Víkurfréttir - 21.11.2013, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR16
-fréttir pósturu vf@vf.is
Hugum að
húðinni í kuldanum
Þegar kólnar í veðri getur húðin orðið ansi þurr og
viðkvæm sem getur ýtt undir ójafnvægi í húðinni og
jafnvel húðvandamál. Því þurfum við að hlúa að húð-
inni okkar og næra hana vel bæði að utan sem
innan en það vill oft gleymast að það er ekki
nóg að bera endalaust af kremum á húðina til
að mýkja hana heldur er álíka mikilvægt að
næra húðina innan frá með góðri fitu í fæðunni
eins og laxi, avokadó, valhnetum, hörfæjum og
ólífuolíu. Þar sem fitusýrunar eru allri frumu-
starfssemi svo mikilvægar þá er æskilegt að
taka omega 3 olíur inn aukalega ef þið náið ekki
að fá þær í nægilegu magni úr fæðunni. Sumir
gætu jafnvel þurft að taka fitusýrur tvisar á dag
tímabundið yfir háveturinn ef mikill þurrkur
og kláði er í húðinni til að vinna upp hugsan-
legan fitusýru-
skort og byggja upp og
næra húðina. Útvortis
er gott að eiga lífræna
kókósolíu við höndina
og bera á þurra bletti
reglulega en kókosolían
er einstaklega feit og
nærandi og smýgur vel
inn í húðina. Kókos-
olían er að mínu besti
kosturinn til að byrja á
en ef það dugar ekki til þá eru fáanleg víða mjög góð
íslensk jurtasmyrsli sem eru feitari og þau innihalda
þar að auki mikið af virkum og uppbyggjandi efnum
fyrir húðina. Svo auðvitað að muna eftir hönskunum og
halda hita á húðinni í kuldanum;)
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir
HEILSUHORNIÐ
ÁSDÍS
GRASALÆKNIR
SKRIFAR
Samtals mættu 646 einstakl-ingar í blóðsykurmælingu
sem Lions-hreyfingin stóð fyrir
á Suðurnesjum um sl. helgi. Í
Vogum mættu 65 í blóðsykur-
mælingu, 245 í Grindavík og 336
í Reykjanesbæ.
Í Reykjanesbæ reyndust nítján ein-
staklingar vera með of háa mælingu
og var ráðlagt að tala við lækni.
Pálmi Hannesson hjá Lions-
klúbbnum Garði sagðist í sam-
tali við Víkurfréttir vera ánægður
með þátttöku Suðurnesjamanna
en margir þeirra sem mættu í
mælingu sl. föstudag í Grindavík
og á laugardag í Vogum og Reykja-
nesbæ mætti gagngert til að láta
mæla sig.
Pálmi vildi jafnframt koma á fram-
færi þökkum til Lyfju í Reykja-
nesbæ sem lagði til allan búnað
sem þurfti til mælinganna.
VF-myndir: Hilmar Bragi
646 mældir
Hljómahöll óskar e ir því að ráða tækni-
og sviðsstjóra
Tækni- og sviðsstjóri ber ábyrgð á öllum tæknimálum
Hljómahallar s.s. vegna tónleika- og ráðstefnuhalds,
funda, dansleikja, Poppminjasafnsins o.s.frv. Hann þarf
að hafa ríka þjónustulund og yfirgripsmikla þekkingu á
margvíslegum tæknibúnaði. Tæknimenntun af einhver-
ju tagi er kostur en hann þarf einnig að geta tileinkað
sér nýja tækni á skömmum tíma og vera fljótur að læra.
Verksvið
• Umsjón með öllum tæknimálum og sviðsstjórn
Hljómahallar.
• Umsjón með viðhaldi á tækjabúnaði hússins.
• Umsjón, viðhald og varðveisla á munum Popp-
minjasafnsins.
• Tengiliður vegna bruna- og innbrotakerfi hússins.
• Vera reiðubúinn að koma á ýmsum tímum til þess
að aðstoða leigutaka hússins.
• Umsjón með hljóðfærum Hljómahallar.
• Aðstoða framkvæmdastjóra við framkvæmd
ýmissa verkefna.
• Önnur tilfallandi verkefni sem framkvæmdastjóri
felur honum.
