Víkurfréttir - 21.11.2013, Page 20
fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR20
TIL LEIGU
ÞJÓNUSTA
Grænás, Njarðvík 108fm 4ra herb.
íbúð til leigu
Falleg 4ra.h íbúð til leigu. Íbúðin
laus og afhent nýmáluð. Langtímal.,
160þ/mán. S. 774 0742
Ódýr djuphreinsun
Við djúphreinsum teppi, sófasett,
dýnur og mottur. Við hjálpum við
lyktareyðingu og r ykmaura-
eyðingu. s:780 8319 email: djup-
hreinsa@gmail.comT
Þjónustumiðstöðin
Nesvöllum
Vikan 21. - 27. nóv. nk.
• Bingó • Listasmiðja • Handverk
• Leikfimi - dans- boltaleikfimi.
• Félagsvist • Bridge
• Hádegismatur • Síðdegiskaffi
Föstudaginn 22. nóv nk.
á Nesvöllum kl. 14:00.
Friðarliljurnar
Allir velkomnir
Nánari upplýsingar í síma 420
3400 eða á
www.nesvellir.is/
Bílaviðgerðir
Umfelgun
Smurþjónusta
Varahlutir
Kaupum bilaða
og tjónaða bíla
Iðavellir 9c -
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Daglegar
fréttir
á vf.is
- fs-ingur vikunnar
- ung // Sigurður Stefán
- smáauglýsingar pósturu eythor@vf.is
pósturu pop@vf.is
Hvað er skemmtilegast við
skólann?
Það skemmtilegasta er líklega fé-
lagslífið.
Hjúskaparstaða?
Ég er á föstu.
Hvað hræðistu mest?
Ég gæti grátið þegar ég sé köngu-
lær.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Yfirleitt ekki neitt. Stundum fæ ég
mér þó hafragraut í skólanum.
Hvaða FS-ingur er líklegur til
þess að verða frægur?
Melkorka verður pottþétt fræg.
Hver er fyndnastur í skól-
anum?
Úff, er FS ekki samansafn af grín-
istum?
Hvað sástu síðast í bíó og
hvernig var sú mynd?
Ég fór á Bad Grandpa og hef sjaldan
hlegið jafn mikið.
Hvað finnst þér vanta í mötu-
neytið?
Kleinur eins og í Myllu.
Hver er þinn helsti galli?
Ég tek oft of fljótar ákvarðanir og
hugsa ekkert út í þær og ég er ótrú-
lega þrjósk, sama hversu fáranleg
staðhæfingin mín er þá stend ég
alltaf við mitt.
Hverju myndirðu breyta ef þú
værir skólameistari FS?
Ég myndi leyfa Bear cup.
Áttu þér viðurnefni?
Ég er stundum kölluð Dísa en það
er sára sjaldan.
Hvernig finnst þér félagslífið í
skólanum?
Fínt en það gæti orðið betra.
Áhugamál?
Söngur, leiklist, lestur og að hafa
það kósý með vinunum.
Hvert er stefnan tekin í fram-
tíðinni?
Væri gaman að vera syngjandi lög-
fræðingur.
Ertu að vinna með skóla, ef já
hvar þá?
Já, ég vinn í fiskbúðinni Vík.
Hver er best klædd/ur í FS?
Sólborg Guðbrands er alltaf svo
flott.
Spurningu fyrir næsta FS-ing
vikunnar?
„Hvernig fannst þér hljóðnema-
ballið?“
Spurning frá síðasta FS-ingi:
Hvaða viðburði vantar í FS?
Það mættu vera fleiri en tvö böll
á önn.
Eftirlætis:
Kennari:
Rósa dönskukennari er legend!
Fag:
Íslenska
Sjónvarpsþáttur:
Carrie diary
Bíómynd:
Ég get alltaf horft á Grease og Hun-
ger Games
Tónlistin:
The Beatles og Bob Marley eru og
hafa alltaf verið uppáhalds
Leikari:
Jennifer lawrence og Brad Pitt því
hann er svo flottur
Vefsíða:
facebook og youtube geri ekki uppá
milli
Skyndibiti:
Villi er klassi
Hvaða tónlist fílarðu í laumi
(guilty pleasure)?
