Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 18. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 FRÉTTIR VIKUNNAR Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali - Hafnargata 27 - 230 Keflavík s: 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393 - Netfang: asberg@asberg.is Vallarbraut 6, Reykjanesbæ Íbúð til sölu eða leigu. Glæsileg þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi fyrir eldri borgara, laus strax. Lyfta í húsinu. Áratuga gömul grenitré í gamla kirkjugarðinum við Aðalgötu í Keflavík voru felld í vikunni. Trén eiga það flest sam- SÖLU Til Súlutjörn, Innri Njarðvík Elín Viðarsdóttir Lögg. fast.sali s: 695-8905 elin@fasteignasalan.is Páll R. Pálsson Söluf.trúi s: 615-2388 prp@fasteignasalan.is Frábær eign - auðveld kaup 24,9 m.  5 herbergja 123 fm  Sér inng. Þvottahús innan íbúðar  4 rúmgóð svefnherb.  YFIRTAKA 4,15% LÁN  AUÐVELD KAUP. (Áhv.23,7 + kostn.) Lög ga n Lög ga n 16 og 17 ára unglingsstúlkur á skemmtistað- Fimm sextán ára stúlkur og ein sautján ára reynd- ust vera inni á skemmistað í Reykjanesbæ þegar lögreglan á Suðurnesjum var með hefð- bundið eftirlit á skemmti- stöðum um helgina. Eftirlitið var í samstarfi við Útideild Reykjanesbæjar. Sumar þeirra framvísuðu skilríkjum sem þær höfðu „fundið“ á víðavangi, að eigin sögn. Stúlkurnar voru allar færðar á lögreglustöð og haft samband við foreldra þeirra sem komu og sóttu þær. Að því búnu fóru lög- reglumenn aftur á umræddan skemmtistað til að ganga endan- lega úr skugga um að ekki væru fleiri undir lögaldri þar inni. Svo reyndist ekki vera. Klemmdist fastur undir bíl Ökumaður í umdæmi lög-reglunnar á Suðurnesjum missti stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut á móts við Voga, með þeim afleiðingum að bíllinn valt og klemmdist maðurinn undir honum. Óhappið varð með þeim hætti að bifreiðinni var ekið ofan í mönina milli akbrauta og kast- aðist hún yfir veginn og stað- næmdist á hægri hlið, norðan megin vegarins. Ökumaðurinn reyndist vera skorðaður undir hurðarkarmi bílsins. Læknir var kvaddur á staðinn, svo og sjúkrabifreið og tækjabíll. Notaður var loftpúði til að lyfta bílnum upp og skreið ökumaður þá óstuddur undan honum. Meiðsl hans voru talin minni en óttast hafði verið í fyrstu. Kveikt í ruslatunnum Lögreglunni á Suðurnesjum var síðastliðinn föstudag gert viðvart um að eldur væri laus við íbúðarhúsnæði í Njarð- vík. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að tvær ruslatunnur höfðu verið teknar af hefðbundnum stað framan við húsið og settar upp við vegg þess fyrir aftan það. Þar hafði verið kveikt í þeim. Húsráðendur urðu varir við eldinn og náðu að færa tunn- urnar frá veggnum áður en skaði hlytist af þessu hættulega athæfi. Slökkvilið kom síðan á vettvang og slökkti eldinn. í gamla kirkjugarðinum Skógarhögg eiginlegt að vera illa haldin, þ.e. flestar greinar þeirra eru dauðar. Þá standa þau þétt saman og vöxtur þeirra hamlar öðrum gróðri á svæðinu. Með því að fella trén er einnig verið að hleypa meiri birtu inn í kirkjugarðinn. Trén sem voru felld eru öll um og yfir 60 ára gömul. Búið er að merkja a.m.k. tíu tré sem verða felld í viðbót. Búið er að hafa samband við flesta aðstandendur þeirra leiða þar sem til stendur að fella tré. Þó hefur ekki tekist að hafa upp á öllum. Viðbrögðin hafa almennt verið góð, enda lítil prýði af illa förnum trjám. Trén voru mörg hver „myndarleg“ með svera stofna. Greinarnar sagaðar af stofninum. Allt verður þetta svo kurlað niður.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.