Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. október 2012 11 LAUS STAÐA Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ NJARÐVÍKUR Laus staða við baðvörslu kvenna Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. nóvember nk. Staðan er auglýst til eins árs. Vaktavinna. Umsóknarfrestur er til 25. október nk. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður í s. 899-8010 ALLT EÐA EKKERT! SAMSÝNING 55 LISTAMANNA AF SUÐURNESJUM Síðasta sýningarhelgi. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur ÍÞRÓTTAKENNARI ÓSKAST Í NJARÐVÍKURSKÓLA TIL AFLEYSINGA V/FÆÐINGARORLOFS Starfssvið: Íþróttakennsla 1. - 10. bekkur Menntunar- og hæfniskröfur: Réttindi til kennslu í grunnskóla Réttindi til sundkennslu Góð mannleg samskipti Umsóknarfrestur er til 1. nóvember Upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í s. 4203000/8632426 Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar. Sjá nánar um skólann á njardvikurskoli.is FJÖLSKYLDAN Í REYKJANESBÆ KYNNINGAR Í OKTÓBER VEGNA UMÖNNUNARGREIÐSLNA REYKJANESBÆJAR Þriðjudaginn 23. október kl. 20:00 kynnir fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar starfsemi sína og verkefni sem lúta að stuðningi við foreldra. Fimmtudaginn 25. október kl. 20:00 kynnir fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar þjónustu sveitar- félagsins við barnafjölskyldur. Kynningarnar fara fram í Íþróttaakademíunni, Krossmóa 58, Reykjanesbæ  LEIKHÚSFERÐ Félags eldri borgara 23. nóvember Farið verður í Þjóðleikhúsið á Tveggja þjónn. Gamanleikrit sem hefur farið sigurför um heiminn. Farið verður frá SBK kl. 18:00. Komið við á Hornbjargi, Nesvöllum og Grindavíkuraeggjara Sýning hefst kl. 19:30. Miði og rúta kr. 5.500,- Seldir hjá SBK. Fyrstir koma fyrstir fá. Góða skemmtun Leikhúsnefnd. „Krefjast verður þess að mennta- málaráðuneytið og stjórnendur Fjöl- brautaskóla Suður- nesja finni lausn á álitamálunum og að frá mennta- málaráðuneytinu, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ríkisstjórn komi skýr skilaboð um að ungmennum á Suðurnesjum verði ekki frekar en öðrum ungmennum á landinu meinuð skólavist á næsta skólaári. Enda væri það í hróplegu ósamræmi við stefnu stjórnvalda og kæmi aldrei til greina,“ segir Oddný Harðardóttir annar þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi og formaður þingflokksins, aðspurð út í fréttir af stöðu Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. „Á ríkisstjórnarfundi í ágúst síðast- liðnum ræddi menntamálaráðherra stöðu framhaldsskólanna og fyr- irsjáanlegan rekstrarvanda nokk- urra þeirra á yfirstandandi skólaári. Á þeim fundi var ítrekuð sú stefna stjórnvalda að öll þau ungmenni sem þess óska og uppfylla skilyrði fái inngöngu í framhaldsskóla. Skólum verði ekki gert að fækka nemendum og segja upp starfs- fólki vegna rekstrarvanda á árinu 2013. Í framhaldinu var lagt til við samning fjáraukalagafrumvarps að veittar yrðu 140 mkr til að mæta þeim skólum sem verst eru settir í ár og unnið er að breytingatillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs sem fjallað verðum um á Alþingi í lok nóvember. Opnun framhaldsskólanna fyrir at- vinnuleitendum hefur borið góðan árangur og stjórnendur og starfsfólk framhaldsskólanna hafa unnið afar vel úr erfiðri stöðu sem skólarnir voru settir í ásamt öllum öðrum ríkisstofnunum eftir efnahagsáfallið haustið 2008. Stofnanirnar allar og starfsmenn þeirra hafa haldið uppi góðri þjónustu ásamt því að glíma Finna þarf lausn á málefnum FS við afleiðingar hagstjórnarmistaka sem gerð voru á árunum fyrir hrun. Af fagmennsku hafa starfsmenn sinnt skjólstæðingum sínum afar vel við vægast sagt krefjandi að- stæður. Og fyrir það ber að þakka. Það verður því að líta það alvar- legum augum ef álitamál á milli einstakra framhaldsskóla og ráðu- neytis vegna tæknilegra atriða er varðar reiknilíkan verði til þess að því sé hótað, að um 200 nemendur á því svæði sem einna verst hefur orðið úti eftir efnahagshrunið fái ekki inngöngu í framhaldsskólann á svæðinu. Slíkar upphrópanir hljóta að hafa slæm áhrif á nemendur, starfsmenn skólans og samfélagið í heild og verður að reka aftur til föðurhúsanna hið snarasta,“ sagði Oddný. - segir Oddný Harðardóttir, alþingismaður

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.