Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2013, Page 10

Víkurfréttir - 08.05.2013, Page 10
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR10 „Langaði bara að prófa“ Sigurvegari í Instagram leik Víkurfrétta að þessu sinni er Erla Bergmann en hún er 13 stúlka í Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Hér er hún í vettvangsferð í skólanum þar sem heimsótt var fisk- vinnsla í Sandgerði. „Mig langaði bara að prófa,“ sagði Erla sem bæði kyssti og sleikti fiskinn. Fyrir uppátækið hlýtur hún að launum miða fyrir fjóra í Bláa lónið, út að borða fyrir fjóra á Olsen Olsen og bíómiða fyrir fjóra í Sambíóin Keflavík. Í öðru sæti var þessi mynd frá Adam Sigurðssyni sem faðmar hér Víkingasverðið í Innri Njarðvík. Valþór Pétursson á svo myndina sem er í þriðja sæti en þar er hann líka svona fallega málaður. Hvert tilefnið er vitum við ekki en engu að síður er hann ansi laglegur. Á næstunni munum við bæta við ýmsum nýjungum í Instagram leik okkar og því er um að gera að fylgjast vel með. #vikurfrettir. Instagram VF 1. grindavík nemendur á fyrsta ári í Fisk-tækniskóla Íslands (FTÍ), sem starfræktur er í Grindavík, eru á leið til Danmerkur á tveggja vikna námskeið. Að sögn Ólafs Jóns Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra FTÍ, þá er ferðin liður í námi nemenda. Byrjað verður á námskeiði um meðferð og viðhald fiskvinnsluvéla hjá Marel í Álaborg. Að því loknu verður farið til Árósa og tekið námskeið í suðu og fínsmíði í rústfríu efni í verknámsskóla. Ferðinni lýkur hjá samstarfsskóla FTÍ – Fiskeriskolen í Thyborön en þar verður boðið upp á nokkur stutt námskeið, m.a. í nútíma fjarskiptum og öryggismálum um borð í fiskiskipum. „Fáir átta sig á því að Danir eru ekki bara mjög stórir þegar kemur að vinnslu og sölu sjávarafurða og þjónustu heldur gera þeir einnig menntun á þessu sviði alveg sér- staklega hátt undir höfði,“ segir Ólafur Jón. „Þeir hafa byggt upp fyrirmyndar aðstöðu með öllum búnaði. Þá eru þeir með sitt eigið skólaskip sem okkar nemendur koma til með að njóta góðs af í ferðinni.“ Áformað er að nemendur frá Thyborön komi síðan til Íslands á næsta ári, en þeir hafa fyrst og fremst sóst eftir fræðslu á þeim sviðum þar sem Íslendingar eru sér- staklega sterkir, svo sem meðferð á afla og vinnslu auk veiðitækni. Ferð nemenda í FTÍ er kostuð af Leonardó menntaáætluninni, en Íslendingar hafa verið aðilar að því samstarfi frá árinu 1996. Ólafur telur að betur mætti búa að menntun í sjávarútvegi fyrir Íslend- inga. Hann bendir á að nágrannar okkar á Norðurlöndum hlúi mun betur að menntun í þessari grein en Íslendingar sem þó eru taldir meðal færustu sjávarútvegsþjóða í heimi. Ólafur bendir á að Danir reki fullkomið skóla- og kennslu- skip fyrir sína nemendur og ný- verið tóku Færeyingar í notkun nýtt húsnæði undir kennslu í þessari grein að verðmæti 800 millj. króna. Fistækniskóli Íslands í Grindavík er í leighúsnæði sem kostað er af heimamönnum í Grindavík. Nítján nemendur stunda nú nám í FTÍ. 12 nemendur fara á aðra önn í haust og á sama tíma hefur nýr hópur 12 nemenda nám við skólann. Í vor verða í fyrsta sinn útskrifaðir nemendur frá skól- anum sem lokið hafa tveggja ára námi. Nám í fisktækni var þróað í Grindavík í samstarfi við helstu hagsmunaaðila í greininni. Námið er kostað af heimamönnum og sjáf- saflafé og að því loknu lagt í hendur ríkisvaldsins eins og hvert annað framhaldsnám. „Það hefur verið þyngra en tárum tekur að fá yfirvöld til að koma að þessu með nauðsynlegt fjármagn og tryggja skólanum verðuga fram- tíð,“ segir Ólafur Jón. „Það verður að teljast kaldhæðni örlaganna að það skuli reynast auðveldara að sækja fé erlendis til menntunar í grunnatvinnuvegi þjóðarinnar.“ n Fisktækniskóli Íslands í Grindavík útskrifar nemendur í fyrsta sinn í vor. Fara í námsferð til Danmerkur: Auðveldara að sækja fé erlendis en til ríkisvaldsins - segir Ólafur Jón Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri FTÍ Nemendur við Fisktækniskóla Íslands. Nemendur við Fisktækniskóla Íslands í vinnustaðaheimsókn.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.