Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2013, Qupperneq 20

Víkurfréttir - 08.05.2013, Qupperneq 20
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR20 Það er fátt sem gleður okkar litlu hjörtu meira en þegar börnin okkar standa s ig vel . Undanfarið höfum við í Reykjanesbæ fengið mörg tæki- færi til að gleðjast yfir góðum árangri barnanna okkar innan skólans sem utan. Skemmst er að minnast stórkostlegs árangurs Holtaskóla sem vann Skólahreysti þriðja árið í röð. Myllubakkaskóli stóð sig einnig mjög vel og endaði í 5. sæti. Fleiri skólar úr Reykjanesbæ áttu fullt erindi í úr- slitaþáttinn miðað við árangurinn í undanriðlum. En hraustum líkömum fylgja einnig hraustar sálir og hafa krakkarnir okkar verið að bæta sig á samræmdu prófunum og árangurinn hefur sjaldan verið betri en í ár. Af sjö prófum þá náðist árangur yfir með- tali í fjórum prófum og einn skólinn var efstur í stærðfræði á landsvísu. Markvisst hefur verið unnið að því að efla læsi nemenda í sem víðustum skilningi á öllum skólastigum og með skimunarprófum og góðri eftirfylgni getum við náð enn betri árangri. Stuðningur foreldra er mikilvæg forsenda fyrir öflugu skólastarfi og er foreldrastarf í skólum Reykjanes- bæjar til mikillar fyrirmyndar þannig að eftir er tekið langt út fyrir nesið okkar. FFGÍR hefur í gegnum tíðina unnið mikið frumkvöðlastarf sem hefur skilað sér í mjög jákvæðu við- horfi foreldra eins og glöggt má sjá í nýrri könnun sem var unnin á vegum Skólavogarinnar. Skólavogin sér um framkvæmd, fyrir- lögn og úrvinnslu á viðhorfakönnun til nemenda, foreldra og starfsmanna skólanna. Margt áhugavert má lesa úr þeirri könnun og var stuðningur for- eldra og viðhorf þeirra til skólastarfs- ins eftirtektarvert. Hvergi á landinu verja foreldrar meiri tíma í aðstoð við heimanám en í Reykjanesbæ og helst það í hendur við trú þeirra á að geta veitt aðstoðina og vilja nem- enda til að leita eftir henni. Foreldrar eru einnig ánægðir með námið og stjórnun skólanna. Allir skólarnir starfa eftir ákveðnum reglum sem ýta undir jákvæða hegðun og hefur orðið mikil breyting til batnaðar í agamálum ef marka má viðhorf foreldra til aga sem fram kom í Skólavoginni. Viðhorf nemenda til aga vakti þó sérstaka athygli þar sem fram kom að þeir vilja enn meiri aga í skólanum og var það sá þáttur sem þeir helst vildu laga. Einelti hefur verið mikið í um- ræðunni og er það okkur ánægjuefni að skólarnir vinna hörðum höndum að því að uppræta einelti og þegar það kemur upp er brugðist hratt og vel við að mati foreldra. Nú hafa skólarnir allir nýlokið við að halda árshátíðir og hafa verið settar á svið stórkostlegar skemmtanir sem skapa ánægjulegan skólabrag. Allar hátíðirnar bera þess merki að mikill metnaður og vinna var lögð í þær og geta allir sem lögðu hönd á plóg verið stoltir af útkomunni. Það er ekki sjálfgefið að skólastarf sé með þeim blóma sem ég er hér að lýsa en þetta væri ekki mögulegt nema fyrir það hve skólarnir í Reykjanesbæ eru vel mannaðir. Stjórnendur, kenn- arar og starfsfólk eru að leggja á sig mikla vinnu til að ná því besta úr börnunum okkar og gera það með mikilli prýði. Eftir veturinn getum við því farið glöð og ánægð inn í sumarið ef ekki prúð og frjálsleg í fasi því skólarnir eru að gera góða hluti og krakkarnir okkar munu skila okkur bjartari framtíð. Áfram Reykjanesbær! Baldur Þ. Guðmundsson formaður Fræðsluráðs Reykjanesbæjar Viktor Smári Hafsteinsson er 21 árs Keflvíkingur. Hann er um þessar mundir að ljúka skólaferli sínum í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja þar sem hann stundar nám á félags- fræðibraut. Viktor er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hvað er skemmtilegast við skólann? Viðburðir sem brjóta aðeins skólavikuna upp, það getur stundum verið erfitt að vera nem- andi. FS býr þó svo vel að eiga gott nemendafélag sem kemur manni til bjargar þegar þörf er á. Hjúskaparstaða? Ég er einhleypur. Hvað hræðistu mest? Ég er með fuglafóbíu á mjög háu stigi, ég hræðist máva mest. Ég komst einu sinni ekki í vinnuna vegna þess að það var mávsungi sem var fyrir utan útidyrnnar heima hjá mér. Unginn var svo vitlaus að hann var ekki einu sinni hræddur við hundinn minn, og þá voru góð ráð dýr. Hvað borðar þú í morgun- mat? Ég fæ mér venjulega hafra- graut, en það fer allt eftir því hversu fljótur ég er á lappir, venjulega er ég að vakna 07:52. Ef ég er með allt niðrum mig og er þar að leiðandi seinn þá fær maginn að kenna á því og fær ekkert að borða fyrr en ég er kominn í skólann. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? FS er botnlaus uppspretta ein- staklinga sem geta náð langt, þar er Arnór Ingvi fremstur í flokki. Svo held ég að Arnar Eyfells verði virtur fréttamaður, Bjarki Þór þyrluflugmaður og Ísak Ernir forseti. Þetta er aðeins hluti af mínum spám. Hver er fyndnastur í skól- anum? Þeir Ingi Þór og Sigurbergur fá að deila þessu saman, þess má til gamans geta að þeir bjuggu saman á tímabili, sú sambúð var á köflum stórkostleg. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Mér finnst vanta aðeins meiri heilsumat. Hver er þinn helsti galli? Ég er algjörlega gallalaus. Hvað er heitasta parið í skólanum? Lolla og Bjassi. Það hafa allir nemendur skólans fengið að skyggnast örlítið inn í sam- band þeirra með tilkomu Inst- gram og Facebook. Einnig tók Hnísan sig til og safnaði bestu molunum og settu saman í smá myndskeið sem vakti mikla lukku meðal nemenda. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ætli ég myndi ekki laga náms- ferilinn hjá mér og nánustu vinum. Bjóða spilaklúbbnum Ými uppá spilaborð á 2. Hæð. Ég og Stulli myndum fara saman í það að laga þráðlausa Internetið og að lokum bjóða uppá frjálsa mæt- ingu. Mér finnst samt afar ólík- legt að ég verði skólameistari FS. Af hverju valdir þú FS? Einfaldlega vegna þess að mér leist vel á FS. Ég vissi voða lítið um framhaldsskóla, það tók mig t.d. eina önn að átta mig á hvað einingar eru, það er kannski ástæðan fyrir því að ég útskrifast einu ári á eftir jafnöldrum mínum. Áttu þér viðurnefni? Ekki opinber nei, ég er oft kallaður ýmsum nöfnum af vinum en þau viðurnefni er ekki nógu fáguð fyrir fjölmiðla. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það rosa fínt, margt sem er í boði hverju sinni. Nemendafélagið hefur gert mjög vel í því að halda skemmtilega viðburði. Áhugamál? Ég hef mikinn áhuga á fót- bolta. Svo á ég mér draum um að verða plötusnúður. Hvert er stefnan tekin í fram- tíðinni? Eftir að ég er búinn með FS mun ég vonandi fara í skóla í USA og spila þar fótbolta með skólaliðinu. Hvað finnst þér um Hnísuna? Ég var aðdáandi númer eitt! En eftir að nýja Hnísan tók við hætti ég að vera aðdáandi númer eitt. Þeir eru samt ágætir. Ertu að vinna með skóla? Já, ég er að vinna í Fjörheimum Hver er best klædd/ur í FS? Þegar Arnar Már tekur sig til og er ekki þreyttur, þá er hann oftast mjög vel klæddur. Svo er strákurinn sem er alltaf með hattinn líka flottur. FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Sjónvarpsþættir Ætli það sé ekki bara Modern Family. Hljómsveit Ég á mér enga sérstaka hljóm- sveit. Valdimar eru mér þó ofarlega í huga. Ég fór á tónleika með þeim og lúðrasveitinni um daginn, þeir voru magnaðir! Leikari Ég og Frans, sem er vinur minn höfum mikið dálæti á Will Farrell. Ég er samt það barna- legur að mér finnst teiknimyndir skemmtilegri en leiknar myndir. Ég er hræddur um að and- legur þroski minn sé ekki í takt við líkamlegan þroska. Vefsíður Ég er tíður gestur á fótbolti. net, facebook og visir.is Flík Ég á „blazer“ sem mér þykir rosalega vænt um. Ég á smá jakkafatajakkasafn sem mér er farið að þykja mjög vænt um, þar er þessi umtalaði jakki fyrirliði af jökkunum. Svo er ég nýlega farinn að safna slaufum líka. Skyndibiti Ég er mjög duglegur að fara með iðnaðarmönnunum á Réttinn, svo er Olsen vinsæll þegar ég vill fá mér fitusnauðan skyndibita. Kennari Pottþétt ekki þeir kennarar sem hafa fellt mig. Ég kann nú samt furðu vel við flesta kennarana, Tóta og Sara Harðar standa þó örlítið uppúr. Fag Ég hef mjög gaman af sál- fræði, meira segja svo gaman að ég ætla að verða sál- fræðingur eftir nokkur ár. Hvaða tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Ég viðurkenni að ég og Frans hlustuðum og sungum mikið Call Me Maybe síðasta sumar. Ég hlusta á gamla íslenska tónlist í laumi. Gaggó vest er uppáhaldslagið mitt, ég hlusta samt ekki á það í laumi, því þá tek ég Gaggó vest dansinn sem vekur oftast mikla kátínu. ER ALGjöRLEGA GALLALAUS *Suðurnesjamagasín Nýr þáttur næsta mánudag kl. 21:30 á ÍNN og vf.is Frjókorn eru litlar agnir sem berast um loftið með vindinum. Þegar þeim er andað inn, geta þau ert slímhúð í nefi og koki. Ofnæmis- einkenni koma f r a m e i n s o g hnerri, nefrennsli og kláði í augum. E i n k e n n i g e t a v e r i ð e i n s o g venjulegt kvef. Augun roðna og bólgna og kláði í nefi og augum. Minnkað lyktarskyn, höfuðverkur og þreyta. Frjóofnæmi getur valdið astmaein- kennum með hósta og andþyngslum. Frjókornatímabilið á Íslandi er breyti- legt frá ári til árs. Einkenni birkiof- næmis koma fram í maí-júní. Gras- frjó um miðjan júní og ná hámarki seinni hluta í júlí eða byrjun ágúst- mánaðar. Þegar veðrið er gott, heitt og þurrt, er mun meira af frjókornum í lofti en á rigningarsumrum. Best er, ef að hægt er, að forðast ofnæmisvakann, en það getur verið erfitt. Ráðlagt er að hugsa sérstaklega vel um augu, nef, húð og hár. Gott er að fara oftar í sturtu, því frjókornin festa sig á húð og hár yfir daginn. Við það að fara í sturtu og skola hárið áður en maður leggur sig, minnka lík- urnar á óþarfa ertingu af frjókornum yfir nóttina. Gott er að skola nef og augu með saltvatni. Nota sólgleraugu til að vernda augun fyrir frjókornum. Halda sig innandyra þegar frjókornin mælast í hámarki ef kostur er. Þeir sem eru með grasofnæmi ættu ekki að slá blettinn. Í apótekum eru til lyf í lausasölu við ofnæmi „antihistamín lyf “. Þau eru til inntöku og til staðbundinnar notk- unar. Lyfin draga úr kláða og hnerra og þurrka slímhúð. Hægt að taka lyfin eftir þörfum, en þegar einkenni eru mikil er nauðsynlegt að taka þau reglubundið. Mikilvægt er að lesa vel leiðbeiningar með lyfjunum. Lyfin og úrræðin eru nokkuð góð, látum okkur líða vel í frjókornatíð og njótum sumarsins, með gleði í hjarta. Kveðja Sigríður Pálína Arnardóttir Lyfju Reykjanesbæ n Sigríður pálína arnardóttir Skrifar: Úrræði við frjóofnæmi Póstkassinn n Baldur guðMundSSOn Skrifar: Hraustir skólar

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.