Víkurfréttir - 08.05.2013, Síða 28
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR28
Ölvaður öku-
maður laug
til nafns
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för ökumanns
í Keflavík um helgina. Hann
mældist á 46 kílómetra hraða
þar sem hámarkshraði er 30
kílómetrar á klukkustund.
Lögregla veitti ökumanninum
eftirför og var akstur hans
stöðvaður skömmu síðar.
Þegar hann var færður yfir í
lögreglubifreið reyndist vera
áfengislykt af honum og var
hann handtekinn. Þá reyndi
ökumaðurinn einnig að ljúga
til um hver hann væri og var
hann líka kærður fyrir það.
Lögreglan leitar
eftir aðstoð
Skemmdir voru unnar á fimm bifreiðum í Keflavík
um helgina. Athæfið átti sér
stað aðfaranótt laugardagsins.
Tvær bifreiðanna stóðu við
Ránargötu og þrjár við Suður-
götu. Í öllum tilvikum voru
hliðarspeglar bifreiðanna
brotnir og ein þeirra hafði
einnig verið rispuð. Lögreglan
á Suðurnesjum biður þá
sem kunna að búa yfir upp-
lýsingum um hver eða hverjir
voru þarna að verki að hafa
samband í síma 420-1800
Réttindalaus
stöðvuð í átt-
unda sinn
Lögreglan á Suðurnesjum hafði nýverið afskipti
af tæplega fertugri konu
sem ók um án þess að hafa
endurnýjað ökuskírteini sitt.
Var þetta í áttunda skiptið
sem lögregla stöðvar akstur
konunnar vegna þessa.
Þá var sautján ára stúlka
stöðvuð þar sem hún ók í
umdæminu. Hún reyndist vera
án ökuréttinda og viðurkenndi
brot sitt. Að auki hafði hún
tekið bílinn ófrjálsri hendi.
Loks var karlmaður á fertugs-
aldri stöðvaður, þar sem hann
ók eftir vegaröxl á Reykjanes-
braut. Framrúða bifreiðar
hans var brotin og að auki var
bifreiðin ótryggð. Ökumað-
urinn var aukin heldur ekki
með ökuskírteini meðferðis.
Lögregla fjarlægði skrán-
ingarnúmerin af bifreiðinni.
Sparkaði í lög-
reglubifreið
Karlmaður á þrítugsaldri mátti gista fanga-
geymslur lögreglunnar á
Suðurnesjum eftir að hann
sparkaði í lögreglubifreið.
Maðurinn hafði verið færður
á lögreglustöð vegna annars
máls, en var frjáls ferða sinna
þegar þarna var komið sögu.
Hann gekk þá rakleiðis að
lögreglubifreiðinni sem stóð
fyrir utan lögreglustöðina
og sparkaði í afturstuðara
hennar, þannig að á sá.
Maðurinn, sem var mikið
ölvaður, var handtekinn og
vistaður í klefa meðan hann
var að komast aftur til vits.
Gáfu teppi í
hjálparstarf
E ldri borgarar í dagdvölinni á Nesvöllum afhentu á dög-
unum myndarlega gjöf til Suður-
nesjadeildar Rauða kross Íslands.
Afhent voru teppi sem hafa verið
prjónuð á síðasta eina og hálfa
árinu.
Það var Anna Karólína Gústafs-
dóttir sem afhenti teppin en Guð-
björg Sigurðardóttir, formaður
Suðurnesjadeildar RKÍ, tók við
gjöfinni. Hún greindi jafnframt
frá því að teppin fari í gám með
hjálpargögnum sem sendur verður
til Hvíta Rússlands en þar eru vetur
mjög kaldir og því verða hlý teppi
vel þegin.
Litskrúðugur dans
Árleg vorsýning BRYN Ballett Akademíunnar, Listdans-
skóla Reykjanesbæjar, fór fram í Andrews leikhúsinu á
Ásbrú á dögunum. Sýningin var litskrúðug eins og sjá má
á meðfylgjandi myndum frá skólanum.