Víkurfréttir - 08.05.2013, Side 12
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR12
Reykjanestá
Sandvík
Djúpivogur
Hvalsnes
Keflavíkurflugvöllur
Sandfellshæð
Stapafell
Þórðarfell
Arnarseturshraun
Sólbrekkur
GRINDAVÍK
Bláa lóniðBridge between continents
Seltjörn
Þorbjarnarfell
HAFNIR
SANDGERÐI
REYKJANESBÆR
GARÐUR
VOGAR
JARÐVANGSVIKA
Á REYKJANESI
Reykjanes jarðvangur stendur fyrir sinni fyrstu jarðvangsviku
10-20 maí. Sambærilegar jarðvangsvikur eru haldnar í öllum
jarðvöngum Evrópu í maí og júní ár hvert.
FÖS. TIL SUN. 10–12. MAÍ
Formleg opnun tjaldsvæða
Tjaldsvæðin í Grindavík, Vogum,
Garði og Sandgerði opna form-
lega. Suðurnes bjóða uppá góða
aðstöðu fyrir tjaldbúa og fólk
á húsbílum.
Barnahátíð í Reykjanesbæ
Dagana 8–12 maí fer fram
Barnahátíð í Reykjanesbæ í 8.
sinn. Dagskrá er að finna á
barnahatid.is.
Vörur úr Reykjanes jarðvangi
Vörur framleiddar í Reykjanes
jarðvangi verða merktar sérstak-
lega í Nettó Reykjanesbæ og
Grindavík.
LAUGARDAGUR 11. MAÍ
Skógfellsstígur skokkaður
Skógfellsstígur er gömul þjóðleið
milli Voga og Grindavíkur. Hlaupið
verður frá bílastæðunum við
aflegg jarann við Voga kl. 10:00,
yfir hraun og fjallendi þar sem
spor forfeðranna eru meitluð í
klappir. Tekið verður á móti
skokkurum við sundlaugina í
Grindavík. Skráning í hlaupið
er á netfangið
thorsteinng@grindavik.is.
Ókeypis aðgangur að söfnum
og sýningum á Reykjanesi
Frír aðgangur er inn á eftirfarandi
söfn og sýningar: Byggðasafnið
á Garðskaga, Garði. Duus hús,
Reykjanesbæ. Kvikan, Grindavík.
Orkuverið jörð, Reykjanesvirkjun.
Skessan í hellinum Reykjanesbæ.
Víkingaheimar, Reykjanesbæ.
Þekkingarsetur Suðurnesja,
Sandgerði.
SUNNUDAGUR 12. MAÍ
Fjölskyldustund við
Prestsvörðu
Keflavíkurkirkja stendur fyrir
gönguferð fyrir fjölskylduna
kl. 11:00. Gengið verður frá
bílastæðum við golfvöllinn í
Leirunni.
MÁNUDAGUR 13. MAÍ
Fræðsluganga á Garðskaga
Létt ganga um nágrenni
Garðskagavita með starfs-
mönnum Þekkingarseturs
Suðurnesja. Gangan hefst
við Garðskagavita kl. 20:00.
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ
Hádegisfundur um
almannavarnir og flugöryggi
Flugakademía Keilis stendur fyrir
hádegisfundi um almannavarnir
og flugöryggi í húsnæði Keilis.
Fundurinn hefst kl. 12:00.
ÚRVALS HRÁEFNI ÚR REYKJANES JARÐVANGI Á VEITINGASTÖÐUM
Eftirtaldir veitingastaðir bjóða alla daga uppá rétti úr fyrsta flokks hráefni úr Reykjanes jarðvangi:
Bláa Lónið, Grindavík • Kaffi Duus, Reykjanesbæ • Norhern Ligth Inn, Grindavík • Salthúsið, Grindavík
Sjómannastofan Vör, Grindavík • Tveir vitar, Garði • Vitinn, Sandgerði • Vocal, Reykjanesbæ
Dagskrá vikunnar ásamt nánari upplýsingum er að finna á reykjanes.is
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ
Göngustígur milli Grindavíkur
og Bláa Lónsins opnaður
Nýr göngustígur milli Grindavíkur
og Bláa Lónsins formlega opnað-
ur. Kynnt verður niðurstaða úr
nafnasamkeppni og afsláttur
í Bláa Lónið fyrir göngufólk.
