Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 18. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR8 FS-ingur vikunnar að þessu sinni er Sindri Þór Skarphéð- insson en hann er 18 ára og kemur uppruna- lega frá Ísafirði. Sindri er á fullu í fótboltanum með Njarðvík en hann ætlar sér að ná árangri í boltanum. Félagsfræði og íþróttabraut varð fyrir valinu hjá Sindra en hann er þó óviss með hvað hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Af hverju valdir þú FS? Ég vildi auðvitað pæla í öðrum skólum en þar sem það er bara vesen og auka kostn- aður þá valdi ég FS, og ég er ánægður í FS. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er mjög fjölbreytt félagslíf hérna í FS, sætar stelpur og góðir námsmenn. Mér finnst félagslífið ekki eins hópaskipt og það var þegar ég byrjaði í FS. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég stefni á að ná sem lengst í fótboltanum og er byrjaður að taka stóru skrefin þar, annað er seinni tíma vandamál í augnablikinu. Ertu að vinna með skóla? Nei, en ef einhver vill fá mig í vinnu þá má hinn sami endilega hafa samband við mig Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tóm- stundum? Ég spila fótbolta með Njarðvík Hvað borðar þú í morgunmat? Ég hef aldrei borðað neitt mikið í morgunmat nema bara appelsínu/eplasafa og jógúrt. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Arnór Ingvi Traustason Hvað fær þig til að hlæja? Vinir, tölvan og sjónvarpið Eftirlætis: Sjónvarpsþættir Dexter Vefsíður Fótbolti.net Skyndibiti Hamborgari Kennari Atli Þorsteinsson Fag í skólanum Saga Tónlistin Bland af öllu. FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... MANNLÍFIÐ • UNGA FÓLKIÐ Lísbet Helga í 10. bekk Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ er þessa vikuna í UNG. Hún væri til í að vera flugfreyja og fyrirsæta þegar hún verður eldri. Þá væri Lísbet Helga til í að geta lesið hugsanir ef hún fengi ofurkraft. Hver eru áhugamál þín? Syngja, leika, ræktin, versla, vera með vinum og svo langar mig auðvitað að verða módel. Uppáhalds tónlistarmaður/ hljómsveit? Ed sheeran og Bon Iver standa upp úr. Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir og íslenska. En leiðinlegasta? Náttúrufræði. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Kjúklingur er í uppáhaldi. En drykkur? Vatn og epladjús eru bestu drykkirnir. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Ed Sheeran klárlega. Ef þú gætir fengið einn ofur- kraft hver væri hann? Að geta lesið hugsanir. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Mig langar til þess að verða flugfreyja og svo seinna meir vil ég mennta mig en ég er ekki alveg klár á því hvað ég vil læra. Svo auð- vitað langar mig til þess að starfa í módelbransanum. Hver er frægastur í símanum þínum? Kristófer og mamma. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Athuga hvað fólki finnst um mig þegar ég er ekki á staðnum. Hvernig myndirðu lýsa fata- stílnum þínum? Bara nokkuð venjulegur finnst samt voða gaman að vera artý og öðruvísi. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Er oftast glöð og jákvæð, er alltaf góð við alla í kringum mig og get verið rosaleg frekja. Hvað er skemmtilegast við Myllubakkaskóla? Allt, yndislegur skóli. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Pretty little liars því ég er alltaf svo forvitin. „Get verið rosaleg frekja“ n LÍSBET HELGA // UNG UMSjón: Páll oRRI PálSSon • PoP@VF.IS Sætar stelpur og góðir náms- menn í FS Myndir! Óskum eftir að fá sendar ljósmyndir úr félagslífi skólanna á Suðurnesjum til birtingar á vf.is og í Víkurfréttum. Sendið myndir á vf@vf.is FélagslíFið í myndum Bryn Ballett Akademían og Fim-leikadeild Keflavíkur eru nú í sam- starfi með að veita nemendum sínum enn meiri tækni og fjölbreyttari þjálfun. Nemendur BRYN á listdansbraut stunda nú fimleika í húsnæði Fimleikadeildar- innar til þess að öðlast enn meiri liðleika og líkamsstyrk og iðkendur áhaldafim- leika stunda klassískt ballettnám í hús- næði BRYN til þess að öðlast enn meiri stjórn á samhæfingu danshreyfinga. Bryndís Einarsdóttir skólastjóri og eig- andi BRYN segist vera hæstánægð með þetta samstarf, því þarna fá allir iðkendur enn meiri dýpt í þjálfun sinni. Hún segir ennfremur að svona samstarf tíðkist hjá hinum bestu ballettskólum og fimleika- deildum erlendis. Bryndís sér um ball- ettkennsluna og hefur jafnframt kennt fimleikadeildum ballett í Bretlandi. Ardalan Nik Sima frá Nýja Sjálandi er aðalþjálfari Fimleikadeildarinnar sér um þjálfun fimleika fyrir listdansnemendur. Hann hefur starfað sem þjálfari á Nýja Sjálandi og einnig í nokkur ár hjá fim- leikadeild Gerplu. Ardalan Nik er einnig hæstánægður með samstarfið og segir þetta veita iðkendum mikinn styrk og efla kunnáttu þeirra. Eva Berglind Magnúsdóttir framkvæmda- stjóri fimleikanna er mjög ánægð með þetta samstarf. Hún segir að námið og þjálfunin verði enn skemmtilegri og fjöl- breyttari hjá öllum iðkendum sem njóta góðs af þessu samstarfi. n Samstarf Bryn og fimleika

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.