Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 18. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 Me nn ing Fré ttir SKÓGRÆKT Nú er það þannig að mannskepnan er stillt á 37°C sem er okkar blóðhiti. Til- brigði við það hitastig, upp eða niður, veldur óþægindum. Hús okkar höfum við hitastillt miðað við vellíðan og meðal- klæðnað. En allt að einu líður okkur betur utandyra, segjum við 20 stiga hita en við O°C. Af þessu leiðir að við gæt- um vissulega fagnað hækkun hita á Suðurnesjum. En höfum við raunveru- lega möguleika á að breyta veðrinu – hækka hitann? Svarið er: já – með skógrækt. Skógurinn dempar vindinn og dregur þannig úr vindkælingunni – hækkar hitann. Það er óum- deilanleg staðreynd. Spurningin, eða efasemdirnar, hafa frekar verið á þá leið að menn eru ekki vissir um hvort yfirleitt sé hægt sé að rækta skóg á Suðurnesjum. Sannanir fyrir því að það sé hægt blasa þó víða við: Háibjalli, Sól- brekkur, Þorbjörn – þetta eru helstu skógræktarsvæðin og þar má sjá tré í mjög góðum þrifum með mikinn viðarvöxt. Á forsíðu Víkurfrétta birtist fyrir skömmu skemmtileg mynd af skógivöxnum bæjarhluta undir fyrirsögninni Keflavíkurskógur og þar er einmitt tekið undir þau sjónarmið að veðrið breytist til batnaðar með aukinni trjárækt í bæjum. Það er sem sé komin áratuga reynsla af skógrækt á Suður- nesjum, reynsla sem kennir okkur að skógræktin ber mikinn árangur á okkar slóðum. En auðvitað er ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir, ekki sama hvaða aðferðum er beitt og ekki sama hvaða trjátegundir menn nota. En þekk- ingu og reynslu höfum við eftir undangengna áratugi og einnig til- raunir og margskonar rannsóknir sem hið opinbera hefur staðið að. Leiðin til þess að hækka hitann á Suðurnesjum er einfaldlega stórfelld skógrækt. Aðferðirnar eru þekktar. Kostnaðinn er auðvelt að reikna út. Ábatann getur verið flóknara að reikna út, því hvers virði er skjólið og öll hliðaráhrif þess? Við höfum, enn sem komið er a.m.k. ekki nákvæma tölu yfir það, en við vitum vissulega að það er mikils virði. Nágrannar okkar á Bretlandseyjum telja að hægt sé að spara 5% af kostnaði við kyndingu og kælingu á húsnæði með vel skipulagðri trjárækt í byggð. Og í suðurríkjum Bandaríkjanna telja menn að fasteignir séu allt að 15% verðmætari í grónum vel skipulögðum hverfum en annars staðar. Gróðursæl hverfi eru sem sé mun verðmætari en önnur og Hvernig breytum við veðrinu á Suðurnesjum? S umum kann að þykja það fráleit hugmynd að hægt sé að breyta veðrinu á Suðurnesjum. Mikil úr-koma, vindnæðingur og tiltölulega jafn hiti allt árið er eins og kunnugt er það veðurfar sem einkennir Suðurnesin. Og allt þetta tengist að sjálfsögðu flatlendinu, sem er má segja allsráðandi hér, og einnig nálægðinni við hafið; hafið sem temprar veðurfarið og gerir sumrin svöl og veturna milda. Suðurnesin eru ekki aðeins móttökustöð fyrir millilandaflugið, heldur einnig móttökustöð fyrir rakar og heitar lægðir sem heimsækja okkur sunnan úr höfum. Og þegar hlé verður á heimsókn lægðanna og einhver víðáttu- mikil hæðin tekur völdin leggst hann oft í norðan þræsing dag eftir dag. Skjóláhrifa Esjunnar og annarra fjallgarða við Hvalfjörð gætir því miður ekki á okkar slóðum. - KRISTJÁN BJARNASON skrifar um skógræktarmál kemur þar auðvitað margt til. Fyrir utan hin miklu áhrif sem skógur hefur á veðurfar er hann eins og kunnugt er atvinnuskap- andi; hann dregur úr loft- og hávaðamengun; hann bindur koltvísýring úr andrúmsloftinu; hann skapar útivistarsvæði sem eru mikils virði, ekki síst nálægt þéttbýli; hann eflir ferðaþjónustu; hann er auðlind, meðal annars á þann veg að þar fer fram stöðug viðarframleiðsla og í skógunum ræktum við jólatré og sækjum þangað ber og sveppi o.s.frv. Áhrifa skógarins gætir því meira sem hann