Víkurfréttir - 08.05.2013, Side 4
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR4
Mæðradagsganga Göngum saman
PÁLL KETILSSONvf.is
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154
Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
afgreiðsla og ritstjórn:
ritstjóri og ábm.:
fréttastjóri:
blaðamenn:
auglýsingadeild:
umbrot og hönnun:
auglýsingagerð:
afgreiðsla:
Prentvinnsla:
uPPlag:
dreifing:
dagleg stafræn Útgáfa:
RITSTJÓRNARBRÉF
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir
kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka
smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á
þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá
færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á
vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-
aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það
birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Sigursælir Suðurnesjamenn
Það er ekki hægt að sleppa því tækifæri
að óska Keflvíkingum til hamingju með
klára og hrausta skólakrakka og ekki
síður góðar körfuboltastelpur. Það var
sérlega ánægjulegt að sjá Skólahreysti-
krakka Holtaskóla sigra þriðja árið í
röð í Skólahreysti og Myllubakkaskóla
í 5. sæti. Tveimur dögum áður tryggði
meistaraflokkur kvenna hjá Keflavík
sér fimmtánda Íslandsmeistaratitilinn
í körfubolta. Keflavík er sigursælasta
körfuboltalið landsins með flesta
unna titla í körfuboltasögunni hér
á landi. Sannarlega frábært hjá
keflvísku körfuboltafólki.
Árangur hjá Keflvíkingum í
þessum greinum er góð hvatning
fyrir unga fólkið okkar. Til við-
bótar berast mjög góðar fréttir úr
hefðbundnu skólastarfi í Reykja-
nesbæ en samkvæmt viðhorfs-
könnunum verja foreldrar í bæjar-
félaginu meiri tíma með börnum
sínum í aðstoð við heimanám en
gerist annars staðar á landinu.
Niðurstöður úr sömu viðhorfs-
könnunum sýna einnig að foreldrar í Reykjanesbæ eru
ánægðir með námið og stjórnun skólanna. Þá hefur náðst
miklu betri árangur á undanförnum árum í samræmdum
prófum þar sem einn skólinn var efstur í stærðfræði í vetur.
Vert er einnig í þessu sambandi að minnast á grein í Víkurf-
réttum í síðustu viku þar sem einn kennari sem var starfs-
maður á sameiginlegri árshátíð efstu bekkinga allra skóla
á Suðurnesjum segir frá því hvað krakkarnir hegðuðu sér
vel og voru til mikillar fyrirmyndar. Sem sagt; unga fólkið
til fyrirmyndar.
Víkurfréttir hafa undanfarin tvö ár í samvinnu við Mennta-
málaráðuneytið og Þekkingar-
setur Suðurnesja, birt greinar
undir nafninu „Menntavagninn“.
Þar hefur verið greint frá jákvæðu
og góðu starfi á sviði menntunar
og fræðslu á Suðurnesjum. Síðasti
pistillinn í bili er í blaðinu í dag og
fjallar um ýmislegt sem er í gangi
í Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þar
ber auðvitað hæst spjaldtölvuinn-
leiðing í unglingabekkjum. Þar er
metnaðarfullt og framsækið verk-
efni að hefjast sem á vonandi eftir
að takast vel og skila okkur enn
betri námsárangri.
Spjaldtölvur og samfélagsleg ábyrgð
ATVINNA
Helstu verkefni:
• Alhliða lagnavinna
• Uppsetning
og forritun helstu öryggiskerfa
s.s. innbrota-, bruna-,
aðgangsstýri- og mynda-
vélakerfa ásamt viðgerðum.
• Viðhald og öðrum
tilfallandi verkefnum.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi t.d.
sveinspróf í rafvirkjun eða
rafeindavirkjun.
• Sérstök áhersla er lögð á
ríka þjónustulund og hæfni í
mannlegum samskiptum.
• Góð íslensku- og
enskukunnátta.
• Góð almenn tölvukunnátta og
þekking á Navision er kostur.
Securitas Reykjanesi
Hafnargötu 60, 230 Reykjanesbæ, s. 580 7000
TÆKNIMAÐUR
Sækja skal um störf á www.securitas.is til 20. maí 2013 nk.
Allir umsækjendur þurfa að geta framvísað hreinu sakavottorði,
prófskírteinum og gildu ökuskírteini í umsóknarferlinu,
verði þess óskað.
Umsækjendur þurfa að geta unnið sjálfstætt og skipulega
og vera tilbúnir til þess að læra nýja og spennandi hluti.
