Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2013, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 08.05.2013, Blaðsíða 30
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR30 SPORTIÐ n Keflvíkingar fá KR í heimsókn í fyrsta heimaleiknum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu: Verðum að afsanna þetta á vellinum Keflvíkingar máttu sætta sig við 2-0 tap gegn núverandi Íslands- meisturum FH á mánudag. Mar- jan Jugovic skoraði mark Kefl- víkinga í upphafi síðari hálfleiks en FH-ingar leiddu verðskuldað 2-0 í hálfleik. Keflvíkingar voru til alls líklegir í síðari hálfleik eftir mark þeirra. Bítlabæjarstrákarnir sóttu nokkuð fast undir lokin og hefðu með örlítilli heppni getað jafnað leikinn. Zoran Ljubicic þjálfari Keflvíkinga var á því að hans piltar hafi stjórnað leiknum og átt meira skilið. „Ég er að sjálfsögðu ósáttur við mörkin sem við fáum á okkur. Við sofnum á verðinum og FH er þannig lið að þeir refsa, það var kannski munurinn á liðunum í leiknum,“ segir Zoran. Hann hrósaði liðinu fyrir baráttu og vilja og að hans mati var Keflavík betri aðilinn á vellinum gegn Íslands- meisturunum. „Það var nánast eitt lið á vellinum og við stjór- nuðum leiknum frá a-ö,“ sagði Zoran en hann var ekki sáttur við mörkin sem Keflvíkingar fengu á sig og auk þess hefði átt að nýta færin betur. „Þau færi sem við fáum verður að nýta gegn liði eins og FH, það er alveg ljóst.“ Næst á dagskrá er svo leikur gegn KR á heimavelli en Zoran vonast til þess að Nettóvöllurinn verði sama vígi og áður var. „Heima- völlurinn hefur verið ákveðin vonbrigði undanfarið eitt og hálft ár, það þarf að breytast. Zoran vonast til þess að áhorfendur láti sjá sig en stuðningur þeirra er liðinu mikilvægur. „Þetta eru strákar sem leggja sig 100% fram í hverjum einasta leik fyrir félagið. Þeir þurfa þó á stuðningi að halda sama hvernig gengur.“ Varðandi spár fjölmiðla vill Zoran sem minnst segja. „Okkur gekk t.d. mjög vel á undirbúnings- tímabilinu í fyrra og þá var okkur spáð falli. Nú gekk okkur ekki svo vel þar sem mikið var um meiðsli og því margir ungir leikmenn að fá tækifæri.“ Zoran segist lítið taka mark á spám fjölmiðla og eina leiðin til þess að afsanna þessar spár sé að að láta verkin tala. „Eina leiðin fyrir leikmenn að láta rödd sína heyrast er inni á fótboltavellinum, ég get öskrað á hliðarlínunni en það gerir víst lítið. Við þurfum hins vegar ekki að hugsa um þetta en virðum engu að síður skoðanir fjölmiðla,“ segir þjálfarinn. Varðandi ungu leikmenn Keflvíkinga þá segir Zoran að þeir eigi vafalaust eftir að fá tækifæri með Keflvíkingum í sumar. „Þeir þurfa bara að vera þolinmóðir og bíða eftir rétta tækifærinu, en ég er viss um að þeir fá að láta ljós sitt skína. „Það virðast vera þeirra rök að Guðmundur hafi farið. Það er þannig í Keflavík að það kemur maður í manns stað en vissulega er erfitt að fylla hans skarð,“ segir Jóhann en að hans mati eru margir efnilegir leikmenn í hópnum sem nú fá tækifæri til þess að sanna sig. Jóhann sagði í viðtalinu að ef menn ætluðu að fjalla um knatt- spyrnuna á faglegan hátt þá ætti að sinna öllum liðum jafnt. „Það má svo sem vel vera að þeir hafi kynnt sér hin liðin alveg jafn mikið og okkur, ég veit það ekki,“ en Jóhann segist annars ekki vera mikið að velta sér upp úr þessum spám. En er raunhæft að hans mati að Keflvíkingar verði í botnbaráttu? „Það getur svo sem allt gerst ef við spilum ekki eins og menn. Ég tel okkur þó vera það góða að við eigum að geta verið í baráttu um Evrópusæti.“ Keflvíkingar hófu Íslandsmótið á mánudag gegn FH á útivelli og endaði sá leikur með 2-1 sigri Íslandsmeistara FH. Jóhann kvaðst nokkuð sáttur með leikinn ef undan eru skilin úrslitin. „Ég man ekki eftir að hafa leikið gegn FH þar sem þeir eru að beita skyndi- sóknum. Við létum þá fara út fyrir sinn þægindarhring og vorum virkilega góðir framan af leik.