Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 26
fimmtudagurinn 18. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR26 PÓSTKASSINN • MINNING AÐALFUNDUR Ferðamálasamtök Suðurnesja boða til aðalfundar miðvikudaginn 24. október 2012 kl. 17:00 í Eldey Grænásbraut 506, Ásbrú, Reykjanesbæ.  Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál  Reykjanesbæ 15. október 2012 Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja Kristján Pálsson formaður FSS Silfursmiðanámskeið verður haldið á Listasmiðjunni, Ásbrú 2. - 4. nóv. í Víravirki Verð kr18.000,- + efni. Nánari uppl. s. 823 4228, Karl Davíðsson gullsmiður eða á póstfang gulloghonnun@gulloghonnun.is Á vormánuðum 2009 var mikil og þung krafa í samfélaginu um að endurskoða þyrfti íslensku stjórnarskrána frá grunni. Rætt hefur verið um grundvalla- endurskoðun al- veg frá lýðveldis- stofnuninni 1944 en staðreyndin er sú að af henni hefur ekki orðið á þesssum tæpum 70 árum sem liðin eru. Krafan var einnig um að enduskoðun stjórnarskrár- innar ætti ekki lengur að vera einkamál stjórnmálamanna og lögfræðinga og öll þjóðin ætti að koma að málinu. Til marks um þetta höfðu allir flokkar – utan Sjálfstæðisflokksins – aðkomu þjóðarinnar að endurskoðun stjórnarskrárinnar á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar 2009. Að loknum kosningum 2009 náðist málamiðlun á Alþingi um endurskoðun stjórnarskrárinnar; skipa ætti stjórnlaganefnd, boða síðan til þjóðfundar og loks halda stjórnlagaþing. Þetta var gert. 950 Íslendingar valdir af handahófi komu saman til þjóðfundar haustið 2010 og niðurstöður hans voru lagðar til grundvallar vinnu stjórnlagaráðs. 522 Íslendingar buðu sig fram til stjórnlagaþings og 25 voru kjörnir. Hæstiréttur komst að þeirri umdeildu niður- stöðu að framkvæmd kosninganna hefði verið á þann veg að rétt væri að ógilda kosninguna. Alþingi ákvað síðan að skipa þá fulltrúa sem hlutu kosningu í stjórnlag- aráð. Stjórnlagaráð tók til starfa og samþykkti einróma – á grundvelli niðurstaðna stjórnlaganefndar og þjóðfundarins – frumvarp til stjórnarskipunarlaga og skilaði því til Alþingis síðsumars 2011. Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd Alþingis lagði til að íslenska þjóðin yrði spurð álits á frum- varpi stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningunum í sumar – sjálfstæðismenn á Alþingi komu í veg fyrir það með málþófi. Mikill meirihluti Alþingis (35 gegn 15) hélt ótrauður áfram og náði að tryggja áframhaldandi aðkomu þjóðarinnar að langþráðri endur- skoðun stjórnarskrárinnar og kjósendur verða því spurðir álits í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugar- daginn næsta þann 20. október. Viltu að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign í stjórnarskrá? Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn gefst okkur Ís- lendingum tækifæri til að senda Alþingi skýr skilaboð um það hvort við viljum að tillaga stjór- nlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verði lögð til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. Einnig erum við spurð mikilvægra spurninga um það hvort við viljum að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir lýstar þjóðareign, hvort við viljum að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi, hvort við viljum að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör heimilað í meira mæli en nú er, hvort við viljum að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um jafnt vægi atkvæða og hvort við viljum að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæða- greiðslu. Nægjanlegt er að svara einni af þessum sex spurningum til þess að kjörseðillinn sé gildur. Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur verið rædd áratugum saman en aldrei áður jafn ítarlega og með aðkomu svo margra. Ferlið hefur jafnframt vakið heimsathygli, Ís- lendingar eru í augum heimsins þjóðin sem er að endurskoða stjórnarskrá sína sjálf. Mikilvægt er að við nýtum þetta merkilega tækifæri sem flest, mætum á kjör- stað á laugardaginn og sendum skýr skilaboð. Munum að þeir sem sitja heima eftirláta öðrum að taka ákvörðun fyrir sína hönd. Eysteinn Eyjólfsson Bæjarfulltrúi Samfylkingar- innar í Reykjanesbæ Ég er í vinnumarkaðsráði á Suðurnesjum fyrir hönd sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Vinnumarkaðsráð er skipað sam- kvæmt lögum um vinnumark- aðsaðgerðir frá 2006 og er hlutverk ráðsins að fylgjast með stöðu atvinnumála og gera tillögur um áherslur í aðgerðum. Vinnumarkaðsráð fór á síðasta fundi yfir árangur og úrræði á Suðurnesjum. Niðurstaðan er sú að smátt og smátt hafa þróast á Suðurnesjum úrræði fyrir flesta hópa atvinnulausra í nánu samstarfi ríkis, sveitarfélaga, Vinnumálastofnunar, félags- málayfirvalda, símenntunarmið- stöðva og stéttarfélaga. Kerfið hefur þróast í nánum tengslum við þá einstaklinga sem þarf að þjónusta án miðstýringar. Hugsað er um atvinnuleysi sem vandamál sem mikilvægt er að leysa og þeir atvinnulausu búi yfir verðmætum sem þeir vilja nýta í þágu samfélagsins og einingar í kerfinu bera virðingu fyrir þeim verðmætum og vilja nýta þau. Vinnumálastofnun og sveitarfélögin eru á sitt hvorum enda starfseminnar. Vinnumála- stofnun hefur gögn sem veita yfirsýn um stöðu á vinnumarkaði og úrræði sem eru í boði en sveitarfélögin hafa yfirsýn á þá hópa sem nýta félagsþjónustuna og hvernig beina má þeim hópi í úrræðin sem eru fyrir hendi. Vinnumálastofnun hefur úrræði sem fyrst og fremst eru frá ríkinu. Úrræðin byggja á að nýta skólakerfið til að styrkja atvinnu- leitendur og finna heppileg störf í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu. Nú nýlega gekk ASÍ í lið með Vinnumálastofnun og rekur sína eigin starfsmiðlun í nánu sam- starfi við atvinnulífið. Einnig hefur Vinnumálastofnun yfir að ráða samstarfssamningum um frum- kvöðlastarf og sjálfboðaliðastarf. Björgin er miðstöð geðræktar á Suðurnesjum. Þangað sækir breiður hópur fólks sem ekki er tilbúið í beina starfsendur- hæfingu heldur þarf að styrkja sig eftir langvarandi veikindi, t.d. þunglyndi. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun einstaklinga og gera þá aftur að virkum þátt- Ástsæll samstarfsmaður og vinur, Sigríður Ágústa Jónsdóttir, er látin langt fyrir aldur fram. Hún barðist hetjulega við brjóstakrabbamein í rúmt ár. Það er mjög í anda hennar sjálfrar að úr því að hún þurfti að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum, væri gott að deyja í þeim mánuði sem við helgum baráttunni brjósta- krabbameini. Sigga Jóns kom til starfa hjá félags- þjónustu Reykjanesbæjar þegar málaflokkur fatlaðs fólks fluttist frá ríkinu til sveitarfélaganna. Hún, ásamt nöfnu sinni Siggu Dan., kom með ferskan blæ inn í góðan starfsmannahóp, ekki bara hjá félagsþjónustunni, heldur bæjarskrifstofunni í heild. Það var okkur hjá Reykjanesbæ mikill fengur að fá þær stöllur til starfa með þessum stóra og um margt flókna málaflokki. Þær stöllur litu á vinnustaðinn sem einn og þá skipti engu hver vann hjá hvaða sviði. Það er erfitt að tala um aðra þeirra sem samstarfsmann án þess að hin fylgi með, þær voru það nánar bæði í orði og á borði og veit ég að nafna hennar hefur ávallt viljað trúa því að hún næði bata og kæmi aftur í stólinn á móti henni. Sigga Jóns var mikill fagmaður og gerði kröfur til sjálfrar sín sem og annarra um vönduð og manneskju- leg vinnubrögð. Hún