Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2012, Side 30

Víkurfréttir - 18.10.2012, Side 30
fimmtudagurinn 18. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR30 byrjun“ Vin sæ lt Mest lesið á vf.is Landsfrægur sjón- varpshundur í haldi lögreglu Sérsveit lögregl- unnar kafar á líkfundarstað Lögreglan veit ekki hver hinn látni er Vefur Víkurfrétta var 19. mest lesni vefurinn á Íslandi í liðinni viku! síðustu 7 sólarhringa „Við höfum byrjað tímabilið skelfilega. Við fengum seinni Kanann seint og höfum lítið æft saman sem lið. Vandamálið í fyrstu leikjunum hefur verið að liðið hefur ekki verið samstillt í varnar- og sóknarleik og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við höfum verið að tapa leikjum vegna þess að við höfum verið að spila sem ein- staklingar í stað þess að spila sem lið. Við höfum æft vel síðustu daga og það eru allir að verða betri og betri,“ segir Magnús sem telur þó leikinn í kvöld ekki vera úr- slitaleik fyrir Keflvíkinga. „Nei, ég horfi ekki n Stórleikur í Toyotahöllinni í kvöld þegar Keflavík tekur á móti KR – segir fyrirliði Keflavíkur Þ að er óhætt að segja að byrjun Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfuknattleik hafi ekki verið upp á marga fiska. Keflvíkingar hafa tapað báðum leikjum sínum í deildinni og lágu einnig fyrir Skallagrími í Lengjubikarnum í vikunni. Að auki töpuðu þeir fyrir grönnum sínum í Grindavík í Meistarakeppni KKÍ og því hefur liðið tapað fjórum leikjum í röð. Keflavík tekur á móti KR í stórleik þriðju umferðar í kvöld. Magnús Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir liðið á réttri leið eftir dapra byrjun. þannig á leikinn. Við höfum byrjað tímabilið gegn mjög sterkum liðum og eðlilegt að stig tapist. Auðvitað hefði ég viljað vinna báða leikina í deildinni en ég hef engar áhyggjur. Við munum ekki leggja árar í bát. Það eiga öll lið eftir að tapa nokkrum leikjum í vetur. Upp á sjálfstraustið þá væri frábært að vinna KR í kvöld. Þeir eru með hörkulið og kannski í svipaðri stöðu og við. Kaninn kom seint til þeirra og þeir eru ennþá að slípa saman sitt lið. Ég á von á hörkuleik.“ Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld. Á sama tíma tekur Njarðvík á móti ÍR í Ljónagryfjunni og eiga harma að hefna eftir stórt tap í Lengjubikarnum í vikunni. Grindvíkingar fara svo í heimsókn til Þórs í Þorlákshöfn á morgun. „skelfileg Magnús Gunn- arsson, fyrirliði Keflavíkur. VF-myndir: Hilmar Bragi Sara Rún Hin-riksdóttir, leik- m a ð u r k ven n a - liðs Keflavíkur í k ör f u k n att l e i k , hefur byrjað nýtt keppnistímabil af krafti. Hún hefur skorað 18 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjum vetr arins og er orðin lyk i l leik- maður í liðinu þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul. Sara kveðst mjög sátt með byrjun tímabilsins. „Við erum mjög sáttar með byrj- unina og þetta gæti ekki verið betra. Við erum að spila mjög vel. Ég spilaði mikið í sumar í lands- liðsverkefnum með yngri lands- liðunum og það er að skila sér í upphafi tímabilsins. Við ákváðum líka nokkrar stelpur í liðinu að fara reglulega á metabolic æfingar og það er að skila sér í auknum styrk,“ segir Sara sem þykir gríðarlegt efni. Hún er að hefja sitt annað keppnistím- bil í meistaraflokki og kveðst mjög sátt með hversu vel hefur gengið. „Ég átti ekki von á því að ég fengi svona stórt hlut- verk, svona ung. Ég gæti ekki verið með betri liðsfélaga og það eru margar reynslumiklar stelpur í þessu liði. Stelpurnar eru óhræddar við að stoppa mig og kenna mér eitthvað nýtt sem er frábært.“ Í gær fór fram grannaslagur Njarð- víkur og Keflavíkur í Dominos- deild kvenna í Ljónagryfjunni. Víkurfréttir var farið í prentun áður en úrslit lágu fyrir en finna má um- fjöllun um leikinn á vf.is. 16 ára og orðin LykiLLeikmaður

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.