Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.01.2012, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 26.01.2012, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 26. janúar 2012 útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. Það eru margir frasar sem eru sífellt notaðir í íþróttum. Æfingin skapar meistarann, einn leikur í einu, ertu blindur dómari, svona til að nefna nokkra. Einn af mínum uppáhalds- frösum er þegar talað er um meistaraheppni. Ég veit ekki um neitt lið eða einstakling sem hefur orðið meistari á heppni. Það væri heppni ef að boltinn stefndi í bláhornið hjá þér og fugl kæmi fljúgandi fyrir skotið á síðustu stundu. Það þyrfti líka að gerast nokkra leiki í röð vegna þess að enginn verður meistari á því að vinna einn leik. Að horfa á eftir boltanum fara framhjá þér í stöngina og út er ekki heppni. Stöngin er þarna á sama stað allan leikinn og alla leiki. Leikmenn eru farnir að reikna með henni. Að dómarinn dæmi víti sem þú hefðir ef til vill ekki átt að fá er ekki heppni. Það hefur gerst áður og gæti gerst aftur. Þeir sem vinna ekki leiki tala oft um óheppni. Síðasta skotið fór ekki ofan í, þessi dómari hefur eitthvað á móti mér, ég rann þegar ég ætlaði að skjóta. Þeir sem tapa hafa þessa frasa tilbúna í hrönnum eftir leik. Það má vel vera að þú lendir undir einhvern tímann út af óheppni. Sú óheppni varir samt sjaldnast í meira en augnablik. Fótboltaleikur er um 90 mín- útur. Ef þú ert óheppinn í augnablik ætti að vera nógur tími hinar 89 mínúturnar að vera heppinn. Ef að einn leikur, eða jafnvel heilt mót, stendur og fellur með einu augnabliki til hvers þá að spila allar hinar mínúturnar. Það er ansi ódýr af- sökun að kenna óheppni um tapaða leiki. Hvað þá heilt mót. Meistarar skapa sér sína eigin heppni. Þeir koma sér í að- stæður þar sem að þeir gætu litið út fyrir að vera heppnir. Að skora mark á síðustu mínútu kann að virðast vera heppni. Tala nú ekki um ef það gerist oftar en einu sinni, þá er einmitt oft talað um þessa meistaraheppni. Hugsanlega er samt liðið að skora á síðustu mínútu vegna þess að þeir hafa æft vel allan veturinn fyrir mótið og eru í toppformi. Þess vegna eru þeir orkumeiri síðustu mínúturnar og geta tekið betri ákvarð- anir en andstæðingurinn. Lið sem fá fleiri víti en andstæð- ingurinn gætu verið heppin. Það gæti líka verið það að liðið er duglegt að koma sér inn í vítateig andstæðinganna og þannig í hættulega stöðu sem bjóða upp á það að andstæðingurinn brjóti af sér. Heppni og óheppni er eitthvað sem þú ræður ekki við. Þeir sem verða meistarar verða það ekki óvart. Þeir mæta ekki inn á völlinn trekk í trekk og vinna leiki án þess að vita almenni- lega hvað þeir gerðu. Enginn kemst í liðið af því að hann er svo góður að standa inni í teignum og fá boltann í sig og inn. Það er vinna að vera heppinn. Þú æfir og þú leggur þig fram til þess að komast í aðstæður þar sem þú getur verið heppinn. Það er ekki eintóm heppni að vera heppinn. Þín eigin heppni Víkurbraut 6. (sömu götu og Byko) Opið allar helgar frá kl. 14:00 - 18:00 Básaleiga 849 3028 Málverka- og skartgripanámskeið á þriðjudögum og fimmtudögum FUNDIR Á SUÐURNESJUM, LAUGARDAGINN 28. JANÚAR Þingmenn og ráðherrar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Þráinn Bertelsson og Auður Lilja Erlingsdóttir boða til funda í Grindavík og Reykjanesbæ á laugardaginn. Á Kantinum, Hafnargötu 6 í Grindavík, frá kl. 14:30. og á Flughóteli, Hafnargötu 57 í Keflavík, frá kl. 17:00. Hvetjum ykkur öll til þess að nýta tækifærið til að ræða þau mál sem á ykkur brenna við ráðherrana og þingmenn flokksins. Steingrímur J. Sigfússon Þráinn Bertelsson Auður Lilja Erlingsdóttir Svandís Svavarsdóttir Yrsa sem er 17 ára stundar nám í Verzlunarskólanum og hún er á fullu með meistaraflokki Grinda- víkur sem trónir á toppi 1. deildar- innar í körfuboltanum um þessar mundir. Fótboltanum er aðeins sparkað til hliðar