nær yfir víðáttumeira svæði og því er nauðsynlegt að rækta skóga á stórum svæðum. Hvað Suðurnesin varðar vill svo heppilega til að við eigum stór og víðáttumikil svæði sem henta vel til skógræktar; lítið notað, til- tölulega aðgengilegt land, sem bíður þess eins að klæðast skógi. Miðnesheiðin, Ásbrú, Hafnaheiði að nokkru leyti, Njarðvíkurheiði, Stapinn og Strandarheiðin að stórum hluta; allt eru þetta svæði sem ættu að klæðast skógi og bæta þannig veðurfarið á Suðurnesjum. Það má með sanni segja að það sé ekki eitt – heldur allt, sem mælir með stóraukinni skógrækt á Suðurnesjum og reyndar um allt landið. Úti um allan heim er litið á skóginn sem verðmæti, nátt- úruauðlind. Fjárfesting í skógrækt er langtímafjárfesting sem skilar miklum arði, ekki aðeins fyrir okkur sem nú lifum heldur enn frekar fyrir komandi kynslóðir. Kristján Bjarnason Á forsíðu Víkurfrétta birtist fyrir skömmu skemmtileg mynd af skógivöxnum bæjarhluta undir fyrirsögninni Keflavíkurskógur og þar er einmitt tekið undir þau sjónarmið að veðrið breytist til batnaðar með aukinni trjárækt í bæjum. Aðsent Jeppavinafélagið, Suðurnesjadeild F4x4 stendur fyrir nýliðaferð laugardaginn 20. október 2012. Ferðin er fyrir alla jeppa bæði óbreytta og breytta. Lagt verður af stað frá Orkunni á Fitjum um kl. 9:00. Mæting tímanlega. Stefnt að því að vera komin heim aftur um kl. 17:00 Skráning fer fram hjá Matta 618-0944 og á tölvupósti sudurnesjadeild@f4x4.is Kveðja stjórnin NÝLIÐAFERÐ Þann 5. október, fyrir 12 árum, sigldi víkingaskipið Íslendingur inn til hafnar í New York, til staðfestingar á landafundum Ís- lendingsins Leifs Eiríkssonar heppna, þúsund árum áður. Skipið sjálft, saga þess og fyrstu landnámsmannanna má nú sjá í glæsilegri aðstöðu fyrir ferðamenn í Víkingaheimum í Reykjanesbæ, ásamt fleiri tengdum sýningum. Að sögn Valgerðar Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa hjá Reykjanesbæ, sem sinnir framkvæmdastjórn Víkingaheima hafa þær fimm sýningar sem nú eru í húsinu fengið mikið lof ferðamanna og kynningarfyrirtækja. Þrjár nýjar sýningar voru settar í húsið í vor og þær tvær sem fyrir voru, voru endurnýjaðar og yfirfarnar. Í september sl. hafði gestum Víkinga- heima fjölgað um 45% frá öllu árinu í fyrra. Heildarfjöldi gesta allt árið 2011 var 8.474 en það sem af er árinu 2012 eru komnir 12.328 gestir. Um 80% gesta eru erlendir ferðamenn, flestir frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Sýningarnar fimm eru eftirfarandi: - Víkingaskipið Íslendingur er nú sem fyrr stærsti sýningargripurinn, en við innganginn í skipið hefur verið komið fyrir upplýsingum um siglingu Íslendings til Vesturheims árið 2000. - Hluti úr Smithsonian sýningunni „Víkingar Norður Atlantshafsins“, sem sett var upp víða í Bandaríkjunum árið 2000, prýðir nú neðri hæð hússins. - Sett hefur verið upp sýningin Sagnaslóðir á Íslandi á efri hæð þar sem allar helstu sagnaslóðir á landinu eru nú kynntar í myndefni og texta á fjórum tungumálum. Sú sýning er unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. - Byggðasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir vandaðri sýningu á forn- minjum á Suðurnesjum, studda af rannsóknargögnum frá Höfnum. Sýningin var sett upp í sal við innganginn á neðri hæðinni. - Þá setti Listasafn Reykjanesbæjar upp listræna sýningu á norrænni goðafræði „Örlög goðanna“ á efri hæð hússins þar sem gestir upplifa norrænu guðina með aðstoð myndlistar, tónlistar og hljóðleiðsagnar á fjórum tungumálum. Mikil fjölgun gesta í Víkingaheima Þann 5. október, fyrir 12 árum, sigldi víkingaskipið Íslendingur inn til hafnar í New York, til staðfestingar á landafundum Íslendingsins Leifs Eiríkssonar heppna, þúsund árum áður. Mynd: Einar Falur Ingólfsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.