“ FH-ingar skoruðu mörkin sín tvö á fimm mínútna kafla og þá eftir langar sendingar yfir vörnina. Jóhann segir að það þurfi að laga fyrir áframhaldið en nýr markvörður og vörnin þurfa meiri tíma til þess að ná betur saman að hans mati. „Við hefðum getað nýtt færi okkar betur en þeir fengu að sama skapi fín færi. Stóran hluta leiks spiluðum við vel og létum þá hafa fyrir hlutunum.“ Næsti leikur er gegn KR og leggst sú rimma vel í Jóhann. „Það verður gaman að komast á heima- völlinn og það er alltaf fjör að spila gegn KR. Það er orðið of langt síðan við unnum þá síðast en von- andi verður breyting þar á núna á sunnudaginn,“ sagði Jóhann en Keflvíkingar sigruðu KR-inga síðast á Keflavíkurvelli árið 2008 OPNI GOLFDAGURINN FIMMTUDAGINN 9. MAÍ KL. 13:00-16:00 Æfingasvæði Leiðbeinendur sýna réttu handtökin Klúbbhús Starf Golfklúbbs Suðurnesja og tilboð kynnt. Púttgrín Undirstöðu- atriði í púttum og vippum kynnt Golfvöllur Áhugasamir geta leikið nokkrar holur á Hólmsvelli. Ingi Rúnar Gíslason golf- kennari ásamt afreks- kylfingum GS verða á staðnum og leiðbeina. Ýmis áhugaverð tilboð kynnt. Allir sem hafa áhuga á golfi eru velkomnir, hvort sem það eru byrjendur eða þeir sem lengra eru komnir. Markmið golfdagsins er að kynna golfíþróttina, frábæra aðstöðu í Leirunni og fjölbreytt starf Golfklúbbs Suðurnesja. Komið og kynnið ykkur ýmis tilboð fyrir byrjendur, börn og fjölskyldur. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á pylsur og gos Dagskrá golfdagsins Hólmsvelli Leiru - Sími 421-4100 - gs@gs.is - segir Zoran Ljubicic þjálfari Keflvíkinga Gert mikið úr brotthvarfi Guðmundar Jóhann Birnir Guðmundsson vakti nokkra athygli með ummælum sínum í viðtali við fjölmiðla þar sem hann sakaði fjölmiðlamenn um að hafa ekki kynnt sér lið Keflvíkinga nægi- lega vel fyrir komandi tímabil. „Maður segir ýmislegt þegar maður er heitur og stundum getur maður orðað hlutina öðruvísi,“ sagði Jóhann þegar Víkurfréttir náðu tali af honum. Hann hefur það þó á tilfinningunni að raunin sé sú að einstakir fjölmiðlar myndi sér ákveðnar skoðanir og svo fylgi hinir í humátt. Fjölmiðlar hafa talað um miklar breytingar á Keflavíkur- liðinu og mikið hefur verið gert úr því að Guð- mundur Steinarsson yfirgaf herbúðir þeirra og gekk til liðs við Njarðvíkinga. Jóhann sem er fæddur þann 5. desember árið 1977 lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Víðis í Garði þann 7. júlí árið 1993, þá 16 ára gamall. Ári síðar gekk Jóhann til liðs við Keflvíkinga. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild einmitt gegn KR- ingum þann 1. júní árið 1994 en þá kom hann inn á sem varamaður fyrir Ragnar Margeirsson. Fyrsta mark Jóhanns í efstu deild kom í 2-0 sigri gegn FH á heimavelli þann 5. júlí árið 1995 en þá var Jóhann orðinn fastamaður í liðinu og lék samtals 20 leiki það tímabil. Næstu árin festi Jóhann sig í sessi sem einn af betri ungu leikmönnum deildarinnar og svo fór að lokum að áhugi erlendra liða kviknaði á Jóhanni. Árið 1998 samdi Jóhann við Watford í Englandi sem þá lék í næst efstu deild. Þar lék Jóhann vel á tímabili en fékk fá tækifæri þegar Watford komst upp í efstu deild. Hann hélt síðar til Noregs árið 2001 til Lyn og síðar Svíþjóðar þar sem hann lék með Örgryte og GAIS. Hann gekk síðan til liðs við Keflvíkinga aftur árið 2008. Jóhann á að baki 137 leiki fyrir Keflvíkinga og í þeim hefur hann skorað 36 mörk. Hvað varðar marka- skorun þá hefur Jóhann aldrei skorað fleiri mörk í deildinni en í fyrra en þá skoraði hann sjö mörk. Árið 2011 skoraði hann svo sex mörk og er það hans næstbesti árangur. Það mætti því segja að Jóhann sé að verða marksæknari með aldrinum. Jóhann EInS OG GOTT RaUÐVÍn Keflvíkingar treysta á aldursforsetann í sumar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.