Nánari upplýsingar veitir þjónustustjóri tæknideildar;
Gústav J. Daníelsson, netfang gustav@securitas.is
Á meðan við bíðum þess að hlýir vor vindar strjúki
vanga landsmanna getum við
í Heiðarskóla glaðst yfir því að
ferskir vindar blása í skóla-
starfi okkar. Innleiðing nýrrar
aðalnámskrár er þegar hafin og
verður næstu misserum varið í
það að aðlaga skólastarf okkar
að breyttum áherslum. Í um-
ræðunni um aukið læsi í víðum
skilningi er rétt að benda á að í
aðalnámskránni er kveðið á um
að ekki geti orðið virkt lýðræði
án læsis á tákn- og samskiptakerfi
samfélagsins. Tölvu- og snjall-
tæknin er orðin allsráðandi
þáttur í okkar daglega lífi. Mögu-
leikarnir sem hún býður upp á
eru miklir og geta nýst afar vel í
skólastarfi. Í Heiðarskóla er hafið
þróunarverkefni sem felst í I-pad
notkun kennara á unglingastigi
og nemenda í 8. bekk. Notkun
þeirra kallar að sjálfsögðu á aukið
læsi nemenda á slík tæki og þá
tæknimöguleika sem þau bjóða
uppá, sem ætti að skila sér í skyn-
samlegri notkun almennt. Hópur
nemenda á unglingastigi hefur á
vormánuðum einnig minnt okkur
á mikilvægi þess að nemendur láti
sig samfélagsleg málefni varða og
er því ekki úr vegi að minnast á
þann þátt nýrrar aðalnámskrár
sem snýr að getu nemenda og
vilja til þess að hafa áhrif og taka
virkan þátt í samfélagi sínu.
Spjaldtölvur í
skólastarfi okkar
Notkun spjaldtölva mun breyta
skólastarfi töluvert. Með þeim geta
nemendur auðveldlega aflað sér
upplýsinga og unnið með náms-
efnið á áhugaverðan og fjölbreyttan
hátt. Möguleikar í framsetningu
verkefna þeirra eru margir og
gagnvirkni verkfærisins veitir
nemendum endurgjöf á frammi-
stöðu sína jafnóðum. Við viljum
að nemendur okkar öðlist færni í
að afla sér upplýsinga, meta þær,
gagnrýna og vinna úr þeim svo að
nám og sköpun eigi sér stað. Þetta á
einnig við um notkunarmöguleika
kennara en auk þeirra geta spjald-
tölvur auðveldað þeim vinnu við
einstaklingsmiðað nám. Þeir geta
aðlagað framsetningu námsefnis
t.d. með því að stækka letur, breyta
því og eiga við bakgrunn námsefnis
en slíkt getur haft góð áhrif á nem-
endur. Hægt er að gera alla fram-
setningu námsefnis skemmtilegri
og fjölbreyttari sem skilar sér von-
andi í áhugasamari og ánægðari
nemendum.
Nemendur láta
gott af sér leiða
Nú á vormánuðum sýndi hópur
nemenda okkar á unglingastigi í
verki mikilvægi þess að hafa sam-
kennd, sýna dugnað, hafa áhrif og
láta gott af sér leiða. Fyrr á þessu
skólaári settu nemendur úr 8.-10.
bekk á svið leikritið Í sambandi.
Þessi kraftmikli hópur lagði til að
sýnd yrði aukasýning til styrktar
Krabbameinsfélagi Íslands, m.a.
vegna þess að tveir kennarar
skólans hafa háð hetjulega baráttu
við krabbamein á skólaárinu. Á
sýningunni söfnuðust 100.000
krónur og máttu krakkarnir vera
virkilega stoltir af þessu framtaki.
Í síðustu viku gátum við svo glaðst
með þremur nemendum okkar
í 10. bekk þegar þær létu draum
sinn um að halda styrktartónleika
rætast. Þær Azra Crnaz, Guðbjörg
Ósk Ellertsdóttir og Thelma Rún
Matthíasdóttir hafa unnið það
þrekvirki að skipuleggja og halda
tónleika til styrktar BUGL. Þeir
voru haldnir í Stapanum og fóru
afar vel fram. Þær hafa nú safnað
rúmum 600.000 krónum!
Þessi verkefni eru til marks um
þann kraft sem býr í ungu fólki og
ber okkur skylda til að rækta hann
í samstarfi við foreldra og samfé-
lagið allt.
Haraldur Axel Einarsson að-
stoðarskólastjóri og Bryndís Jóna
Magnúsdóttir umsjónarkennari.
S tyrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu
fyrir alla fjölskylduna víða
um land á mæ ðr adag inn,
sunnudaginn 12. maí kl. 11. Í
Reykjanesbæ verður gengið frá
Íþróttaakademíunni og verða
tvær vegalengdir í boði, rúmir
2 km og rúmir 5 km. Þetta er í
annað skipti sem þessi ganga fer
fram í Reykjanesbæ og hvetjum
við ALLA til að mæta. Þátttaka
í fyrra fór fram úr björtustu
vonum þegar um 300 manns
tóku þátt í göngunni. Vonumst
við til að sjá enn fleiri í þetta
skiptið. Kaffi og brjóstabollur
verða til sölu að göngu lokinni.
Gangan er gjaldfrjáls en göngu-
fólki gefst kostur á að styrkja
rannsóknir á brjóstakrabbameini,
með frjálsum framlögum eða
með því að festa kaup á vörum
sem hafa verið hannaðar fyrir
Göngum saman.
Fyrir hönd Göngum
saman í Reykjanesbæ,
Anna Lóa Ólafsdóttir, Guðrún
Þorsteinsdóttir, Gunnhildur
Vilbergsdóttir, Bryndís Guð-
mundsdóttir og Ragnheiður
Ásta Magnúsdóttir.
- sunnudaginn 12. maí kl. 11.