Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.2013, Síða 6

Víkurfréttir - 21.11.2013, Síða 6
fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR6 Björk Gunnarsdóttir, nemandi í 10. bekk í Njarð-víkurskóla, mætir sem reglulegur nemandi fjórum sinnum í viku í stærðfræði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Lauk grunnskólaprófi í 8. bekk Björk lauk allri stærðfræði á grunnskólastigi í 8. bekk, auk STÆ 103 og 203 á framhaldsskólastigi í 9. bekk og tekur núna STÆ 303. Það telst heldur óvenjulegur ferill en Björk vill ekki gera mikið úr því. „Mér finnst stærð- fræði bara heillandi og gaman að geta leyst alls kyns dæmi. Ég væri alveg til í að taka fleiri áfanga á þennan hátt,“ segir hún brosandi. Áhugi hennar á stærðfræði byrjaði þegar hún var í þriðja bekk og henni fannst námsbæk- urnar skemmtilegar. Námið liggur vel fyrir Björk og hún segist einnig hafa mikinn áhuga á náttúrufræði og ætlar á náttúrufræðibraut í FS þegar hún lýkur grunnskólaprófi. Hún hvetur alla sem hafa áhuga á að taka áfanga í FS samhliða grunnskólanámi að drífa sig. „Ef það gengur vel þá er þetta rosalega sniðugt.“ Körfubolti aðaláhugamálið „Það voru allir töluvert eldri en ég en það var vel tekið á móti mér svo að það varð ekkert mál,“ segir Björk um veru sína í Fjölbrautaskólanum. Skóladagur hennar byrjar á því að hún mætir fyrst í FS á morgnana og fer svo beint í tíma í Njarðvíkurskóla á eftir. Hún segir að sér líki vel að blanda þessu svona saman þótt hún hafi verið örlítið stressuð fyrst þegar hún kom. Hún segist gefa sér um það bil viku til að búa sig undir próf og vill hafa góðan fyrirvara á þeim. Slíkt skipulag er væntan- lega líka nauðsynlegt því Björk er einnig afrekskona í körfubolta og hefur æft þá íþrótt frá því í 2. bekk. Hún keppti með íslenska landsliðinu í körfubolta á móti í Danmörku. Íslensku stelpurnar unnu það mót og var Björk valin í úrvals- lið mótsins. Það var í fyrsta sinn sem íslenskt kvennalandslið sigrar á þessu móti. Björk segir gott að æfa íþróttir samhliða námi og að körfubolti sé aðaláhugamál sitt. Langaði að hjálpa litlu systur Spurð um framtíðaráform segir Björk sig hafa lengi vel langað að verða dýra- læknir. „Eftir að litla systir mín lær- brotnaði fyrir tveimur árum og þurfti að liggja í strekk í átta vikur langaði mig svo að geta hjálpað henni. Ég gæti því vel hugsað mér að verða bæklunarlæknir,“ segir hún. Björk er elst þriggja systkina og segist eiga góða vini bæði úr náminu og íþróttunum. Besta vinkona hennar heitir Snjólaug. „Hún hefur alltaf verið með mér í bekk og var einnig með mér á leikskóla. Og mæður okkar lágu saman á fæðingardeildinni því það eru bara tveir dagar á milli okkar,“ segir Björk hlæjandi að lokum. -ritstjórnarbréf vf.is Hrafnistuheimilið Stjórnendur Hrafnistu eru mjög spenntir fyrir því að taka að sér rekstur á nýju hjúkrunarheimili á Nes- völlum í Reykjanesbæ. Þar á að opna 60 rýma hjúkrunarheimili í mars á næsta ári. Þá tekur Hrafnista einnig við rekstri Hlévangs síðar á næsta ári. Í viðtali við Víkurfréttir í dag segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimil- anna að starfsemi góðra hjúkrunarheimila standi og falli með góðu starfsfólki. „Það sem við þekkjum til Hlévangs og Garðvangs er að þar er margt mjög hæft starfsfólk. Nýja heimilið á Nes- völlum hefur alla burði til að verða eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins. Þar sem fer saman gott starfs- fólk og gott húsnæði og þar er spennandi að fá að koma að málum,“ segir Pétur í viðtalinu við Víkurfréttir. Nokkuð heitar umræður hafa verið á Suðurnesjum undan- farnar vikur vegna málefna nýja hjúkrunarheimilisins. Tekist hefur verið á um það hvort Hrafnista ætti að reka nýja heimilið eða fela Heilbrigðisstofnun Suðurnesja reksturinn. Bæjaryfirvöld ákváðu að fela Hrafnistu reksturinn og á sama tíma hvetja bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ þingmenn kjör- dæmisins til að berjast áfram fyrir Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Sú stofnun á að vera sterk á sínu sviði sem heilsugæslu- stöð og sjúkrahús fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Það væri því ekki endilega hlutverk HSS að reka hjúkrunarheimili. Það má alveg taka undir með bæjarstjórninni og hvetja þing- menn kjördæmisins og þá sérstaklega þá sjö þingmenn sem búa á Suðurnesjum til að berjast af krafti fyrir HSS. Þá eigum við einnig að fagna komu Hrafnistu til Suðurnesja. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Hilmar Bragi Bárðarson skrifar -mundi -instagram #vikurfrettir Má bara sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisnis en ekki Hrafnistu? SÍMI 421 0000 n Ung afrekskona í námi og íþróttum: Langar að verða bæklunarlæknir Ánægð! Björk er ánægð í náminu. Ég væri alveg til í að taka fleiri áfanga á þennan hátt. Texti og mynd: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is Ljósmynd: Kristján Carlsson Gränz Tæplega 17% starfandi íbúa Reykjanesbæjar vinna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur m.a. fram í könnun sem MMR skoðanakönnunarfyrir- tækið gerði í október sl. fyrir At- vinnu- og hafnasvið Reykjanes- bæjar. Sé horft til svæða vinna flestir íbúar Reykjanesbæjar á Keflavíkurflugvelli eða um 21%. „Þetta sýnir að stór hluti starf- andi íbúa leggur út á Reykjanes- brautina á hverjum einasta degi til sinna starfa og sækir vinnu inn á afar stórt atvinnusvæði. Sam- kvæmt könnuninni eru þeir sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið að meðaltali með hærri laun en þeir sem starfa í RNB. Fyrir því geta legið ýmsar ástæður, m.a. að þeir sem eru í hlutastörfum sækja væntanlega ekki vinnu út af svæð- inu,“ segir Árni Sigfússon, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar. Stór hluti íbúa sækir vinnu á höfuðborgarsvæðið

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.