Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.2013, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 21.11.2013, Qupperneq 14
fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR14 Grunnskóli Grindavíkur auglýsir eftir kennurum til starfa frá 1. janúar næstkomandi. Um er að ræða umsjónarkennslu í 1. bekk og náttúrufræðikennslu á elsta stigi. • Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með um 460 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa þannig umhverfi að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjan- leika og víðsýni þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskolinn. • Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla sem eru metnaðar- fullir, og góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi. • Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi sem unnið er eftir í starf- semi bæjarins, þau eru jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið halldorakm@grindavik.is í síðasta lagi 2. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 420-1150. Umsjónarkennari í 1. bekk, náttúrfræðikennari á elsta stigi Stofnun kórsins og starf Karlakór Keflavíkur var stofnaður 1. desember 1953 og er því 60 ára á þessu ári. Kórinn hefur starfað samfellt í þessi 60 ár. Eins og vænta má hefur starfið átt sínar hæðir og lægðir en ávallt hafa starfað í kórnum kraftmiklir ein- staklingar af öllum Suðurnesjum. Á fyrri árum þegar framboð af tómstundum og afþreyingu var minna en nú má segja að kórinn hafi notið sérstöðu og kraftar kór- manna dreifst minna en nú er. Að öllum líkindum hefur innra starf kórsins risið hæst á þeim árum þegar kórinn byggði sitt glæsilega félagsheimili að Vesturbraut 17-19 í Keflavík. Á þessum árum hefur kórinn gefið út hljómplötuna „Karlakór Kefla- víkur“ (1981) og hljómdiskana „Suðurnesjamenn“ (1996), „Tóna- berg“ (2003) og „Þú lýgur því“ (2008), sem inniheldur lög eftir popptónskáld okkar Suðurnesja- manna; Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Magnús Kjartansson, Gunnar Þórðarson og fleiri. Kórinn hefur verið fastur liður í menningarlífi Suðurnesja allan þennan tíma. Núverandi formaður kórsins er Vilhjálmur Ingvarsson. Starfið Innra starf kórsins er öflugt og skemmtilegt. Fyrir utan vikulegar æfingar heldur kórinn árlega ýmis skemmtikvöld með félögum. Má þar nefna sviðakvöld eða nýliða- kvöld þar sem kórfélagar koma saman og kynna starfið fyrir áhugasömum einstaklingum, ár- lega árshátíð kórsins, jólatónleika, vortónleika og vorferðir. Þess utan hefur kórinn farið í all- margar utanlandsferðir svo sem til Færeyja, Kanada og nú síðast til Pétursborgar í Rússlandi. Kórinn hefur einnig tekið þátt í mörgum söngviðburðum með öðrum kórum, sungið við ýmsar athafnir í kirkjum, m.a. við jarðar- farir. Þá hefur kórinn sungið við ýmis tilefni; í afmælum, heim- sótt stofnanir og sungið á hátíðis- dögum í bæjarfélögum á svæðinu. Má þar nefna 17. júní, Ljósanótt, Sjóarann síkáta, Sandgerðisdaga og fleira. Kórinn heldur sínar reglubundnu æfingar á fimmtudagskvöldum þar sem oft er mikið fjör. Þótt einbeit- ing og agi einkenni æfingarnar eru innan raða kórsins miklir karakt- erar sem gera starfið skemmtilegt. Tónlistin hefur þann eiginleika að skapa samhljóm í félagsskapnum og menn halda endurnærðir heim að lokinni hverri æfingu. Eiginkonur núverandi og fyrrum kórmanna hafa með sér öflugan félagsskap, Kvennaklúbb Karla- kórs Keflavíkur, sem stendur fyrir ýmsum uppákomum og styður við starf kórsins með ýmsum hætti. Karlakórinn mun halda sína ár- legu árshátíð 7. desember nk. í fé- lagsheimili sínu við Vesturbraut og verður mikið um dýrðir í tilefni afmælisins. Framundan Eftir áramót mun kórinn hefja undirbúning vortónleika með því að halda í æfingabúðir um helgi og í vor er áformað að halda hina árlegu vortónleika og vorferð þar sem kórinn mun koma fram utan heimabæjarins. Haustið 2015 mun kórinn standa fyrir svonefndu „Kötlumóti“ í Reykjanesbæ. Katla er Samband sunnlenskra karlakóra. Þá munu karlakórar af sunnanverðu landinu koma saman í Reykjanesbæ og bjóða upp á fjölda tónleika auk þess sem kórarnir allir koma saman og mynda um 600 manna kór sem syngur fyrir Suðurnesjamenn. Núverandi stjórnandi kórsins er Helga Bryndís Magnúsdóttir. „Kertatónleikar“ Í vetur mun kórinn halda sína árlegu „Kertatónleika“ í Ytri- Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 5. desember. Þetta eru jólatón- leikar þar sem sköpuð er hátíðleg jólastemming á aðventunni með skemmtilegri kertalýsingu og jóla- söngvum. Að þessu sinni verða Kvennakór Suðurnesja og Barnakór Holtaskóla gestasöngvarar á tónleikunum sem hefjast kl. 20:00. Karlakór Keflavíkur 60 ára Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs beinir þeim eindregnu tilmælum til heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að mis- munun í heilbrigðisþjónustunni verði leiðrétt. Bæjarráð hvetur alla þingmenn, en þó sérstaklega þingmenn Suðurkjördæmis til þess að hafna samþykkt fjárlaga ef ekki verði leiðrétt sú mismunun sem á sér stað í fjárveitingum til grunn heilbrigðisþjónustu, sem skal gilda jafnt fyrir alla lands- menn. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs í Garði. Þá segir að bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs taki undir ályktun bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar um sama efni frá 12. nóvember sl. Samkvæmt lögum er Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja (HSS) alfarið rekin á kostnað ríkisins. Áætluð framlög ríkisins til Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja á árinu 2014 eru a.m.k. helmingi lægri á hvern íbúa en til annarra heilbrigðis- stofnana, að undanskilinni Heil- brigðisstofnun Suðurlands. Þessi grófa mismunun milli landsmanna hefur viðgengist í fjöldamörg ár og er alls ekki líðandi. HSS er eina stofnunin á Suður- nesjum sem sinnir grunn heilsu- gæsluþjónustu fyrir íbúana og hefur m.a. verið þekkt fyrir vand- aða þjónustu fæðingardeildar. Með lokun skurðstofu fyrir þremur árum var í raun skellt í lás fyrir full- kominn rekstur fæðingardeildar og fjölmarga aðra þætti í rekstri HSS. Sú þjónusta sem starfsfólk HSS leggur sig enn fram um að veita er til mikillar fyrirmyndar. Stefna um hlutverk HSS í þjónustu við íbúa á Suðurnesjum hefur sveiflast eftir áherslum stjórnvalda hverju sinni án þess að sveitar- félögin hafi fengið tækifæri til að koma þar að máli. Þessi hringland- aháttur hefur m.a. orðið til þess að veikja starfsemi HSS. Leiðréttið mismunun eða hafnið fjárlögum -fréttir -menningarlíf n Garðmenn skora á þingmenn: Tónleikar! Í vetur mun kórinn halda sína árlegu „Kertatónleika“í Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 5. desember.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.