Hæfniskröfur
• Tæknimenntun sem nýtist í starfi er kostur
• Reynsla af umsjón tæknimála í kringum viðburði og
annað skemmtanahald.
• Tækniþekking á s.s. hljóðkerfum, hljóðfærum,
mögnurunum, hljóðfærum, skjávörpum,
internetbúnaði o.m.fl.
• Góð og yfirgripsmikil tölvuþekking
• Þekking á snjalltækjum (snjallsímum og
spjaldtölvum)
• Þekking á bæði OS og Windows stýrikerfum
• Mikilvægt er að viðkomandi hafi sýnt af sér
sjálfstæði í vinnubrögðum og mikla hæfni í
mannlegum samskiptum
Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember nk.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vef
Reykjanesbæjar.
Umsókninni um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í
starfið. Nánari upplýsingar veitir Tómas Young
(tomas.young@reykjanesbaer.is), framkvæmdastjóri
Hljómahallar.
Hljómahöllin er ný menningarmiðstöð í Reykjanesbæ sem er
ætlað að vera máarstólpi menningarlífs á Reykjanesi.
ATVINNA
TÆKNI- OG SVIÐSSTJÓRI
HLJÓMAHALLAR
Lagði fram
kæru vegna
fjársvika
u Íbúi í Reykjanesbæ kærði
um nýliðna helgi fjársvik til
lögreglunnar á Suðurnesjum.
Maðurinn hafði óskað eftir
iPhone4 á vefsíðunni Bland.
is. Við hann hafði samband
karlmaður, sem kvaðst vera
með til sölu slíkan síma, auk
iPhone 4S. Gæti hann fengið
þá saman á 65 þúsund.
Niðurstaðan varð sú að kær-
andinn fengi símana báða á
50 þúsund. Skyldi hann fá þá
senda í pósti eftir að hafa lagt
upphæðina inn á tiltekinn
reikning, sem hann og gerði.
Ekkert bólaði á sendingunni og
illa gekk að ná í „seljanda“ sím-
anna. Loks tókst það og sagði
hann þá vin sinn hafa fengið
að nota reikningsnúmer sitt og
síma, þar sem hann væri ekki
með heimabanka.
Lögregla rannsakar málið og
varar jafnframt við viðskiptum
þar sem fólk leggur fjármuni
inn á reikning án þess að hafa
fengið vöruna í hendur. Fjöl-
mörg mál hafa komið upp að
undanförnu, þar sem óprúttnir
eru að selja fólki ýmislegt, láta
það millifæra á sig fjármuni, en
afhenda svo aldrei hlutina sem
þeir segjast vera að selja.
Brunahani
ekinn niður
uBrunahani var ekinn niður
á Suðurnesjum um helgina. Sá
sem það gerði ók af vettvangi,
án þess að láta vita, en skildi
brunahanann eftir frussandi
vatni í allar áttir. Þá var ekið
á bifreið í Keflavík og öku-
maðurinn sem það gerði ók
einnig á brott án þess að gera
vart við sig.
Tveir ökumenn óku of hratt,
annar á 109 og hinn á 124
kílómetra hraða, þar sem há-
markshraði er 90 kílómetrar á
klukkustund. Átta ökumenn
voru kærðir fyrir að leggja
bílum sínum ólöglega og fimm
til viðbótar voru ekki með ör-
yggisbelti spennt. Loks voru
tveir ökumenn ekki með öku-
skírteini sín meðferðis.
Brenndist af
ammoníaks-
blandaðri olíu
uVinnuslys varð um síðustu
helgi í fiskvinnslufyrirtæki
í umdæmi lögreglunnar á
Suðurnesjum. Þar var starfs-
maður að vinna við vél sem
keyrir kælikerfi fiskvinnsl-
unnar þegar ammoníaks-
blönduð olía sprautaðist í
andlit hans.
Maðurinn brenndist í and-
liti, auk þess sem vökvinn fór
í annað auga hans. Honum
var ekið með sjúkrabifreið til
aðhlynningar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja.
LÖGGUFRÉTTIR
Haukur Gígja verður 80 ára föstu-
daginn 22.nóvember. Hann tekur
á móti ættingjum og vinum að
heimili sínu frá kl. 16 á afmælis-
daginn.
AFMÆLI
Til hamingju með daginn elsku
Reynir minn, ég elska þig.
Þín Agata