Ég get eytt tímunum saman við að
hlusta á sinfoníur.
Ásdís Rán Kristjánsdóttir
hafnaði í öðru sæti í söngkeppni
FS, Hljóðnemanum, í síðustu
viku. Ásdís er 16 ára og stundar
nám á félagsfræðibraut í Fjöl-
brautaskólanum. Hún hefur
áhuga á söng og leiklist og
langar helst að verða syngjandi
lögfræðingur í framtíðinni. Hún
er upphaflega frá Skagaströnd
en býr núna í Reykjanesbæ.
Vill verða syngjandi lögfræðingur
Ég er sá sem gerir alla steiktu hlutina
Sigurður Stefán Ólafsson
er nemandi í 10. bekk í Njarð-
víkurskóla. Honum langar að
verða ríkur og heimsfrægur í
framtíðinni og góður að rappa.
Hann elskar Odd Future föt og
segir að þættirnir Adventure
Time lýsi sér best.
Hvað geriru eftir skóla?
Ég fer að sofa.
Hver eru áhugamál þín?
Hjólabretti.
Uppáhalds fag í skólanum?
Klárlega stærðfræði.
En leiðinlegasta?
Náttúrufræði.
Ef þú gætir hitt einhvern
frægan, hver væri það?
Rapparinn Method Man.
Ef þú gætir fengið einn ofur-
kraft hver væri hann?
Vera góður að rappa og verða
ríkur og heimsfrægur.
Hvað er draumastarfið í fram-
tíðinni?
Að verða ríkur og geta gert allt
sem mig langar og skemmta mér.
Hver er frægastur í símanum
þínum?
Siggisal (legend)
Hver er merkilegastur sem þú
hefur hitt?
Siggisal (legend)
Hvað myndiru gera ef þú
mættir vera ósýnilegur í einn
dag?
Fara inn í kvennaklefana eins
og allir strákar myndu gera.
Hvernig myndiru lýsa fata-
stílnum þínum?
Ég elska Odd Future
föt og hettupeysur.
Hvernig myndiru lýsa þér í
einni setningu?
Gaurinn sem er alltaf látin
gera steiktu hlutina, sem-
sagt steikti gaurinn.
Hvað er skemmtilegast við
Njarðvíkurskóla?
Gauja húsvörður.
Hvaða lag myndi lýsa þér
best?
Gangnam style
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi
lýsa þér best?
Adventure Time lýsir mér best.
Besta:
Bíómynd?
Forrest Gump er besta bíómyndin.
Sjónvarpsþáttur?
Breaking Bad
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Joey Badass er í uppáhaldi.
Matur?
Humar er bestur.
Drykkur?
Kók og vatn.
Leikari/Leikkona?
Gaurinn sem leikur For-
rest Gump, Tom Hanks.
Lið í Ensku deildinni?
Horfi voða lítið á fótbolta en
ég segi bara ARSENAL.
Lið í NBA?
San Antonio Spurs!
Slys og óhöpp
um helgina
uKarlmaður féll úr stiga innan-
dyra í Sandgerði um helgina og
rotaðist. Þá féll erlend kona á
göngustígnum að inngangi Bláa
lónsins og var talið að hún hefði
handleggsbrotnað.
Þá féll eldri maður niður stiga
og meiddist á fæti. Allt þetta fólk
var flutt til aðhlynningar á heil-
brigðisstofnun Suðurnesja.
LÖGGUFRÉTTIR
Þakkir til HSS
u Soffía Zophoníasdóttir
hafði samband við Víkur-
fréttir og vildi koma á fram-
færi þakklæti til starfsfólks
á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja. Soffía leitaði til HSS og
fékk þar fljóta og vandaða úr-
lausn mála. Sérstaklega vildi
Soffía þakka þeim Árna og
Agnesi sem leystu hennar mál.
Hundasnyrting
Tek að mér að klippa og snyrta
hunda. Löng reynsla. Sjá Facebook
undir Hundasnyrting. Kristín s. 897
9002.
GÆLUDÝR
Ég tek oft of
fljótar ákvarðanir
og hugsa ekkert út
í þær og ég er ótrú-
lega þrjósk, sama
hversu fáranleg
staðhæfingin mín
er þá stend ég
alltaf við mitt.