Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Page 4

Bæjarins besta - 04.01.2007, Page 4
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 20074 Börn í Bolungarvík munu á ný eiga kost á tannlæknaþjónustu í sinni heimabyggð í nánustu framtíð. „Við höfum fengið til liðs við okkur tannlæknana á Ísafirði til þess að koma til okkar og mun því börnum standa það til boða á ný. Það verður mjög til bóta en frá því að síðasta tannlæknir hætti hefur fólk þurft að taka sér frí frá vinnu til þess að fara með börn sín yfir á Ísafjörð. Öll aðstaða er til staðar á heilsugæslunni og hefur nú verið komið í fyrirmyndarlag“, segir Grímur Atlason. Ekki er vitað með vissu hvenær byrjað verður að bjóða upp á þjónustuna en að sögn Gríms verður það fljótlega á þessu ári. Enginn tannlæknir hefur verið starfandi í Bolungarvík frá því árið 2004 en tannlæknir Viðar Konráðsson og Sigurjón Guðmundsson hafa lýst yfir áhuga að taka að sér að veita bolvískum börnum þjónustu. Tannlæknaþjónusta í boði á ný í Bolungarvík Ísfirðingar líklega aldrei skotglaðari en nú Nýja árinu var að vanda fagnað með látum og lita- dýrð flugelda á Ísafirði. „Ísfirðingar hafa alltaf verið skotglaðir en líklega hafa þeir aldrei verið skot- glaðari en í ár. Flugelda- sala gekk alveg glimrandi vel, salan var svipuð og í fyrra en kannski ívíð betri og við erum klökkir af þakklæti til bæjarbúa fyrir stuðninginn“, segir Har- aldur Júlíusson, formaður Björgunarfélags Ísafjarðar en félagið hélt sameigin- lega flugeldasölu með björgunarsveitarinni Tindum. Flugeldasala hef- ur í langan tíma verið helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna og lífæð þeirra. – thelma@bb.is Fjölmenni var á áramótabrennunni á Hauganesi. Óli M. Lúðvíksson ásamt brennukónginum, Sigurði Sveinssyni frá Góustöðum í Skutulsfirði. Ísafjarðarkirkja á ára- mótunum 2006 og 2007. Stórglæsileg flugelda- sýning var við brennuna á Hauganesi í Skutulsfirði. Harpa Björnsdóttir mætti með kyndil á brennuna. Fyrir aftan hana sést í hrefnuveiði- manninn, Konráð Eggertsson með forláta hatt.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.