Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.03.2007, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 22.03.2007, Blaðsíða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Tveir menn fórust í sjóslysi við mynni Ísafjarðardjúps Tveir menn fórust þegar 10 tonna bátur, Björg Hauks ÍS- 127, hvolfdi við mynni Ísa- fjarðardjúps, milli Deildar og Stigahlíðar, aðfaranótt mið- vikudags í síðustu viku. Björg- unarsveitir voru kallaðar út frá Ísafirði og Hnífsdal. Leitar- menn fundu bátinn stuttu síðar og var 20 tonna bátur kallað- ur út frá Bolungarvík til leitar ásamt loðnuskipinu Krossey sem var nærstatt. Lík annars mannsins fannst um kl. 01:30 um nóttina, um eina sjómílu frá bátnum. Hann hafði bundið um sig belgi. Lík hins mannsins fannst um kl. 02:00, ekki langt frá. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins hvarf Björg Hauks ÍS út af skjá sjálfvirku tilkynninga- skyldunnar kl. 20:43 og höfðu þá starfsmenn vaktstöðvar sigl- inga haft samband við bátinn, þar sem þeir sáu að hann var orðinn einn eftir á miðunum. Þeir náðu aftur sambandi við bátinn kl. 21:01 og sagðist skipstjóri þá vera á leið til Ísa- fjarðar og að ekkert amaði að. Ellefu mínútum síðar, kl. 21:12, birtist trillan aftur í sjálfvirka tilkynningakerfinu og var inni í klukkustund, eða til kl. 22:16. Kerfið lét svo vita kl. 22:24 að báturinn væri horfinn. Lík mannanna voru flutt til Bolungarvíkur um nóttina og um kl. 08:30 á mið- vikudagsmorgun kom björg- unarskipið Gunnar Friðriks- son til Bolungarvíkur með Björg Hauks í eftirdragi. Mennirnir tveir sem fórust í slysinu hétu Eiríkur Þórðar- son og Unnar Rafn Jóhanns- son. Eiríkur, sem var 47 ára, lætur eftir sig sambýliskonu, eina dóttur og fimm fóstur- syni. Unnar Rafn, sem var 32 ára, var ókvæntur og barnlaus. Báðir mennirnir voru búsettir á Ísafirði. – bb@bb.is Eiríkur Þórðarson. Unnar Rafn Jóhannsson. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom með Björg Hauks í togi til Bolungarvíkur árla á miðvikudagsmorgun. Nefnd skipuð Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt tillögu forsætisráð- herra um að skipa nefnd til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vest- fjörðum. Nefndin er skip- uð í framhaldi af viðræð- um fulltrúa sveitarfélaga á Vestfjörðum við ríkis- stjórnina að undanförnu. Auk fulltrúa forsætis- ráðuneytis eiga sæti í nefndinni fulltrúi frá iðn- aðar- og viðskiptaráðu- neyti, bæjarstjórinn á Ísa- firði og framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra eigi síðar en 11. apríl nk. Staða skól- meistara auglýst laus Embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði hefur verið auglýst laust til umsóknar. Núverandi skólameistari, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, var aðeins sett tímabundið í starf skólameistara, eða sem nemur einu skólaári, en hún hefur starfað sem skólameistari Kvenna- skólans í Reykjavík síðan 1998. – thelma@bb.is Vilja kanna möguleika á útflutningi vatns og stofnun bruggverksmiðju Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur falið atvinnumálanefnd að láta nú þegar kanna mögu- leika á stofnun fyrirtækis til nýtingar ferskvatns úr Vest- fjarðagöngunum. Í því sam- bandi á í fyrsta lagi að kanna hvort mögulegt sé að selja vatnið úr landi í samstarfi við innlenda eða erlenda aðila og í öðru lagi hvort fýsilegt sé að stofna bruggverksmiðju sem nýtt gæti vatnið úr göngunum til ölgerðar. Í greinargerð sem fylgir bókun þessa efnis segir: „Það er ljóst að mikið magn hreins og ómengaðs vatns rennur stöðugt úr Vestfjarðagöngum og með minnkandi úrvinnslu sjávarafurða hér á Ísafirði þarf að leita nýrra leiða til að nýta þessa auðlind. Því er lagt til að atvinnumálanefnd hafi for- göngu um könnun á mögu- leikum til nýtingar vatnsins til framleiðslu og útflutnings.“ Tillagan var lögð fram af hálfu Í-listans og samþykkt með öllum atkvæðum í bæjar- stjórn. – eirikur@bb.is Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Ungur drengur slasaðist þegar hann féll af snjóbretti á skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal um áttaleytið á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Björgunarsveitarmenn sóttu drenginn og fluttu hann á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði. Hann reyndist ekki alvarlega meiddur og fékk hann að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum hans. Að sögn Björgvins Sveinssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, líta slysin oft verr út en raunir standa til og segir hann því alltaf tekn- ar ýtrustu varúðarráðstafanir eins og að kalla út björgunarflutninga- fólk. Í þessu tilfelli var erfitt að ná til drengsins þar sem hann hafði verið að renna sér í gili utan brauta skíðasvæðisins. Björgvin segir gilið hafa freistað brettafólks í gegnum tíðina, en það sé vissulega reynt að hindra að verið sé að renna sér þar, þó ekki hafi algjörlega verið hægt að koma í veg fyrir það. Drengurinn var vel búinn að sögn Björgvins, en hann segir bretta- krakka oft lata við að nota hjálma, þó mikið sé brýnt fyrir notkun þeirra. Ekki eru börnin þau einu sem hafa verið löt við hjálmanotkun, en gjarnan notar fullorðið fólk ekki hjálma í brekkunum. Þetta þarf að sjálfsögðu að bæta, en notkun hjálma hefur ekki verið skylda við skíðaiðkun á Íslandi, þrátt fyrir augljóst vægi þeirra sem öryggisbúnaðar.Björgunarsveitarmenn sóttu drenginn og fluttu hann á sjúkrahúsið á Ísafirði. Slasaðist á skíðabretti í Tungudal

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.