Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 24
fimmtudagurinn 18. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR24 Toyota Reykjanesbæ ÍS LE N SK A/ SI A. IS /T O Y 61 49 1 10 /1 2 Sjaldan er góður bíll of oft smurður Toyota Reykjanesbæ Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 17 Reykjanesbæ Sími: 420 6610 Pa nt að u t ím a í da g. Þa ð e r e inf alt og flj ót leg t. Kynntu þér betur þjónustu okkar á www.toyota.is Engin vandamál - bara lausnir. Í október er sértilboð á smurþjónustu hjá Toyota Reykjanesbæ, viðurkenndum þjónustuaðila Toyota. 20% afsláttur Sértilboð á olíum, síum, þurrkublöðum, bílaperum, rúðuvökva og frostlegi hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota.* 15% afsláttur af vinnu við smurningu. Komdu í heimsókn. Við tökum vel á móti þér. *Olíur, olíusíur, loftsíur, frjókornasíur, bensín- og hráolíusíur, þurrkublöð, þurrkugúmmí, ljósaperur, rúðuvökvi og frostlögur. 1996 Framkvæmdir við reiðhöllina hafnar Hestamannafélagið Brimfaxi reisir nú reiðhöll í hesta- mannahverfinu í Hópsheiði við Grindavík þar sem nú er reiðhringur. Fyrsti áfangi er að steypa sökkulinn og er sú vinna komin vel á veg. Samkvæmt samkomulagi Grinda- víkurbæjar og Brimfaxa leggur bærinn 50 milljónir króna til bygg- ingar reiðhallarinnar og var áætlað að hún yrði tilbúin í haust. Vinnan við bygginguna byggir fyrst og fremst á sjálfboðavinnu en félagar í Brimfaxa eru hátt í eitt hundrað. Oddný þing- flokksformaður Oddný Harðar- dóttir, fyrr- verandi fjármála- ráðherra, er aftur orðin þingflokks- formaður Sam- fylkingarinnar eftir kosningu á þingflokksfundi sl. mánudag. Á fésbókarsíðu sinni þakkar hún Magnúsi Orra Schram vel unnið verk en hann heldur áfram sem varaformaður. Loðnuskipið Dagfari GK 70 frá Sand-gerði fékk á sig brotsjó með fullfermi af loðnu í haugasjó og tólf vindstigum grunnt út af Reykjanesi þann 21. febrúar árið 1996. Gluggar brotnuðu í brú og siglingatæki skipsins urðu óvirk. Fjórtán manns voru í áhöfn Dagfara og slasaðist einn þeirra lítillega þegar brotið reið yfir. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sveim- aði yfir Dagfara allt þar til varðskipið Týr kom á vettvang um kl. 11 um morguninn en það var Halldór Nellett hjá Landhelgis- gæslunni sem tók meðfylgjandi mynd um 10 leytið um morguninn, um klukkustund áður en varðskipið kom. Skipin héldu sjó fram eftir degi en Dagfara var fylgt til hafnar í Keflavík, þangað sem hann kom daginn eftir. Ölduhæð var þar allt að 16 metrar þegar veðrið var hvað verst. Eins og sjá má á myndinn hefur hluti af loðnunótinni fallið útbyrðis en skipverjar náðu henni um borð aftur. n D ag fa ri út a f R ey kj an es i. Lj ós m yn d: H al ld ór N el le tt / L an dh el gi sg æ sl an Dagfari GK fékk brotsjó við Reykjanes GAMLA FRÉTTIN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.