Nánari upplýsingar
á grindavik.is
Morgunverðarfundur
Ferðamálasamtaka Suðurnesja
Ferðamálasamtök Suðurnesja
standa fyrir morgunverðarfundi
um stöðu og framtíðarhorfur
ferðaþjónustunnar á svæðinu.
Fundurinn hefst kl. 8:30 og fer
fram í Eldey, þróunarsetri.
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ
Heklugos 2013
Hönnuðir og frumkvöðlar á
Suðurnesjum kynna starfsemi sína
í Eldey þróunarsetri kl. 20:00.
Sett verður upp glæsi-
leg tískusýning í Atlantic Studios.
FÖS. TIL MÁN. 17–20. MAÍ
Hreinsunarátak á Suðurnesjum
Íbúar eru hvattir til að taka hönd-
um saman um að gera fallegan
landshlutann snyrtilegan fyrir
sumarið. Nánari upplýsingar er
að finna á heimasíðum sveitar-
félaganna.
M
74
. S
tu
dio
–
2
01
3
Uppboð á óskilamunum
í vörslum lögreglunnar
Uppboð á óskilamunum í vörslum lögreglunnar verður
haldið föstudaginn 31. maí 2013 kl. 15.00 við
lögreglustöðina í Keavík, Hringbraut 130.
Aðallega er um að ræða reiðhjól. Hér með er skorað
á þá sem hafa glatað reiðhjólum og öðrum munum að
athuga hjá lögreglunni hvort þar sé hlutina að nna,
ella mega þeir búast við því að uppboð fari fram.
Keavík, 6. maí 2013,
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Sýslumaðurinn í Keavík.
Lögreglustjórinn
á Suðurnesjum
Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - s. 420-1700 og 420-1891
Sex styrkir voru veittir úr nýjum umhverfissjóði Fríhafnarinnar við hátíðlega athöfn í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar í síðustu viku.
Umhverfissjóður Fríhafnarinnar var stofnaður í maí
árið 2012 með það að markmiði að styrkja verkefni
á sviði umhverfisverndar, með áherslu á nærsvæði
starfsstöðva Fríhafnarinnar.
Samþykkt var að 5 krónur af hverjum seldum plast-
poka skyldu renna í sjóðinn. Alls nema þeir styrkir
sem veittir voru nú rétt rúmri einni og hálfri milljón
króna. Fjölmargir sóttu um í sjóðinn, en ákveðið var
að veita sex aðilum styrk í fjölbreytt uppbyggingar- og
hreinsunarverkefni á mismunandi sviðum.
Áhugahópurinn Heiðafélagið hlaut styrk til gróður-
setningar á um 1000 furum í mólendi á Miðnesheið-
inni í nágrenni flugstöðvarinnar. Heiðafélagið leggur
til mótframlag sem felst í gróðursetningu á trjánum.
Ungmennafélag Njarðvíkur (UMFN) fékk styrk til
gróðursetningu trjáa við keppnis- og æfingasvæði
deildarinnar í Njarðvík. Það getur orðið ansi vinda-
samt á svæðinu og því er hugmyndin að mynda skjól
fyrir keppnisvelli svo börn og unglingar eigi auðveldara
með æfingaiðkun, sem og að bæta og fegra aðstöðuna
alla. UMFN leggur til mótframlag sem felst í vinnu við
gróðursetningu, sem og að útvega það sem til þarf til
verksins.
Golfklúbbur Suðurnesja mun vinna að uppgræðslu á
svæðum í kringum Hólmsvöll í Leiru og hlaut til þess
styrk. Markmið golfklúbbsins er að hreinsa strand-
lengjuna meðfram golfvellinum í Leirunni, skipta
um jarðveg og gróðursetja tré vestan megin við golf-
völlinn. Framlag golfklúbbsins er sjálfboðavinna við
uppgræðsluna.
