Bæjarins besta - 22.03.2007, Page 4
FIMMTUDAGUR 22. MARS 20074
34 hljómsveitir á tveimur dögum
Allt stefnir í að 34 hljómsveitir muni stíga á stokk á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem haldin
verður á Ísafirði um páskana. Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, rokkstjóri hátíðarinnar, segir að ekki muni
fleiri hljómsveitir bætast við, einfaldlega vegna þess að ekki er pláss í dagskránni. Vegna mikils fjölda
hljómsveita var brugðið á það ráð að skipta hátíðinni niður á tvo daga, en hún hefst að kvöldi föstu-
dagsins 6. apríl. Þá munu níu bönd stíga á stokk og tónleikarnir standa í u.þ.b. fjóra tíma. Daginn eftir,
laugardag, byrjar fjörið um kaffileytið og lýkur einhverntíman eftir miðnætti. Eins og sagt hefur verið
frá verður hátíðin haldin í gömlu Eimskipa- og Ríkisskipa skemmunni á Ásgeirsbakka við Ísafjarðarhöfn.
Telur litlar líkur á aðgerðum af
hálfu stjórnvalda fyrir kosningar
Ómar Már Jónsson, sveitar-
stjóri Súðavíkurhrepps, segir
að órói sé í sveitarstjórnar-
mönnum á Vestfjörðum vegna
stofnunar hinnar svokölluðu
Vestfjarðanefndar. Hann segir
vandann í búsetu- og atvinnu-
málum á Vestfjörðum alls
ekki nýjan af nálinni og telur
litlar líkur á að aðgerða megi
vænta af hálfu stjórnvalda fyr-
ir kosningar í vor og segist
ekki telja að ráðamenn séu
reiðubúnir til að takast á við
málið af þeirri festu sem þarf
til að snúa mjög langri þróun
við. Ríkisstjórnin ræddi á fundi
á þriðjudag byggðavandann á
Vestfjörðum. Geir H. Haarde
forsætisráðherra sagði þar erf-
itt að benda á lausn á byggða-
vandanum, en sagði niður-
stöðuna í bili vera þá að stofna
vinnuhóp um málið.
Fulltrúar sveitarfélaga á
Vestfjörðum fóru á fund rík-
isstjórnarinnar í byrjun febr-
úar og kynntu þar tillögur um
úrlausnir fyrir atvinnu- og
byggðamál á svæðinu. Ómar
segir að það hafa verið mjög
raunhæfar tillögur sem hefðu
það að markmiði að hafa já-
kvæð áhrif á atvinnu- og
byggðamál hér og hann hefði
viljað sjá ríkisstjórnina sjálfa
fara í þá vinnu sem nefndinni
er ætlað að gera.
„Þó að ég hafi mikla trú á
þeim aðilum sem hafa verið
valdir í nefndina, þá er það
útkoman eftir meðhöndlun
ráðamanna sem skiptir öllu
máli og ég leyfi mér að efast
um að þær niðurstöður muni
hafa nægilega mikið vægi til
að snúa þeirri þróun við sem
verið hefur,“ segir Ómar.
bærilega þróun að finna víða í
heiminum. Sú aðferðafræði
sem beitt hefur verið undan-
farin ár hér á landi til að sporna
við byggðaröskun hefur því
miður ekki gengið, það sjá
það allir sem vilja sjá og því
verður að leita annarra leiða.
Lausnir ráðamanna þurfa að
virka hvort sem er á Raufar-
höfn, Bíldudal eða Ísafirði og
getur tækifæri þeirra til dæmis
verið fólgið í því að finna nýjar
leiðir til að snúa við þekkri
byggðaröskun með aðferðum
sem ekki hafa verið reyndar
áður, eins og skattaívilnunum
ýmiskonar og beita þeim á
jaðarsvæðum á landinu öllu
sem eiga undir högg að sækja.
Mögulegt væri að stilla verk-
efninu upp sem evrópsku til-
raunaverkefni og leita eftir
fjármagni t.d. hjá Evrópusam-
bandinu.
Aðferðafræðin yrði að leiða
til þess að fyrirtæki, fjárfestar
og fjölskyldur sæju sér mun
meiri hag af því að staðsetja
sig á landsbyggðinni en verið
hefur til þessa. Ef við fyndum
meðulin sem duga til að snúa
áralangri byggðarsökun við
mætti í mörgum tilfellum
heimfæra það upp á önnur jað-
arsvæði annars staðar og því
gæti verið mikil verðmæti
fólgin í slíkri þekkingu og
reynslu.“ – annska@bb.is
Ómar Már Jónsson.
Ómar segir jafnframt ekki
rétt að tala um stöðuna ein-
göngu í tengslum við Ísafjörð,
vandinn sé mun víðtækari en
það. „Í raun má sjá sambæri-
lega þróun víða á jaðarsvæð-
um, ekki bara hér á landi held-
ur í Evrópu og í raun er sam-
Veggspjald með áletruninni
„Af hverju ekki kynlíf með
Zero forleik“, sem auglýsir
nýjan kóladrykk frá Coca
Cola, var tekið niður í versl-
uninni Samkaup á Ísafirði
undir lok síðustu viku, eftir
að kvartað hafði verið undan
að það særði blygðunarkennd
viðskiptavina.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins sagði einn viðskiptavina
meðal annars að slagorðið
hvetti mögulega til ofbeldis
meðal ungra drengja. Stefán
Torfi Sigurðsson, hjá Vífilfell
á Ísafirði, segir ætlunina ekki
hafa verið að særa blygðunar-
kennd nokkurs manns. „Ætlun
okkar var að fá fólk til að
brosa út í annað“, segir Stefán.
„En við viljum ekki særa
blygðunarkennd neins eða
móðga, svo veggspjaldið kom
strax niður. En við höldum
okkar striki með restina.“ Seg-
ir Stefán að honum þyki óneit-
anlega sem þessu fylgi nokk-
uð púrítanískur þankagangur.
„Það er afturhvarf til fortíðar í
tíðarandanum þessa stundina.
Mér finnst þurfa svolítið góð-
an vilja til að sjá eitthvað
hroðalegt út úr þessu slagorði.
Slagorðin í herferðinni eru öll
í þessum gír: Af hverju ekki
að snúa sér beint að kjarnanum
og ekkert vesen.“
Nýi Zero-drykkurinn mun
fyrst og síðast markaðssettur
með karlmenn í huga. „Það
má segja að með þessu séum
við að reyna að búa til karl-
mannlegan, sykurlausan kóla-
drykk. Það hefur löngum loð-
að við Diet Coke og Coca Cola
Light að þeir hafi kvenlegra
yfirbragð, og hafa herferðir
okkar spilað inn á það. Okkur
hefur þótt vanta sykurlausan
kóladrykk fyrir karlmenn,
enda hafa markaðsrannsóknir
sýnt að karlmenn á aldrinu
15-35 ára drekka minna af
sykurlausu gosi en aðrir hóp-
ar. Við sjáum þetta sem tæki-
færi til að stækka sykurlausa
kólamarkaðinn, sérstaklega
þar sem sykur er á undanhaldi
í drykkjarvöru“, segir Stefán.
Í Fréttablaðinu er haft eftir
Árna Stefánssyni, forstjóra
Vífilfells, að meðal þess sem
gefi drykknum karlmannlegri
áferð sé svartur litur umbúð-
anna og auglýsingaherferðin
sem er „talsvert beittari og
meira ögrandi en fólk á al-
mennt að venjast frá Coca Cola.“
Ekkert kynlíf með
Zero forleik á Ísafirði
Veggspjaldið sem tekið var niður í Samkaupum.