Víkurfréttir - 08.05.2013, Page 17
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 8. maí 2013 17
Elva Lísa Sveinsdóttir úr Njarð-víkurskóla vakti landsathygli
þegar hún bætti Íslandsmetið í
hreystigreip í riðlakeppni Skóla-
hreysti fyrir skömmu. Að meðaltali
eru keppendur að tolla um 2:35 mín-
útur á slánni og var fyrrum Íslands-
met 6:28 mínútur. Margir héldu að
það met yrði seint slegið en Elva Lísa
var á öðru máli. Hún gerði sér lítið
fyrir og náði tímanum 11:08 mínútur
og bætti því fyrra met verulega. Elva
notaðist við tækni sem vakti nokkra
athygli en hún lét annan handlegg
síga niður öðru hverju og hékk því á
annarri hendi. Það gerði hún til þess
að halda blóðflæðinu gangandi.
Hreystigreipin snýst um það að
hanga á slá í sem lengstan tíma en
þrautin tekur jafn mikið á andlega
og líkamlega þáttinn. Elva æfði fim-
leika um árabil og segir hún að það
hafi óneitanlega hjálpað henni að hafa
sveiflað sér á tvíslánni í fimleikunum.
Elva sem er 15 ára getur því miður
ekki keppt í Skólahreysti að ári en hún
fer í framhaldsskóla í haust. Elva hefur
í kjölfarið á glæsilegum árangri fengið
að heyra nokkra slappa brandara frá
skólafélögunum. „Það er frekar pirr-
andi,“ segir hún og brosir. „Fólk talar
um að það sé að hanga með mér og
þannig bara“ segir Elva en hún er ekki
of mikið að kippa sér upp við létt grín
af þessu tagi.
Til þess að ná þessum árangri þurfti
Elva að sjálfsögðu að æfa vel og þar
naut hún m.a. aðstoðar Sandgerð-
ingsins Freyju Sigurðardóttur sem er
margfaldur Íslandsmeistari í fitness.
Hjá Freyju æfði hún m.a. armbeygjur
en Elva nær um 50 slíkum. „Það var
hrikalega gaman að æfa með Freyju.
Hún kenndi mér armbeygjur og pepp-
aði mig upp,“ segir Njarðvíkingurinn.
Í fyrra tók Elva einnig þátt í Skóla-
hreysti en þá náði hún „einungis“ að
hanga í rúmar fjórar mínútur. Það er
því sannarlega mikil bæting á milli ára
hjá henni.
Á meðan Elva hékk á slánni fyrir
framan hundruði áhorfenda og
sjónvarpsmyndavélarnar fór margt
í gegnum huga hennar. „Ég hugsaði
bara með mér að ég ætlaði að taka eina
mínútu í viðbót, bara eina mínútu í
viðbót. Svo hugsaði ég bara um alla
áhorfendurna,“ segir Elva sem hlust-
aði á tónlist á meðan hún vann þennan
mikla sigur. En hvað var í ipodinum?
„Ég var bara að hlusta á uppáhalds
rapparann minn, Eminem,“ sagði
methafinn að lokum.
Einstakt met Elvu
Lísu líklega seint bætt
Bætti fyrraÍslandsmet um fjórar og hálfa mínútu
Hollt, gott og heimilislegt
ÓSKUM HOLTASKÓLA
TIL HAMINGJU MEÐ
FRÁBÆRAN ÁRANGUR
Í SKÓLAHREYSTI
LOKAHÓF
YNGRI FLOKKA
KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KEFLAVÍKUR
VERÐUR HALDIÐ Í TOYOTAHÖLLINNI
FIMMTUDAGINN 16. MAÍ KL. 18:00.
Iðkendum verða veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur og
iðjusemi á leiktíðinni og pylsur verða grillaðar í mannskapinn.
Iðkendur allir og foreldrar þeirra eru hvattir til að mæta.
Barna- og unglingaráð KKDK
Áttu málverk
af Reykjanesi?
Listasafn Reykjanesbæjar ætlar að setja upp sumarsýningu í byrjun júní á málverkum sem sýna Reykjanesið og náttúru þess og leitar
nú til Suðurnesjamanna eftir aðstoð. Leitað er eftir verkum eftir ís-
lenska málara sem íbúar væru tilbúnir að lána á sýninguna í sumar.
Þeir sem eiga verk sem kæmu hugsanlega til greina eru beðnir að
hafa samband við Valgerði í síma 864-9190 eða á netfangið listasafn@
reykjanesaber.is
Theodór Sigur-
bergsson tók dýfur
og upphýfingar
fyrir Holtaskóla.
Ingibjörg Sól
Guðmunds-
dóttir og Kolbrún
Júlía Newman í
hreystigreip.