Fyrir rúmum 20 árum gróðursetti Lionsklúbbur Njarð-
víkur plöntur í svokallaða Paradís í Ytri Njarðvík. 2012
fékk Lionsklúbburinn þennan reit til umsjónar með
það að markmiði að byggja svæðið enn frekar upp, til
almenningsnota og yndisauka. Lionsklúbburinn fær
styrk til þess að fjölga plöntum á svæðinu, sem og að
koma upp bekkjum og borðum svo nýting svæðis-
ins geti orðið betri og fjölbreyttari. Lionsklúbburinn
mun vinna að þessu verki í sjálfboðavinnu, auk þess
mun garðyrkjustjóri Reykjanesbæjar og Skógræktar-
félag Suðurnesja koma að verkefninu með ráðgjöf. Þá
stendur til að nemendur í Landbúnaðarháskóla Íslands
á Hvanneyri muni koma að verkinu í gegnum loka-
verkefni við umhverfisskipulag, skógfræði og land-
græðslu. Sannkölluð paradís fyrir háskólanemendur.
Skógræktar- og landgræðslufélagið Skógfell hyggst
koma upp aðstöðu til þess að taka á móti leik- og
grunnskólabörnum úr Vogum sem koma til gróður-
setningar á svæði Háabjalla og hlaut styrk til verk-
efnisins.
Bjallinn er misgengi sem er austast af fimm mis-
gengjum sem ganga út úr Vogastapa til suðvesturs.
Skógrækt hófst við Háabjalla árið 1949 og er þar nú
gróðursæll skógarreitur.
Blái herinn eru félagasamtök sem stofnuð voru árið
1998. Meðlimir bláa hersins vinna að ýmsum sam-
félagsverkefnum, s.s. hreinsunarverkefnum í nátt-
úrunni, umhverfisfræðslu í leikskólum og svo mætti
lengi telja. Frá upphafi hefur Blái herinn unnið hátt
í 50.000 klukkustundir í sjálfboðavinnu í yfir 100
verkefnum á landsvísu.
Forráðamenn þessara aðila tóku á móti styrkjunum í
flugstöðinni en Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri
og Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia afhentu
þá.
Umtalsverð aukning varð á umsvifum Isavia á síðastliðnu ári. Tekjur félagsins jukust um
11,4% og voru 18,4 milljarðar kr. og hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði var 3,8 milljarðar króna
eða um 20% af tekjum. Hagnaður eftir skatta var
um 738 milljónir króna.
Isavia annast rekstur Keflavíkurflugvallar auk allra
annarra flugvalla á landinu, ásamt flugleiðsöguþjón-
ustu í landinu og er leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Félagið hélt aðalfund í síðustu viku.
Mikil aukning hefur orðið á fjölda farþega um Kefla-
víkurflugvöll en aukningin sem orðið hefur frá botnári
efnahagskreppunnar hér á landi, 2009 nemur samtals
um 44%. Framkvæmdir eru hafnar á Keflavíkurflug-
velli til þess að takast á við þessa miklu farþegaaukn-
ingu.
Gott rekstrarútlit
Áætlað er að samanlögð velta Isavia samstæðunnar
verði um 20 milljarðar á árinu 2013, og er um 30% í
erlendri mynt. Gert er ráð fyrir sambærilegri afkomu
á árinu 2013 og var árið 2012. Ekki er gert ráð fyrir við-
bótarlántökum á árinu þrátt fyrir miklar fjárfestingar.
Forstjóri Isavia er Björn Óli Hauksson.
Leiðandi í ferðaþjónustu
Isavia er leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðili að
Markaðsátakinu Inspired by Iceland, Iceland Naturally
og flugklasanum Air66N á Norðurlandi. Í ársbyrjun
2012 var tekið upp hvatakerfi fyrir Keflavíkurflugvöll
sem miðar að því að styðja við flug utan háanna-
tíma. Hvatakerfið hefur sannað
gildi sitt og verið mikill styrkur í
viðleitni félagsins til þess að fjölga
farþegum og áfangastöðum. Alls
héldu sex félög uppi áætlunar-
flugi á Keflavíkurflugvelli í vetur
og farþegaaukning jókst um hátt
í fjórðung.
Félagið undirbýr aukin umsvif
á Keflavíkurflugvelli vegna far-
þegaaukningar svo tryggja megi
góða þjónustu. Gert er ráð fyrir a.m.k. 4-5 milljarða
fjárfestingu næstu tvö ár í uppbyggingu á flugvöllum,
flugstöðvum og ekki síst endurnýjun á tæknibúnaði
flugleiðsöguþjónustu.
Félagið annast rekstur innanlandsflugvallakerfisins
samkvæmt þjónustusamningi við innanríkisráðu-
neytið en fjárveiting til þess hefur farið minnkandi á
undanförnum árum.
Dótturfélög Isavia eru Fríhöfnin og hugbúnaðarfyrir-
tækið Tern Systems. Miklar breytingar og umbætur
standa yfir hjá Fríhöfninni um þessar mundir og mun
fyrirtækið ásamt verslunum fá nýja ásýnd í sumar.
Þar starfa vel á annað hundrað manns. (Sjá aðra frétt
í blaðinu). Tern Systems hefur í yfir 25 ár hannað og
framleitt hugbúnað til flugumferðarstjórnar og þjálf-
unar flugumferðarstjóra og er með kerfi uppsett og í
notkun hér á landi og víða í Evrópu, Asíu og Afríku.
Hjá fyrirtækinu starfa 40 manns auk þess sem mikið
af þekkingu og reynslu er sótt til móðurfélagsins eftir
þörfum og verkefnum.
Á dögunum undirrituðu Rakel Sölvadóttir fram-
kvæmdastjóri Skema og Guð-
jónína Sæmundsdóttir for-
stöðumaður Miðstöðvar sí-
menntunar á Suðurnesjum
samning um samstarf um nám-
skeiðahald í tölvuleikjaforritun
fyrir börn á aldrinum 7-16 ára í
Reykjanesbæ í sumar.
Á námskeiðunum fá krakkarnir
kennslu og innsýn í möguleika
tækninnar á skemmtilegan og
áhugaverðan máta. Kennslan
byggir á leikjaforritun auk þess
sem fléttað er inn í kennsluna
hugarkortum og flæðiritum við
hönnun leikjanna.
Að sögn Rakelar sérhæfir Skema
sig í rannsóknum og kennslu í
forritun á öllum skólastigum.
Fyrirtækið hefur þróað nám-
skeiðaröð og aðferðafræði í for-
ritunarkennslu sem byggir á því
að með ómeðvituðum lærdóm
í gegnum leik sjái nemendur að
forritun sé bæði áhugavert og
skemmtilegt fag. Notast er við
þrívíð forritunarumhverfi og er
jafningjakennsla (e. peer-teach-
ing) hluti aðferðafræðinnar, en
hún veitir kennara stuðning,
gefur nemendum tækifæri til
að fá nálgun jafningja og eykur
færni og áhuga jafningjakenn-
ara. Gaman er að segja frá því að
Skema vinnur nú að útflutningi
á aðferðafræði og námskeiðum
sínum og stefnir að því að opna
skrifstofu í Bandaríkjunum næst-
komandi haust.
Þetta er fyrsta skrefið í samstarfi
þessara tveggja fyrirtækja og má
búast við fleirum áhugaverðum
námskeiðum með haustinu bæði
fyrir almenning og kennara að
sögn Guðjónínu.
-starfsmannafjöldi verður 650-700 manns í sumar
Hagnaður af rekstri
isavia 740 millj. kr.
Sex aðilar á Suðurnesjum fengu
umhverfisstyrki Fríhafnarinnar
tölvuleikjaforritun
fyrir 7-16 ára hjá mss
Rakel Sölvadóttir framkvæmdastjóri Skema og Guðjónína Sæmunds-
dóttir forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum hand-
sala samning um samstarf um námskeiðahald í tölvuleikjaforritun
fyrir börn á aldrinum 7-16 ára í Reykjanesbæ í sumar.
FRÉTTIR