á veturna en Yrsa segir að hún hafi aðeins þurft að slaka á eftir að hún hóf nám í fram- haldsskóla. Fyrir tímabilið núna drógu Grindvíkingar sig úr keppni í úrvalsdeild kvenna í körfubolt- anum og ekki stóð til að hafa meistaraflokk. Á endanum fór svo að Grindvíkingar tefldu fram ungu liði sem er, eins og áður segir, á góðu róli í 1. deild. „Ég var ekkert voðalega sátt við það í fyrstu að við myndum ekki vera með í efstu deild, en þetta tímabil er búið að vera mjög skemmtilegt og hópur- inn er alveg frábær,“ segir hún og er greinilega sátt við sitt núna og stefnan er að hennar sögn tekin beint upp í úrvalsdeildina. Þegar hún er innt eftir því hvort ekki sé kominn tími til að velja á milli íþróttanna þá svarar hún að bragði: „Jú það fer alveg að koma tími á það, en það er að reynast erfiðari ákvörðun en ég gerði mér grein fyrir,“ en henni finnst ágætt að vera í fótboltanum á sumrin og körfunni á veturna. Báðar þessar greinar eru þó stundaðar meira árið um kring heldur tíðkaðist á árum áður, sérstaklega með komu innanhússhalla í fótboltanum. „Ég held að það væri skynsamlegt að fara að velja, og ef ég vissi hvorri íþróttinni ég hefði meira gaman af þá væri ég búin að því,“ segir hún og hlær. Hún telur að hún sé aðeins betri í fótboltanum og hana langar að komast að í háskóla í Bandaríkj- unum en margir liðsfélagar hennar í meistaraflokki Grindavíkur hafa farið þá leiðina og líkað lífið þar vestra. Hún segir vera góðan skilning á milli knattspyrnu- og körfuknatt- leiksdeildanna í Grindavík og engin togstreita þar á milli. „Fót- boltaþjálfarinn minn skilur þetta alveg. Hann veit að ég mæti þegar ég kemst en ég mæti 1-2 í viku og er svo með í leikjunum,“ segir Yrsa sem leikur ýmist á miðju vallarins eða í vörninni. Hún fór í sumar með U-17 ára liði Íslands og keppti í undankeppni EM, auk þess hefur hún verið viðloðin U-19 ára lið Ís- lands. Hún leikur sem skotbakvörður í körfuboltanum en undanfarið hefur hún sett stefnuna á að kom- ast í U-18 ára liðið sem keppir á Norðurlandamótinu í Solna um páskana. Áður hafði hún leikið með U-16 ára liði Íslands. Það sem ungur íþróttamaður þarf að hafa til brunns að bera að mati Yrsu er fyrst og fremst að hafa gaman af íþróttinni sem maður stundar. „Skipulag og metnaður er nauðsynlegt en ef maður hefur ekki gaman af þessu þá nennir maður ekki að leggja neitt á sig,“ en Yrsa segir að það skemmti- legasta sem hún geri sé að mæta á æfingu, hvort sem það er í fótbolta eða körfubolta. Hún telur það mjög mikilvægt að borða hollan mat og fá ágætis hvíld á milli æfinga. Samt finnur hún tíma til að skella sér í ræktina 2-3 þrisvar í viku. Það verður sannarlega gaman að fylgjast með þessari metnaðarfullu íþróttakonu í framtíðinni en hvort það verði á iðagrænu grasinu eða glansandi parketinu verður tíminn að leiða í ljós. vf.is vf.is Erfitt að vElja á milli bolta „Ég byrjaði að æfa báðar þessar íþróttir um 6 ára aldur. Ég æfði svo sund fram í 5. bekk en það var ekki nógu mikill tími fyrir þetta allt saman þannig að fótboltinn og körfuboltinn urðu bara að duga,“ segir Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir sem var á dögunum valin íþróttakona Grindavíkur en hún er gríðarlegt efni bæði í fótbolt- anum og körfuboltanum og á að baki unglingalandsleiki í báðum íþróttum. Ingibjörg Yrsa var lykilmaður bæði í körfubolta- og knattspyrnuliðum Grindavíkur í ár og Ingibjörg fékk 81 stig af 100 mögulegum og Óskar Pétursson markvörður fékk 79 stig, en valið er kynjaskipt. ›› Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir: leikir á næstunni í körfuboltanum Iceland Express deild karla í kvöld: Haukar - UMFN (ókeypis rúturferðir í boði) Á morgun föstudag: Grindavík - Fjölnir, Tindastóll - Keflavík (úti) Iceland Express-deild kvenna á laugardag: Keflavík - Haukar, Snæfell - Njarðvík (úti) Sportið er líka á vf.is alla daga vikunnar!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.