var fjölhæf og kunni því vel að gerðar væru kröfur til hennar að hugsa út fyrir „ramm- ann“. Hún var mikill „töffari“ og fljót að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni og kunni ekki síst að gera góðlátlegt grín af sjálfri sér. Hún var hrókur alls fagnaðar og það varð strax sjálfgefið að hún sæi um skipulag skemmti- legheita í hópnum þegar svo bar við. Sigríður Ágústa Jónsdóttir lést 10. október sl. Hennar er og verður sárt saknað á vinnustaðnum. Við vottum aðstandendum öllum innilegrar sam- úðar. Fyrir hönd samstarfsfólksins hjá félagsþjónustu Reykjanesbæjar og á bæjarskrifstofunni, Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri. Atvinnuleysi á Suðurnesjum takendum í samfélaginu. Samvinna er starfsendurhæfing fyrir einstaklinga sem eru frá vinnu vegna veikinda og slysa. Það fer fram atvinnutengd endur- hæfing þar sem lögð er áhersla á að einstaklingar þjálfi upp þá færni sem þeir hafa misst. Fjölsmiðjan er atvinnutengdur stuðningur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára. Í Fjöl- smiðjunni vinna einstaklingar að ýmsum verkefnum og er lögð áhersla á stuðning og aðstoð við unga fólkið við að finna styrk- leika sína og áhugasvið svo það verði betur í stakk búið að finna sér framtíðaratvinnu. Atvinnutorg Suðurnesja er úrræði í samstarfi við sveitarfélög fyrir unga atvinnuleitendur sem eru vinnu- færir og þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sér til framfærslu. Atvinnutorgið býður upp á at- vinnutengd úrræði, t.d. vinnustað- anám eða tímabundna ráðningu. Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum er símenntunarmiðstöð í samstarfi við þá sem eru með virkni og starfsendurhæfingarúr- ræði. Miðstöð símenntunar býður upp á ýmis úrræði sem styrkja einstaklinga á vinnumarkaði með sjálfsstyrkingu, lesblindugrein- ingum, þjálfun í að meta hæfni einstaklinga og setja hana fram, viðtalstækni og almennt nám. Virkjun er virknimiðstöð fyrir alla sem byggir á sjálfboðaliðastarfi. Í Virkjun er fjölþætt starfsemi þar sem aðilar eru virkjaðir til að halda utan um starfið og miðla öðrum af þeirri þekkingu sem þeir búa yfir. Í Virkjun hafa atvinnulausir, eldri borgarar og öryrkjar byggt upp sterkt og nærandi samfélag þar sem stuðningur og virkni einstaklinga er lykilatriði. Að mínu mati hefur byggst upp stórmerkilegt kerfi sem fyrst og fremst er byggt í kringum þarfir atvinnulausra á svæðinu. Vinnu- málastofnun og félagsþjónustan sjá um að meta árangur starfsins og bregðast við ef atvinnuleysi er mikið í ákveðnum hópum eða úrræði nýtast ekki sem skyldi. Í þeim úrræðum sem eru í boði fyrir atvinnulausa er kostnaði haldið í lágmarki og áhersla fyrst og fremst lögð á sveigjanleika og grund- vallarþætti út frá ólíkum þörfum. Inga Sigrún Atladóttir Fædd 23.08.1961 • Dáin 10.10.2012 Sigríður Ágústa Jónsdóttir - minning Látum ekki stjórnmálamenn og lögfræðinga eina um að breyta stjórnarskránni Eldur kom upp í heimahúsi í Reykjanesbæ aðfaranótt mánudags. Fjölskyldan á heim- ilinu vaknaði við eldinn og kall- aði eftir aðstoð en að sögn lög- reglu gekk vel að slökkva eldinn og lítið tjón varð. Ekki liggur ljóst fyrir um upp- tök eldsins en talið er líklegast að hann hafi kviknað út frá raf- magnstæki að sögn lögreglu. Hús- ráðandi vaknaði um tvöleytið um nóttina við að kviknað hafði í og hringdi eftir slökkviliði. Honum tókst hins vegar að ráða niður- lögum eldsins sjálfur áður en slökkvilið kom á staðinn. Tjón varð í því herbergi hússins þar sem eldurinn kviknaði að sögn lögreglu en ekki víðar þar sem hann breiddist ekki út og allir sluppu ómeiddir. Eldur í íbúðarhúsi í Reykjanesbæ Mynd úr safni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.