð nú hugsað til manna frumkristninnar, sem um var sagt: „Sjá, hve mikla elsku þessir kristnu bera hver til annars“. Sannarlega hafði ég aldrei fyrr séð menn fagna og gleðjast í Guði Frelsara sínum jafn ríkulega og á þessum tjaldsamkomum. Eg lagði mig nú allan fram á samkomu þessari, til þess að hljóta skírnina í Heilögum Anda. Og jafnskjótt og ég í bæninni náði því að leggja niður alla umhugsun varðandi eigin afkomu og lífsþægindi og gat heilshugar lagt allt mitt ráð í hönd Drottins, þá hreif Drottinn mig í Anda sínum. Sífellt streymdu bænarorðin af vörum mér. Og er mér var nú gefið í leiftursýn að sjá geislaskin af dýrð Guðs, steig upp frá hjarta mínu alda lofsöngs og þakkargerðar, án þess að ég sjálfur réði þar nolckru um. t sama mund var sem ég sæi stóra og mikla vatnsuppi- stöðu. Vatnið í henni var hreint, og tært. Jafnframt leit ég mikla eyðimerkurauðn, og virtist mér sem þetta vatn biði þess eins að fá að renna fram og gera eyði- mörkina að frjósömu landi. En í sýninni var mér gefið að sjá, að sú eina framrás, sem vatnið hafði, var ekki stærri um sig en þröngur flöskustútur. Um leið var mér gert skiljanlegt, að þessi takmarkaða framrás vatnsins væri táknmynd um sjálfan mig. Það væri ég sjálfur, maðurinn Harald Bredesen, sem stæði í gegn og þar með takmarkaði framrás hins hreina vatns. Enn fremur var mér gefið að skilja, að hvorki væru það syndir mín- ar né yfirtroðslur, sem væru í vegi, heldur aðeins sjálfur ég, maðurinn, sem hugðist framkvæma þjónustuverkin af sjálfsgetu, — af eigin skilningi og hæfni, og telja sig með því vera að leysa af hendi þjónustuhlutverk við Guð. Með þessari sýn var mér gefið að skilja, að með sjálfsgildismati mínu beinlínis stæði ég gegn því, að lífs- vatnið fengi að renna fram, þ.e.a.s. að Orð Fagnaðarer- indisins fengi í þjónustustarfi mínu að ná til mannanna sem lífsins boðskapur um náð og kærleika Guðs í Jesú Kristi, sem friðþægði fyrir syndir okkar á krossi. Mig gat eldci annað en hryllt við, þá er mér var sýnd hin rétta mynd af þjónustustarfi mínu. Og ég bað Drott- in Jesúm um að gefa mér náð, til þess að vera Honum þóknanlegur og, að Hann færi með mig að vilja sínum og ráði. Næsta morgun fór ég aftur á tjaldsamkomu. Mér duld- ist ekki, að á fyrri samkomunni hafði ég verið mjög nærri því takmarki, sem ég keppti eftir að ná, þ.e. að skírast í Heilögum Anda. Var nú jafnvel ekki laust við ,að sá ótti gerði vart við sig hjá mér, að ég hefði misst af gefnu tækifæri og kynni jafnvel svo að fara, að ég næði aldrei að skírast í Andanum. En nú kom fram á þessari samkomu boðskapur frá Drottni. Hann var fram borin í Heilögum Anda, af vör- um manns, sem hafði hlotið tungutalsgáfuna og síðan útlagður. Innihald boðskaparins var þetta: Ó, fólk mitt. Ef ykkur væri gefið að sjá, hversu heimurinn æðir áfram til glötunar, — hjörtu mannanna syndum spillt, harmi þrungin og særð, mynduð þið skilja, að ég þrái, að græðandi smyrsl Fagnaðarerindis míns nái til hjartn- anna. En til þess að svo geti orðið, verð ég að fá Orði Fagnaðarerindis míns, lífsvatninu, farveg, menn, sem algerlega gefast mér til þjónustu og flytja mönnunum Orð mitt. Gefist upp í sjálfum vkkur. Látið af að berj- ast í eigin krafti. Um leið og þessi boðskapur var frarn borinn, fann ég undursamlegan kærleika ICrists umlykja mig, og ég fékk að skilja, að Hans vilji var, að ég gæfist Honum heill og óskiptur til þjónustunnar. Fram að þessu hafði ég ávallt einblínt á vankanta mína í þjónustunni, — hve milcið skorti á, að ég legði mig þar allan fram, — hve mikið skorti á, að ég elskaði Drottin eins og mér bar. Og með því, að ég horfði þannig stöðugt á sjálfs mín vangetu, hve mikið skorti á hjá mér í þjónustunni og elskunni, fannst mér ég ekki geta vænzt þess, að kærleikur Guðs rynni til mín í fylling sinni, og með þessu beinlínis hindraði ég, að svo yrði. En nú fann ég, þá er kærleikur Drottins umlukti mig, að mis- brestir mínir og vankantar stóðu eldki í gegn því, að kærleikur Drottins fengi að renna til mín óhindrað, — megnuðu ekki að standa þar í gegn, frekar en smáfluga gæti byrgt geislaflóð sólarinnar. Og áður en ég vissi af, hafði ég lyft upp höndum, og var farinn að lofa og veg- sama Drottin hástöfum. Nú var sem flóðgátt hefði opn- azt hið innra með mér, og ég fann, hvernig orðin streymdu fram af vörum mér. Eg talaði tungu (tungumál), sem var mér með öllu óþekkt. Hvílík huggun og hvíld að geta nú verið heill og óskiptur í lofgerðinni til Drottins. Þegar ég áður fyrr hafði verið að reyna að biðja, var ávallt sem hluti af sjálfum mér sæti hjá og væri gagnrýninn og spyrjandi áheyrandi. Hugurinn gat þá jafnvel verið meir bundinn orðalagi bænarinnar, heldur en bænarefninu sjálfu. En nú var elcki um neitt slíkt að ræða. Nú vissi ég, að bænin var fram borin í Heilögum Anda. I bæninni gat ég því notið hvíldarinnar í Drottni. En þetta er einmitt það, sem kirkjunnar menn nú á tímum skortir. Er þetta ekki „týndi hlekkurinn“ milli nútímakristninnar og frumkristninnar. Nú mun ég fara á fund kennara minna og flytja þeim vitnisburðinn. Segja þeim frá því, sem fram við mig hefur komið frá Drottni, Frelsara mínum. Á þeim tíma, sem nú er liðinn frá því að ég hlaut skírnina í Heilögum Anda hefur Drottinn blessað mig í þjónustustarfinu. Hann hefur gefið mér að ná til margra

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.02.1970)
https://timarit.is/issue/379424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.02.1970)

Aðgerðir: