Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2013, Side 24

Víkurfréttir - 08.05.2013, Side 24
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR24 GS KONUR SUMAROPNUNARTEITI 8. MAÍ KL. 20:00 Í GOLFSKÁLANUM Í LEIRU · Kynning á sumarstarfi GS kvenna · Skemmtisögur · Tískusýning frá Gofbúðinni í Hafnarfirði, SI Verslun og Skóbúðinni í Keflavík - Ecco · Tónlist · Kynningar · Kynning og óvænt gleði frá Hissa.is · Tónlist Þóranna og Elmar Allar konur velkomnar! Frítt inn, barinn opinn Leitum að jákvæðum og kraftmiklum einstaklingi til starfa á fjármálasviði Atafls í Reykjanesbæ Fjölbreytt bókhaldsreynsla Góð tölvukunnátta, Navision, Excel Enskukunnátta nauðsynleg Markviss og sjálfstæð vinnubrögð Þarf að geta hafið störf sem fyrst Umsókn ásamt starfsferilsskrá sendist á maria@atafl.is Allar nánari upplýsingar veitir María Þorgrímsdóttir, starfsmannastjóri í síma 420-6400. Umsóknum skal skilað fyrir 18. maí 2013. ATVINNA N jarðvíkingurinn Hilmir Ingi Jónsson starfaði sem raf- virki fyrir nokkrum árum þegar hann fékk hugmynd sem hefur slegið í gegn. Í framhaldinu þró- aði Hilmir búnað sem aflar upp- lýsinga um orkunotkun og getur stuðlað að mikilli hagræðingu og komið í veg fyrir orkusóun. Hugmyndin hefur nú verið seld áfram víða um heim og í síðustu viku gerði fyrirtæki hans, Re- Make Electric, stóran samning við fyrirtæki í Bretlandi um að koma búnaði fyrirtækisins í sölu á breskan markað. Fyrirtækið fór n Njarðvíkingurinn Hilmir Ingi Jónsson hefur náð frábærum árangri með fyrirtæki sitt ReMake Electric - Þróaði hugbúnað sem aflar upplýsinga um orkunotkun: Byrjaði allt við eldhúsBorðið af stað við eldhúsborðið en er í dag, nokkrum árum síðar, starf- rækt í Kópavogi með 25 starfs- mönnum. Hilmir Ingi, sem er rafvirki að mennt, uppgötvaði í starfi sínu að skortur var var á upplýsingum um rafmagn til bilanaleitar og kviknaði hugmynd í framhaldinu um að þróa búnað sem aflaði upplýsinga um orkunotkun. Hann fór í það ferli að þróa þessa hugmynd áfram, fékk styrki frá Tækniþróunarsjóði og hefur árangurinn verið frábær. Hilmir Ingi vann Start09 árið 2009 og Gullegg Innovit árið 2009 og í kjölfar þess komu fjárfestar að fyrirtækinu. Í lok síðasta árs var ReMake Electric valið sem besta fjárfestingartækifæri í Evrópu og í orkugeiranum af breska grein- ingarfyrirtækinu Frost&Sullivan en fyrirtækið hefur einnig unnið til nokkura alþjóðlegra viðurkenn- inga. Nú á dögunum var tilkynnt að ReMake Electric hefði gert samn- ing við breska fyrirtækið InTouch IS um markaðssetninu á eTactica kerfinu í Bretlandi sem ReMake Electric hefur þróað. „Ég fékk þessa hugmynd við eldhús- borðið á heimili okkar Svanhildar í Grindavík, árið 2005 en þá starfaði ég sem rafvirki hjá Sigga Ingvars í Garðinum. Í kjölfarið ákváðum við kærastan mín, Svanhildur Björk, að stofna fyrirtæki í kringum þessa hugmynd,“ segir Hilmir Ingi. „Þetta hefur gerst ótrúlega hratt og við höfum fengið með okkur frábæran mannskap. Við gerðum stóran samning við breskt fyrir- tæki í síðustu viku sem hefur mjög góða markaðsstöðu þar í landi fyrir orkusparandi og orkustjórnunar lausnir. Þetta er mjög alveg dúndur samningur fyrir okkur. Bretland er stór markaður og við væntum þess að ná mögnuðum árangri með InTouch.“ Hjálpar fyrirtækjum að skilja og spara raforkunotkun ReMake Electric hefur þróað vél- og hugbúnað sem bætir upp- lýsingargildi við hefðbundinn raföryggisbúnað og býður einnig upp á upplýsingagjöf til eftirlits og vöktunar á raforku í byggingum. Með þessum búnaði geta fyrirtæki fengið til sín upplýsingar með til- kynningum og sparað allt að 40% raforku en sparnaðurinn er að meðaltali 20%. Einnig geta fyrir- tæki forðast skemmdir sem verða vegna of mikils álags og lengt líftíma tækja með betri álagsstjórnun. „Okkar áhersla er að safna upp- lýsingum um rafmagn og gera þessi gögn skiljanleg fyrir notandann svo hann geti tekið upplýstar ákvarð- anir. Þetta snýst um að sundurliða rafmangsnotkun til að átta sig á því hvar má ná fram hagræðingu og hafa vöktun á rafmagnsálagi til að ná fram betri álagsdreifingu. Þannig er hægt að fyrirbyggja orkusóun og einnig skemmdir á rafmagnstækjum og leiðslum. Okkar búnaður bætist bara við nú- verandi rafmagnsöryggi og því er lítill tilkostnaður við að bæta okkar búnaði við,“ bætir Hilmir við. „Fyrirtækið stækkar nánast með hverri vikunni sem líður og það mikill áhugi erlendis fyrir okkar búnaði. Við erum allt frá Íslandi til Singapúr eins og staðan er í dag og það eru virkilega spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu.“ Teknir við kannabis- reykingar Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gær afskipti af tveimur piltum innan við tvítugt. Þeir voru búnir að koma sér fyrir í skoti þar sem þeir héldu að enginn sæi til þeirra og voru að kveikja í jónu, þ.e. kannabisblönduðu tóbaki. Piltarnir voru færðir á lögreglustöð og reyndist annar þeirra vera með kannabisefnin. Þá hafði lögregla samband við foreldra þeirra og ræddi við þá. Komu þeir síðan á lög- reglustöðina og sóttu piltana. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í bar- áttunni við fíkniefnavandann. Olíu og vara- dekkjum stolið Lögreglunni á Suðurnesjum var í gær tilkynnt um að um það bill hundrað lítrum af olíu hefði verið stolið af vinnuvél í Keflavík. Um var að ræða traktorsgröfu og var tankur hennar algerlega tómur þegar eigandinn ætlaði að fara að nota hana. Þá var varadekkjum stolið af tveimur bifreiðum í umdæmi lögreglunnar. Málin eru í rannsókn. Skötuhjúin Hilmir Ingi Jónsson og Svanhildur Björk Hermannsdóttir stofnuðu ReMake Electric. „eTactica“-búnaðurinn hefur verið settur á markað víða um heim og er nú á leið á Bretlandsmarkað.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.